Breiðablik - 01.08.1908, Page 1

Breiðablik - 01.08.1908, Page 1
BREIÐABLIK. Mánaöarrit til stuðning's íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI III. Ár. ÁGÚST 1908. Nr. 3. SAMEIGINLEG ÁHUGAMÁL. M Vestur-íslendinga hefir það öldungis nj'lega verið sagt, að kirkj’u- og trú- armál beri hjá þeim ægishjálm yfir öllum öðrum mál- um. Það er ekki lagt þeim til lýta, enda er engin ástæða til. Stjórn- mál geta eigi verið þeim annað eins áhugamál og bræðrum þeirra á íslandi. Hér hafa þeir enn átt of skamma dvöl í landi, til þess stjórnmál þessa lands skipi annan eins hefðar-sess í huga þeirra. Þó mikið sé um stjórnmál hugsað með innlendu fólki, er fjölbreytni umhugsunarefnanna miklu meiri og andlegum málum yfirleitt miklu meiri gaumur gefinn. En af andlegum málum eru trúar-og kristindómsmál ávalt efst á baugi. Um þau hafa Vestur- íslendingar hugsað meir en nokk- ur mál önnur síðan þeir komu hingað. Eigi að eins þeir, sem gengið hafa í söfnuði, heldur nokkurn veginn allir, í hvaða flokk, sem þeir hafa skipað sér. Ekkert mannlegt eigum vér að láta oss óviðkomandi. En af öllu mannlegu eru andleg mál stærst og göfugust. Þau koma öllum við. Á eg að trúa nokkuru eða engu? Hverju á eg að trúa ? Hvaða guðshugmynd hefi eg^? í hverju er trú og trúrækni fólgin ? í hvaða sambandi stendur það við athafnir mannanna ? Á að trúa samkvæmt einhverju fyrirskipuðu kerfi ? Eða er hver maður frjáls í trú sinni ? Á að skoða biblíuna sem vald- boð af himni ? Eða á að skoða hana sem skuggsjá trúarþroskans í mannssálunum ? Á eg að trúa

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.