Breiðablik - 01.08.1908, Síða 6
3§
B R E I Ð A BL I K
ið samþykt, að gjöra mig rækan fyrir
einhverjar ákærur út í bláinn.
Þá var gripið til annars óyndisúrræðis.
Skuldinni var allri skelt áskólann. Hann
var engin persóna, heldur stofnan. Það
var sagt, að hann logaði allur í alls kon-
ar óskaplegum skoðunum. Og fyrir þann
vitnisburð var sambandinu slitið og kenn-
araembættið lagt niður.
Og þó er sannleikurinn sá, að langt
verður þangað til, að íslendingar eignast
jafn-hákristilega stofnan í göfugasta
skilningi og sá skóli er. Andinn, sem
þar ríkir, og samkomulagið milli nem-
enda og kennara fegursta fyrirmynd.
Jafnlangt frá því, að nokkuru, sem kall-
að er hœrri kritik, sé haldið þar að mönn-
um og því, að menn sé taldir á að verða
meþódistar. Þar eru presbytérar og fólk,
sem heyrir ensku kirkjunni til, og aldrei
hróflað við trúarskoðunum neins manns,
fremur en á þeim ríkisskóla, sem vara-
samastur er í þeim efnum, en hið almenna
í kristindóminum látið lýsa inn í hugskot
hinna ungu og verma hjörtu þeirra. Og
af þessum skóla skyldi anmingja Islend-
ingum vera svo mikill sálarháski búinn,
að ófært væri að halda sambandinu áfram
þess vegna. Engum kemur til hugar, aö
það sé alvara; það er ekkert annað en
yfirskyn.
Svo þaðáað hafa verið af vorkunnsemi
við mig, að eg var ekki blátt áfram rek-
inn. Heilaga einfeldni! Skyldi það ekki
sönnu nær, að vorkunnsemin hafi öll ver-
ið við síra Jón; menn sáu, að ofsóknar-
bletturinn yrði of augljós. Og vorkunn-
semi við kirkjufélagið, — að bendla nafn
þess við opinbera rangsleitni. Menn
fundu, að þetta var ranglátt — hróplegt
ranglæti, og að fyrir það tiltæki hefði
kirkjuþingið orðið að athlægi frammi fyr-
ir öllum heimi, það hefði mælzt enn þá
verr fyrir.
Afturgöng-ugreinin sýnir, hve mínum
garnla vini og elskulegum bróður svíður,
að hann í þessu ekki skyldi fá vilja sínum
framgengt. Hann var sár út af því í
Sam. í fyrra ettir kirkjuþing, hve vel hefði
verið með mig farið þá, og hann er sár
enn. Nú er næsta sporið að ta mig rek-
inn úr kjrkjufélaginu. Það á nú ef til
vill að verða síðasta afreksverkið. Þá er
hreintrúnaðinum fullnægt og sópað svo
rækilega fyrir dyrum, að hægt er að
ganga glaður til grafar.
Þá er minst á trúarofsann. Hann seg-
ir, að eg sé að koma mönnum til að trúa,
að hann “sé einhver sá argvítugasti trú-
arofsamaður,sem nú er uppi á bygðu bóli
veraldar, að minsta kosti sá versti þeirrar
tegundar, sem birzt hefir í sögu íslenzkr-
ar þjóðar“. Eg hefi aldrei talað neitt
slíkt og aldrei hugsað. Sá framburður
er helber heilaspuni, öfgar einar ogóvit—
langt fyrir ofan mark;margir hafa slæmir
verið. En í þessari sjálfslýsingu felast
þá ofurlítil sannindi, þó eg hafi aldrei
tekið þau fram, sumpart af óbeit á slikum
lýsingum, sumpart af því að óþarfi er að
taka fram það, sem öllum er augljóst,
sumpart af meðfæddum klaufaskap; eg
hefði aldrei fundið svona hnittileg orð.
En láti hver sem vill hugatin hvarfla frá
Horni á Melrakkasléttu og alla leið vest-
ur á Kyrrahafsströnd, til að vita, hvort
hann finni nokkurn íslending annan á
fyrsta tíu ára bili tuttugustu aldar, er
þessi lýsing eigi betur við um,og segi til,
hvar hann nemur staðar.
Nei, eg hefi alls ekki lifað eftir lögmál-
inu: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn;
það er ekki satt og það skal reynt að forð-
ast. Þó síra Jón fari með öfgar um mig,
skal eg varast að fara með öfgar um
hann og aldrei viljandi. Ummæli mín
vildi eg hafa sem næst því, að sanngjarnir
menn og óvilhallir gæti sagt: Hann
hefir æðimikið til síns máls ; það er ekki
gott að bera á móti þessu.
Eg hefi á það bent,að trúvörn hans og
kirkjuleg stefna væri nokkuð ofsafengin.
Eg kannast við það. Eg hefi álitið það
blátt áfram skyldu mína. Sú trúvarnarað-
ferð, sem hann hefir mest yndi af að nota,