Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 9

Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 9
B R E I Ð A B L 1 K 73 ólíkt, þröngsýni í almennum málum ogf ógnunarblær á boðskap kristindómsins. Alt þetta befir heimatráboðinu danska verið fundið til foráttu. Og að útibú þess á íslandi á svo bágft með að láta völl sinn grænka, virðist standa í ein- hverju sambandi við, að þessi ræktunar- áhöld hafi verið lánuð frá Danmörku. Svo óheppileg virðast þau til að róta við íslenzkum jarðvegi og auka gróðrarmagn hans. Sá, sem þetta ritar, þykist þvíallsekki vera í nokkurri mótsögn við sjálfan sig, eins og miður góðgjarnlega hefir verið gefið í skyn, þó hann eitt sinn bæri blak af trúboðinu danska, er það var ekki látið njóta sannmælis, og þó hann hafi leitt hjá sér, að safna steinum í vegg heima- trúboðsins í Reykjavík. Tún dómgirn- innar og þröngsýnisins langar harin ekki að hjálpa til að rækta, né heldur til að styðja ógnandi og ófrjálslyndan kristin- dóm. RUDYARD KIPLING. NGINN frægur maður, sem til Wlnnipeg hefir komið, hefir verið borgarbúum annar eins aufusngestur og Rudyard Kipling. Hann kom hingað 2. okt. og varhaldið fagnaðar og heiðurssam- sæti mikið af kanadiska klúbbnum. Enda er hann nú frægastur maður allra þeirra, er á enska tungu rita, og helztur rithöf- undur, sem fram hefir komið í enskum bókmentum eftir Carlyle. Hann er einn af þremur höfundum, sem mest eru lesnir í heimi, og eru hinir tveir Leo Tolstoy og Henrj'k Sienkievicz. Hann flutti ágæta ræðu í samsæti þessu og er því þó svo óvanur, að konan hans, sem með honum var, kvaðst ekki muna, að hann hefði gjört það fyrr. Með ritstörfum sínum sagðist hann hafa verið að leitast við að kenna ungum mönnum með systurþjóðunum brezku að skilja hver annan og verða hugfangnir í störfum hvers annars. Því allir væri þeir að seilast eftir sameigin- legri velferð, og svo hefði þeir að eins hver annan“. Um þjóðernistiifinninguna sagði hann,að þar sem hún væri inni fyr- ir, yrði lé egasti kofi, sem hrófað væri upp úr varningskössum úti á sléttum, regluleg’ höll. Báðar eru þessar setning- ar gulh ægar og enginn varpar þeitn fram í lítt hugsaðri samkvæmisræðu, nema snillingur, sem finutr er orðinn í að fittna fögrum hugsunum einkennilegan búning. Enginn höfundur getur haft göfugra markmið en þttð, að auka samúðarþelið með mönnunum og kenna þeim að skilja hver annan. Enda er það ávalt einkenni þeirra ntanna, sem heimurinn tekur ást- fóstri, og frægir verða. Og ekki eru ádeilur neinna tnanna eins teknar til greina og þeirra. Kipling er Jíka sannur ástmögur þeirra, sem af ensku bergi eru brotnir. Hann er ljóðskáld ekki síður en

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.