Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 12

Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 12
76 BREIÐABLIK BJARMI. Svo heitir blað, sem út tók að koina í Reyk- javík síðastliðinn vetur. Flestir aðstandendur þess munu hafa verið menn, sem aðhyllast heim- trúboðsstefnuna, en auk þess voru nokkurir leik- menn aðrir,sem tóku það fram, að þeir vildi ekki hafa blaðið í þeim anda, heldur láta það hafa frjálsmannlegcin og kærleiksríkan kristindóm til brunns að bera og dæma um menn og málefni frá því sjónarmiði. Og upp á loforð um, að þessari síðari stefnu yrði fylgt, lofuðust þeir að styðja fyrirtækið og vera í ritnefnd. En ekki var langt liðið fram á árið,áður þeim fór að finnast gengið fram hjá sér í ritnefndinni og um leið fanst þeim annar blær verða á blað- inu, en þeir ætluðust til. I 9. tölublaði ritsins birtist greinarkorn eitt með fyrirsögn: Grund- völlurinn, byggingin, eldurinn, sem rituð er í reglulegum heimatrúboðsstíl. t>ar er meðal annars minst á Yafurloga með ummælum, sem ekkert erindi eiga annað,en að vekja misskilning óg fordóma hjá þeim, sem lesa, án þess hægt sé að sjá, hvers vegna þetta hefir verið álitið svo nauðsynlegt eða sérlega kristilegt. Það ' er til dæmis sagt, að höf. Vafurloga “furði sig á því, að vér, sem trúum guðdómi Krists, skulum ekki samlaga oss únítörum.“ Hve nær hefir hann furðað sig á því ? Það væri fróðlegt að vita. Hann hefir furðað sig á því,að þeir og ýmsir aðrir, skyldi vegna mismunandi trúarskoðana nokkurntíma gleyma þeim mikla sannleika,aðþeir ■eru bræður. Hann hefir furðað sig á, að þeir og aðrir skuli koma svo fram hvor gagnvart öðrum, að hatrið í heiminum aukist, og það gleymist, að vér erum allir börn vors himneska föður. En hon- um hefir aldrei hugkvæmzt að heimta þá fjar- stæðu,að lúterstrúarmenn skyldi gjörast únítarar eða únítarar lúterstrúarmenn svona uppúr þurru. A aðra bók er þar minzt: Bréfin frá Júlíu, og leitast við að gjöra þann kristindóm, sem þar er, að óskaplegri skrípamynd. En ekki er þetta hægt nema með svo miklum útúrsnúningum og rangfærslum,að mikil furða er, að nokkurt kristi- legt málgagn skuli ljá sig til annars eins. Það sýnist alt gjört í þeim tilgangi að koma að þeim óbróðurlega sleggjudómi síðast í grein- inni: “Þeir eru dotnir úr sögunni í baráttuni fyrir málefni Krists. Það er áreiðanlegt og það er hryggilegt. “ Meðan þeim mönnum,sem starfa að heimatrúboðinu danska á Islandi, hefir ekki t íkist að koma meira til leiðar en þeim enn hefir hepnast, til að efla kristindóm þjóðar vorrar, — verður ekki dálítið varhugavert fyrir þá að halda því fram,að allir þeir,sem ofurlítið rýmri skoðanir kunna að hafa í kristilegum efnum, sé fallnir frá trúnni? Útlitið fyrir íslenzka nútiðarkristni verður 1 ekki sérlega glæsilegt, ef allir þeir eru ijotnir úr sögunni í kristileg^i tilliti, sem annan Mrilning hafa á kristindóminum en þann, sem h^^PTrú- boðið danska heldur fram með ofurmiklum ein- strengingsskap. Út af þessari stefnu blaðsins hafa tveir rit- nefndarmenn Bjarma sagt sig úr með bréfi,er svo hljóðar og sent v^ar blaðinu til birtingar. ,,Ritnefnd Bjarma! Tveir ritnefndarmenn- irnir, Arni Jóhannsson og Pétur Gunnarsson, hafa sagt sig úr nefndinni af því að þeir ‘geta ekki felt sig við stefnu blaðsins,þykir hún hneigj- ast að heimatrúboði og ekki vera svo frjálsleg, sem þeir hefði óskað. ‘ Þessa óska þeir getið, að því viðbættu, að þeir beri ekki ábyrgð á því, sem í blaðinu nefir staðið eftir 30. ap. þetta ár. “ Yfirlýsing þessa, þó hógvær sé, fengu þeir ekki tekna í blaðið. En þar sem blað hér vestan hafs hafði eitt tilgreint nöfn allra þeirra, sem í þessari ritnefnd Bjarma voru, biðja þessir menn Breiðablik að flytja hana. Og það hefir oss fund- ist sjálfsagt að gjöra. Þ>að er að eins gjört til að sýna, að þessir menn eru ekki lengur við Bjarma riðnir. Báðir munu þeir þó einlægir áhugamenn um sannan og lifandi kristindóm. En það er dómgirni og þröngsýni heiinatrú- boðsins, sem hefir hrundið þeim frá. Kristilegt félag ungra manna. Vér leyfum oss að benda á þann ágæta fé- lagsskap hér í bænum. I hinum prýðilegu húsa- kynnum þeirra á Portage Ave. geta ungir menn, sem aðhyllast vilja þann félagsskap, haft athvarf á öllum tómstundum sínum og ávalt haft eitthvað gott fyrir stafni. Þ>ar geta þeir setið og lesið blöð og tímarit,tekið þáttí líkamsæfingum og íþrótta- iðkan, hlýtt fróðlegum fyrirlestrum eða tekið sér fyrir eitthvert nám. Einkum viljum vér benda á kveldkenslu, sem þar fer fram. Útlendingar, sem fá vilja tilsögn í ensku, fá hana hvergi betri en þar, því þar er ágætur kennari, Mr. Spence, sem kent hefir nokkur ár við Wesley College og tekur sérstakt tillit til útlendinga, ekki sízt fs- lendinga,sem hann er gagnkunnur. Þ>á má ekki gleymast að benda á böðin, sem þar eru bezt og fullkomnust í bænum og öllum félagsmönnum er frjálst að nota. Arsgjald mun vera 10 doll.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.