Alþýðublaðið - 21.04.1963, Qupperneq 9
fiafa lýst yfir að gert verði, ef núlað þörfum okkar og möguleikum
og athuga, hvað hægt sé að gera
til þess að þoka málinu áfram. í
því sambandi þykir mér rétt að
vekja athygli á vissu atriði.
t'erandi stórnarflokkar halda ekki
meirihluta sínum í kosningunum
i sumar.
Með landhelgissamkomulaginu
var á það fallist, að Bretar mættu
iun takmarkaðan stuttan tíma
reiða á vissum stöðum innan 12
mílnánna. Þessi tími er útrunnin
i marzmánuði næsta ár. Stjómar
andstaðan heldur því fram, að Bret
ar muni fara fram á framlengingu
þessa tíma og að núverandi stjórn
arfl. muni: fallast á það. Hvort
tveggja er fjarstæði. Bretar
niunu ekki fara.frám á neitt slikh
iS'rir liggja ítarlegar yfirlýsingar
Breta um algjöra viðurkenningu
á 12 mílunum og að þeir muni enga
tilraun gera til að fá umþóttunar-
tíma framlengdan þegar hann renn j
ur út í marz næsta ár. Það er bein-
línis móðgandi við Breta að halda
því fram, að þeir muni fara fram
á framlengingu eftir þær yfinýs-
ingar, sem þeir hafa gefið. Að því
er varðar stjómarflokkanna, þá
myndu þeir hvorki taka við né
hlusta á tilmæli um framlengingu
á umþóttunartímanum. Umræður
um slíka hluti koma ekki til mála,
enda dettur hvorki Bretum né ís-
lendingum slíkt í hug.
Það er alkunna, að með útfærsl-
unni í 12 mílur hafa íslendingar
ekki náð endanlegu takmarki sínu
í landhelgismálinu. Yfirráðin yfir
landgrunninu öllu er takmark ís-
lendinga og í samkomulaginu við
Breta var því yfirlýst að við mynd
um halda áfram að vinna að þessu
marki.
Til þessa höfum við ekkert skref
stígið í landhelgismálinu, án þess
að undirbúa það áður rækilega á
alþjóðavettvangi. Þróun í fiskveiði
málum ræður miklu um, hvernig
A Genfarráðstefnunni 1958
var samþykktur samningur með
tilskyldum meirihluta atkvæða
um yfirráðarétt strandríkis yfir
landgrunnsbotninum Samkv.
þessum samningi er strandríki
heimilt, að helga sér hafsbotn-
inn á landgrunninu og það, sem
i honum er, án þess þar með að
öðlast rétt yfir hafinu yfir land
grunnsbotninum og því, sem í
því er. Með landgrunninu í þess
um samningi er miðað við 200
m. dýpi. Samningurinn öðlast
gildi þegar 22 ríki hafa staðfest
hann. Mjög fá ríki hafa staðfcst
þennan samning, mér er aðeins
kunnugt um 6. Engu að síður
hefi ég ástæðu til að ætla, að
ýmsir þjóðréttarfræðingar telji
efni samningsins gildar þjóð-
réttarreglur. Hygg ég, að þið
fengi staðist af alþjóðarétti að
íslendingar helguðu sér land-
grunnsbotninn. Spurningin er,
hvort það er okkur hagkvæmast
að stíga slíkt spor eða ekki.
Hér er um að ræða mál, sem
íslendingar þurfa að athuga gaum-
gæfilega. í dag þekkjum við engm
þau verðmæti á eða undir hafsbom
inum, sem við þurfum að helga okk
ur. Hins vegar þurfum við að gera
upp við okkur, hvort við færumst
nær því marki, að allt landgrunn-
ið komist undir íslenzka fiskveiði-
lögsögu með því að helga okkur
landgrunnsbotninn að 200 m., eða
hvort við með slíku skrefi leggjum
stein í götu þessa máis. Þetta er
Verkstjórasambandið 25 ára
framhald landhejgismálsins verður vandamál, sem ekki verður ráðið
Okkar er að vera á verði og hyggjafram úr, án nákvæmari athugunar.
Verkstjórasamband fslands á
um þessar mundir 25 ára afmæli.
Það var stofnað 10. apríl 1938.
Stofnendur voru 36 verkstjórar úr
Reykjavík og utan af landi, sem
þá sáu brýna þörf þess að sam-
eina verkstjóra í allsherjar sam-
tök. Beittu þessir menn sér fyrir
að stofnaðar voru félagsdeildir
víðs vegar um landið, sem gengu
í sambandið. Verkstjórafélag
Reykjavíkur, sem þá hafði starfað
í 19 ár, gerðist þá einnig aðili að
sambandinu og hefur það verið
forystufélag í samtökunum síðan.
