Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 1

Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 1
BREIDABLIK. Mánaðarrit til stuöning's íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI II. Ar. OKTO BER 1907. Nr. 5. SANNLEIKSBARATTAN. Skoöanafrelsi. ANGT er síðan hugsanafrelsið var að nafninu til við- urkent í heiminum. Langt er síðan við það var kannast yfirleitt, að ekki væri unt að banna neinum að hugsa. Meira að segja, það er langt síðan, að kannast var við, að það væri óumræðilega mikill glæpur, að ætla sér að þröngva kosti nokkurs manns í þeim efn- um. Það væri eiginlega hið sama og" að banna manninum að vera til. Langt er líka síðan, að prent- frelsið var lögleitt með siðuðum þjóðum. Með prentfrelsinu er það viðurkent, að skoðanir þær, sem fram koma með mönnum, hversu fráleitar, sem þær kunni að virðast, eigi einhvern rétt á sér, hafi einhvern sannleika í sér fólg- inn, er verða megi mannfélaginu að einhverjum ávinningi á sínum tíma. Með prentfrelsinu er kann- ast við réttinn, sem hver maður hefir til að halda skoðunum sínum fram og afla þeim með því áheyrn- ar og álits, ef þær eru þess um- komnar. Með prentfrelsinu ergirt um hinn helgasta dýrgrip manns- andans: frelsið, og rétt einstakl- ingsins til að njóta þess. Svo lengi hefir hugsunarfrelsi verið viðurkent með öllum menn- ingarþjóðum heims,aðmenn skyldi ætla, að ekkert væri eftir af því ófrelsi, sem eitt sinn vildi leggja höft og" hömlur á þessi dýrmætu einkaréttindi mannsins. En langt er þó frá því, að svo sé. I hvert skifti, sem fram er kom- ið með einhverja nýja skoðan, er brýtur bág við eldri skoðanir, er um lengri tíma eða skemri hafa unnið sér hefð í hugum manna, rísa menn npp óðir og andvígir og lýsa hinar nýrri skoðanir í bann. Þeir vilja þá ekki við það með

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.