Breiðablik - 01.05.1908, Side 3

Breiðablik - 01.05.1908, Side 3
BREIÐABLIK 179 samtíðar sinnar. Hann skilur, það er skaðræði að loka huga sinn inni í hug'sunum liðinna alda og skilja eigi sína eigin. Trú og þekking er eitt í insta eðli. Það er oss mönnum að kenna, ef vér sjáum eininguna ekki. Eitt af sjálfsögðustu‘ætlun- arverkum kristins manns er að samþýða trú sína þekkingu aldar- innar. Þetta litla tímarit hefir verið til um tvö ár. Hvað hefir það haft fyrir stafni? Með biskupinum hefir það stigið í stólinn og bent lesendum sínumá manninn. Einmitt þá mynd af sönnum manni, sem hér hefirverið dregán upp. Fyrir sjálfum oss og öðrum höfum vér verið að leitast við að afhjúpa hinn sanna mann. H vernig það hefir tekist, vitum vér ekki—sjálfsagt mikið lakar en skyldi. Vanþörf hefir þess naum- ast verið. Oðrum myndum og öðrum hug’arstefnum er haldið fram. Látum hvern velja það, sem hann sér sannast og réttast. Sú hugarstefna, sem tímarit þetta hefir haldið fram, hefir verið að brjótast fram í þjóðh'finu kring um oss, síðustu áratugi. Hennar verður vart svo að segja í hverri blaðagrein, sem rituð er, hverri prédikan, sem flutt er, hverju við- tali, sem átt er við upplýsta menn. Vestur-íslendingar verða að undri, svo framarlega sem þeir láta þrýsta sér inn í þröngsýni og þekkingarfordóma liðinna alda,svo heimatrúboðssLefnan danska verði ofan á hjá þeim. F. J. B. BARÁTTA OG DRENGLYNDI. KKERT er jafn-sjálfsagft í lífinu og baráttan. Án hennar má enginn maður vera og—engin þjóð. í henni þroskast mannsandinn og lundernið. í henni brýzt sannleikurinn til valda í mannssálunum. Vegna hennar öðlast þjóðirnar meira og meira frelsi og láta sér smá-lærast með að fara. Sökum henn- ar þokar mannkyninu áfram í skilningi og og þekkingu. Af hennar völdum myndast mest af andlegum vorgróðri hér á þessari jörð. Án hennar verður lífið að lognmóki og stöðupolli. En baráttan hefir hættur í för með sér og fyrir þeim má enginn loka augum. Baráttan er við menn og um málefni að býsna rniklu leyti. í raun réttri keppa allir að sama marki. En þeir vilja halda sína leiðina hvor og þrátta um stefnur. Seinast gleyma þeir bæði markmiði og stefnum og fara að vinna hver örðum alt mein, er þeir mega. Baráttan snýst of oft upp í mannhatur, úlfúð, óvild. Óvildin gjörir menn að ódrengjum ; menn ráðast hver á annars mannorð, hnekkja hver annars sóma, geta ekki minst hver á annan nema urra. Að þessu er öllum hinn mesti voði. Þjóð vor stendur uppi í meiri baráttu nú en ef til vill nokkuru sinni áður. Enginn skyldi baráttuna harma, en leit- ast við að eiga í henni drengilegan þátt. Með því einu móti ber hún þann árangur, sem til er ætlast. Annars getur úr henni orðið ný—Sturlungaöld.

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.