Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 14
78 B R E I Ð A B L I K ar aö leita undanhalds frá veruleikanum inn í heim sjónhverfing-anna. Hann hefir vaðið út í annríkið með öllum sínum hæfi- leikum og öllum sínum þrótti, eins og sumir nýir liðsmenn vaða út í orustur í því skyni annaðhvort að öðlast eilífa hvild eða verða frægir menn. Nú er krypl- ingurinn kominn út úr orustunni með frægðina. Hann er orðinn nafntogaður maður. Hann er orðinn stórmennið Charlin. Þegar hanh fer um strætin, hevrir hann nafn sitt nefnt með alvörublæ og menn þagna við lítið eitt, þegar þeir hafa nefnt hann; með þeim hætti er talað um fræga menn. Er öll hamingjan í þessu fólgin? Fá- einum tilslökunum við metnaðarhug mannanna? Vitaskidd hefir hann næma og innilega ánægju af starfi sínu, upp- götvunum sínum, aðdáanlegum skyrð- ingum sínum; en stundum er heilinn þreyttur. Það er Protevs-hugurinn einn, sem stöðugt fær fögnuð sinn endurnýjað- an. En etu kryplingar með nokkurt til- finnÍHga-tildur? Blessaður vertu, Claude Charlin, þú ert orðinn mikill maður og það ætti að vera þér nóg. Eini fögnuð- urinn, sem áhyggjufull sál þín getur veitt víðtöku, er sá að finna sjálfa sig lyftast upp einstöku sinnum, þegar ein- hver móðirin tekur í höndina á þér við rúmið barnsins hennar: þú hefir bjargað því úr dauðans greipum,— og hún kyssir á höndina áþér og þú finnur hlýjutia auk- ast við það, að tár kemur á höndina. Blæði hjarta þínu eins og í æsku, finnir þú einhverja mikla auðn í huga þínum — gott og vel, þá lýkur þú upp þessum stóru bókum í einhverju horni í bókhlöðu þinni og fer að vinna. Þetta varð úr draumunum og svona leið rökkrið. II. ,,Nei, læknir, eg héfi ekki hug til að segja henni það. Gjörið þér það fyrir mig, að segja henni það sjálfur. Bless- að barnið mitt! Þér vitið það með vissu, alveg með vissu, að hún verður alt af fötluð.“ — ,,Því er miður, eg veit það alveg með vissu, frú mín góð. Eins og eg sagði yður, er engin hætta á, að nauðsyn beri til þess að taka fótinn af. En þó ekki sé gjört annað en það,sem gjöra varð í gær, verður dóttir yðar æfinlega hölt. “ Þetta var áköf hugraun fyrir móðurina, en hún stilti sig tafarlaust, fór með lækn- inum og lét ekki á því bera, að henni væri neitt órótt. ,,Jæja, hvernig líður okkur þá í dag, jungfrú góð?“ sagði Claude. Málrómur- inn var föðurlegur, alvarlegur, og örf- andi, eins og læknum og prestum er títt, þegar þeir tala við sjúklinga. ,,Mér líður bærilega rétt sem stendur, en kvölin kom aftur í morgun og var æði- sár“, mælti stúlkan. Hún rey: di að brosa ástúðlega, en henni veitti það örðugt. ,,Einmitt það! Nú skulum við sjá, hvernig það hefst við, “ sagði Claude og lyfti upp jaðrinum á rekkjuvoðinni. Hann fór þegar að losa umbúðirnar af vinstra fætinum með mestu varúð og var lengi að skoða sárið, hvesti á það augun, hniklaði brýrnar og notaði sárakannann. ,,Einmitt það!“ sagði hann alvarlega og hristi höfuðið. Á snöggri breytingu, sem varð á róm- laginu, varð stúlkan þess áskynja, að slæm tíðindi væri á ferðum; hún einblíndi á lækninn með viðkvæmni og óróleik, er sýndi, að hún þráði að komast að sann- leikanum. ,,Ójá, það er meir en lítið alvarlegt, “ svaraði Charlin þessari þögulu spurning; hann las út úr henni hugrekki og þol- gæði. ,,En, en —“ stamaði stúlkan og varð alt í einu náföl; ,,þér ætlið ekki að taka hann af?“ ,,Ó nei, nei! En —“ ,,Eg verð líklega æfinlega hölt?“ Móðirin snökti, þar sem hún stóð við

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.