Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 10

Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 10
74 BREIÐABLIK sagnaskáld. Flestum kemur saman um, að hann hafi ort lang'merkasta sálm- inri, sem ortur hafi verið á 19. öldinni, við 50 ára krýningarhátíð Victoriu drotn- ingar (Recessional). Engum brezkum höfundi þy.kir hafa tekist jafn-vel og hon- urn að rita stuttar en smellnar skáldsög- ur. En af þeim þykja hinar eink snnilegu dýrasögur hans (Jungle Book) ágætast- ar. Það er um hann sagt, að enginn rit- höfundur á hans aldri — hann er að eins rúmlega fertugur — hafi komist í heilu líki (fuUkomnum útgáfum) upp á jafn- rnargar bókahillur. Tvö orðtæki eru eftir hann, sem sagt er að aldrei muni glej'm- ast: ,,Lest we forget!“ (til þess vér gleymum ekki) og ,,the white man’s burden“ (byrði hvíta mannsins). Hið fvrra er úr sálminum og bendir til þess, sem engum manni má gleymast. Hitt er fyrirsögn annars helzta kvæðis hans, um siðmenningu heimsins, sem skáldið nefnir byrði hvíta mannsins. SAMEINING KIRKJUEEILDANNA. ITT hið merkasta mál, sem á dag- skrá er hér í Kanada, eru samein- iugartilraunir þriggja kirkjudeildanna, Presbvtéra, Meþódista og Kongregaz- ionalista, sem allar eru stórar og vold- ugar og hafa hvor um sig þrýst innsigli sínu á kirkjulífið með enskum þjóðum. Hreyfitigar í sameiningaráttina með þessum þrem kirkjudeildum hófust hér í landi fyrir nokkurum árum. Þeint til- raunum hefir síðan verið haldið áfram af áhuga allmiklum og að því er virþist með góðum árangri. Nú sýnist það vera tal- ið víst innan þessara kirkjudeilda allra, að af sameining verði. Sagt er, að allir eldri atkvæðamenn í hópi presta sé því fylgjandi og einkum eigi þetta sameining- armál enga betri fiutningsmenn en for- stöðumenn og kennara við hinar mörgu mentastofnanir innan þeirra allra. Sumir virðast hafa ímugust allmikinn á .þessum sameiningar-tilraunum. Sýn- ast þeir gjöra sér í hugarlund, að þær sé sprotnar af eins konar áhugaleysi fyrir sannleikanum. Þessum kirkjudeildum hafi borið svo og svo mikið á milli fyrr á tímum og það sé næsta undarlegt, ef all- ur sá skoðanamunur í trúarefnum sé nú fallinn niður. En í raun og veru er það einmitt þetta sem gjörzt hefir. Presbytérar og Kon- gregazionalistar hafa verið til síðan á sið- bótarárum Englands (1562). Kenning þeirra hefir ávalt verið lík. Báðar þess- ar kirkjudeildir aðhyltust upphaflega kenning Kalvíns um skilyrðislausa náðar- útvalning—að guð hafi frá upphafi útval- ið suma menn til sælu, en aðra til glöt- unar. Smám saman hafa þær báðar fall- ið frá þessum einhliða skilningi á kristin- dóminum, sem eingöngu er bygður á ein- um rangskildum ritningarstað (Róm. 9, 11 nn.) og' er anda kristindómsins með öllu gagnstæður. Meþódistar eru miklu yngri, — að minsta kosti einum 150 árum. Kirkju- þing héldu þeir fyrst 1744, og 1784 vígði Wesley fyrstu leikprédikara sína til prests. Þeir aðhvltust aldrei kenningar Kalvíns, en hölluðust fremur að kenningum Arm- iniuss (1560—1609) og hafa frá upphafi vega lagt alla aðal-áherzlu á lifandi krist- indóm og heilagt líferni af mannsins hálfu, en frjálsa n áð, sem öllum stæði jafnt til boða, af guðs hálfu. Hið einhliða, sem upphaflega var við trúarstefnu allra þessara flokka, hefir smám saman horfið úr kenning þeirra. Nærri hálfa öld hafa menn getað geng- ið úr einni kirkju í aðra, tilheyrand þessurn þrem kirkjudeildum, og heyrt fluttan nákvæmlega sama kristindóm. En þegar svo er komið, fer ástæðan til að halda áfram sem sérstakar kirkjudeild- ir að verða býsna lítil. Enda valda þess- ar mörgu kirkjudeildir sífeldum erfiðleik- um og margföldum kostnaði, auk þess -rs

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.