Verkstjórasambandið telur nú
14 félagsdeildir með um 600 fé-
lagsmönnum. Margir mætir menn
hafa komið við sögu sambandsins
á þessum árum óg má þar helzt
til nefna forseta þess, sem hafa
verið þeir:
Jóhann Hjörleifsson, yfirverkstj.
hjá Vegagerð ríkisins árin 1938
til 1945 og 1947 til 1948.
Karl Friðriksson, yfirverkstj. hjá
Vegagerð ríkisins á Akureyri
árin 1945-’47.
Jón G. Jónsson, nú gjaldk. hjá
Happdrætti Háskólans árin
1946-’47 og 1951-’59.
Þorlákur Ottesen, yfirverkstj. hjá
Reykjavíkurhöfn árin 1949-’51.
Guðlaugur Stefánsson yfirverk-
stj. hjá Reykjavíkurbæ, síðan
1959.
Tvo heiðursfélaga hefur sam-
bandið heiðrað fyrir dygga þjón-
ustu í þágu samtakanna, þá Guð-
jón Bachmann vegaverkstj. í
Borgarnesi, sem er nú elztur verk
stjóra á landinu, nálega 95 ára
gamall — og símaverkstj. Jónas
Eyvindsson, sem gegndi gjald-
kerastörfum fyrir sambandið frá
stofnun þess til 1959. Báðir þessir
menn liafa látið af störfum fyrir
aldurs sakir.
Eitt af höfuðverkefnum sam-
bandsins og sem ætíð hefur setið
í fyrirrúmi fyrir öðrum málum
hefur verið barátta fyrir aukinni
fræ'ðslu og menntun verkstjóra
til starfa sinna. í því skyni
beitti það sér og stóð fyrir nám-
skeiðum fyrir verkstjóra og verk-
stjóraefni um árabil.
Þáverandi vegamálastjóri Geir
Zoega veitti þessum málum mikið
lið og þau nutu góðs skilnings
Vinnuveitendasambands íslands,
forráðamanna bæjarins og ríkis-
ins sem veittu fjárstyrk til nám-
skeiðanna.
Námskeið þessi komu að góðum
notum, svo langt sem þau náðu
og munu um 180-200 manns hafa
notið fræðslu þeirra.
Öll þessi ár hafa verkstjórar
haft fyrir augum og unnið að, að
! stofnaður yrði fullkominn skóli,
! þar sem verkstjóraefni gætu feng-
! ið fræðslu um hin almennu og
' sameiginlegu fræði verkstjórnar,
þar sem einnig yrðu haldin sér-
I námskeið fyrir verkstjóra úr hin-
um ýmsu starfsgreinum atvinnu-
lífsins. Skóli þessi hefur nú haf-
ið göngu sína. Var hann stofnað-
ur með lögum árið 1961 og tók
til starfa sl. haust. Mikil aðsókn
að námskeiðum skólans sýnir
glöggt brýna nauðsyn á þannig
skipulagðri fræðslu, enda láta þátt
takendur í ljós einróma álit sitt
um ágæti hans. Xðnaðarmálastofn-
un íslands sér um stjórn og rekst-
ur skólans, en honum veitir for-
stöðu Sigurður Ingimundarson
verkfræðingur. Verkstjórasam-
bandið á sæti í skólanefndinni.-..
Sem tengilið við verkstjóra hef
ur sambandið gefið út blaðið
Verkstjórinn síðan 1943. Kemur
það út tvisvar á ári og flytur marg
víslegt efni um málefni verkstjóra
og annað er þá varðar. Það hefur
ætíð fengið orð fyrir vandaðan
frágang og efni.
Snar þáttur í starfsemi Verk-
' stjórasambandsins er launa og
kjaramál verkstjóra. Fjrrsti samn-
i ingur er það gerði, var við Vinnu-
j veitendasamband íslands árið
1944. Samningur sá var í upphafi
|vel gerður miðað við þær aðstæð-
ur er þá ríktu. En þjóðfélagslegar
breytingar og hækkandi kaup
verkafólks með æ fleiri sértöxtum,
meira og minna vegna tæknibreyt-
inga, hefur valdið því, að verk-
stjórar hafa ekki haldið í horfinu
hvað launamismun snertir. Þó
hafa orðið nokkrar breytingar á,
nú í seinni tíð, til hins betra og
er þá helzt að geta þess, að í
undirbúningi er stofnun lífeyris-
sjóðs verkstjóra, sem mun taka
Framh. á 14. síðu
STJÓRN Verkstjórasambands ís
iands. Myndin tekin á stjórnar
af 25 ára afmæli sambandsins
fundi, er haldinn var í ti'efni
10. apríl 1983. Frá vinstri: Guffni
Bjarnason Guðjón V. Þorsteins-
son, GuSlaugur Stefánsson,
Þórður Þórffarson, Þórarinn G.
Sigurjónsson, Jón G. Jónsson.
Á myndina vantar Adolf J. G.
Petersen.
SIGGA VIGGA GG TILVERAN
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. apríl 1,963 &