Breiðablik - 01.08.1908, Side 13

Breiðablik - 01.08.1908, Side 13
BREIÐABLIK 45 aö setja upp vantrúarsvip. ,,Þarna fyrir innan er eigi dimt og kait eins og hér“, sagöi drottinn, “ en þar er sumargróöur, og sól og stjörnur lýsa þar mikilli birtu.“ En þessu haföi sankti Pétur eigi getaö fengið sig til að trúa. Þá tók drottinn þenna litla fugl, sem hann hafði fundið á hjarninu, reigði sig aftur á bak og varp honum yfir múrvegg- inn, svo hann féll niður í Paradís. Um leið heyrði sankti Pétur fagran, dillandi fuglaklið. Hann kannaðist við söng dompápans og furðaði sig mjög. Þá sneri hann sér til drottins og sagði: ,,Látum okkur afturganganiður á jörðina og þola alt, sem þar þarf að þola, því nú sé eg, að þú hefir sagt satt, aðtil erstað- ur, þar sem lífið vinnur bug á dauðanum“. Og þeir höfðu aftur gengið niður fjallið og haflð göngu sína um jörðina af nýju. Frá þeim tíma hafði sankti Pétur í mörg ár ekki orðið Paradísar var, en gengið með þrá til landsins fyrir handan múr- vegginn. Nú var hann loks kominn þangað og þurfti ekki framar að láta sig langa, en fekk nú ausið liðlangan daginn af uppsprettum fagnaðarins. En eigi hafði sankti Pétur veriö lengur en tveggja vikna tíma í Paradís áður svo bar við, að engill gekk fyrir hásæti drott- ins, hneigði sig sjö sinnum og sagði hon- um síðan, að einhver mikil óhamingja hlyti að hafa komið fyrir sankti Pétur. Hann vildi hvorki eta né drekka og augna- hvarmar hans væri rauðir, eins og hefði hann eigi sofið í margar nætur. Um leið og drottinn fekk þessi tíðindi, stóð hann upp úr hásæti sínu og fór að leita sankti Pétur uppi. Hann fann hann í mikilli fjarlægð í út- hverfi einu í Paradís. Þar lá hann á jörð- unni eins væri hann of þreyttur til að standa, og hann hafði rifið sundur klæði sín og ausið ösku yfir höfuð sér. Þegar drottinn sá hrygð hans, settist hann á jörðina við hlið hans og talaði við hann eins og hann var vanur, þegar þeir ráfuðu um í útlegð á jörðu. ,,Ut af hverju ert þú svo hryggur sankti Pétur?“ spurði drottinn. En svo var sankti Pétur yfirkominn af harmi, að hann fekk ekki komið upp einu orði. ,,Hvað veldur hrygð þinni, sankti Pét- ur?“ Þegar drottinn endurtók spurning sína, reif sankti Pétur gullkórónu sína af höfði og varp henni að fótum drottins, eins og vildi hann segja, að hann hvorki vildi eiga hlutdeild í dýrð hans né þátt nokkurn. En drottinn skildi vel, að það var ein- ungis vegna þess, hve sankti Pétur var frá sér af harmi, — hann vissi ekki hvað hann gjörði, svo hann varð honum ekkert reiður. ,,Þú verður endilega að segja mér, hvað að þér gengur“, sagði drottinn eins hógvær og áður með enn ástúðlegrí röddu. En þá stökk sankti Pétur á fætur, og drottinn sá nú, að hann var eigi að eins hryggur, heldur líka reiður. Hann gekk til drottins vors með krepta hnefa og eldur brann honum í augum. ,,Eg vil fá orlof úr þjónustu þinni“, sagði sankti Pétur. ,,Eg verð eigi ein- um degi lengur í Paradís. “ Drottinn reyndi að stilla hann til friðar eins og hann hafði orðið að gjöra svo oft áður, þegar sankti Pétur rauk upp í bræði ,,Víst skalt þú fá fararleyfi“, sagði hann, ,,en fyrst verður þú að tjá mér óánægjuefni þitt. ,,Eg verð að segja það, að eg átti von á betri launum, þegar eg leið með þér alls konar eymd og neyð á jörðu“, sagði sankti Pétur. Drottinn sá, að hjarta Péturs var fult beiskju og reiddist því alls ekki orðum hans. ,,Eg hefi sagt, að þú hafir fult leyfi til að fara, hvert sem þér þóknast“, sagði hann, ,,ef þú að eins vilt láta mig vita, út af hverju þú ert svo hryggur. “

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.