Breiðablik - 01.08.1908, Qupperneq 4

Breiðablik - 01.08.1908, Qupperneq 4
36 BREIÐABLIK kjarna trúarinnar ogf umbúðanna, sem bundnar eru við tíma og til- viljan; umbúðirnar skoðar hún í ljósi vísindanna, mannkynssög- unnar, heimspekinnar og fer með þær eftir meginreglum, sem al- ment eru viðurkendar í rannsókn- um veraldlegra vísinda. ,,Nýja guðfræðin hefir skipað hlutunum aftur á réttan stað; trúnni hefir hún skipað á svæði samvizkunnar, veraldlegri þekk- ingu á svæði skynseminnar. Með þessu móti hefir hún unnið mál- efni fagnaðarerindis Jesú Kristis hið þarfasta verk og létt af því dauðri byrði liðinna alda, sem að meira og minna leyti kom í veg fyrir alla framþróan. Annars veg- ar hefir hún fært burtu þröskuld á leiðinni til guðs og hins vegar hefir hún frelsað mannssálir, sem voru að missa andann í köfnunar- lofti gamla rétt-trúnaðarins. Á- vinningurinn í siðferðislegri ein- lægni er tjarska mikill og frásjón- armiði trúarinnar er mest um það vert. “ Það er því misskilningur meir en lítill, að ímynda sér,að hin nyja hugsanahreyfing í guðfræðinni sé í áttina frá Kristi. Hún er ein- mitt öll í áttina til Krists, fram hjá öllu hrófatildri mannanna. Af því hún leitast við að nálgast Krist betur en mönnunum hefir áður tekist og láta hann segja sér, hvað sé guðs orð og hvað ekki, hvað ómengað gull sáluhjálplegra sanninda og hvað mannlegur sori, sem lent hefir þar saman við, hlýt- ur hún að verða endurfæðingar- laug trúarinnar, — flóðalda nýs trúarlífs,—hægfara siðbótarhreyf- ing, — bylting í andlegum efnum, sem engu er minna um vert en þá bylting í hugsunarhætti og trúar- skoðunum, er s iðbótarhreyfing sextándu aldar hratt af stað. SYNDAFALLIÐ. Sögunni kveikti ást hans á Ut’ í nátt-myrkrinu, Svo af heitri þjóðar-þrá Þögul orðin skinu. Nú á von og löngun lands Leg'g'ur hann annan dóminn — Því er á seinni sögum hans Sortnaður allur Ijóminn. ■ Stephan G. Stephansson YNDISLEG TRÚVÖRN. AMEININGIN flytur langan lestur á sex blaðsíðum um afturgföngur ogf drauga út af ritgjörS minni um kenningar- frelsi, sem höfundurinn kallar ,,reiðilestur“. Eg ætla aö biðja menn að lesa þann greinarstúf jafnframt þessum afturgöngu-samsetningi og gætaað, hvor lesturinn muni vera meiri reiðilestur. Eins langt og eg man,hefir það verið svo, þegar síra Jóni hefir runnið í skap, að alt hefir breyzt fyrir augum hans í drauga og afturgöngur. ,,Má eg detta?“ loflegrar minningar, stóð líka að lesainn- an um annað guðs orð í Sam. Þórólfur bægifótur og Glámur eru hér ekki nefndir fyrsta sinni. Það eru gamlir förunautar s

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.