Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 4
BREIÐABLIK 116 lagði út í orustu fyrir frelsi svert- ing-ja. Suðurríkjamenn vitauðu í bölv- an Kanaans, sem gerði hann að æfinlegum þræli bræðra sinna (iMc)27)og í bréfið til Filemonsog lýsti yfir því, að þrældómur væri eftir skýlausum orðum ritningar guðleg stofnan og að það væri óguðleg vantrú, að skoði þræla- hald glæp eða siðferðisbrot. Ekkert af öllum þessum mis- skilningi er ritningunni að kenna. Hún er vissulega saklaus. En það er heimsku mannanna að kenna, henni og engu öðru. Og það er kenningin um óskeik- ula bók, sem öllum þessum harm- kvælum hefir valdið. Hana hafa mennirnir smíðað sjálfir og spunn- ið úr heila sér. Hún finst hvergi í ritningunni. Eigi kemur heldur kristninni saman um, hvaða bækur eða rit eigi þar heima. Á fyrstu öld höfðu söfnuðirnir, sem kristni hötðu tekið, gamla testamentið eitt að biblíu. Á annarri og þriðju öld var nýja testamentið óákveðið safn kristilegra rita. Á fimtu öld urðu jafnvel apó- kryfisku bækurnar, einkum eftir kirkjuþing í Trident, einn hluti biblíunnar í kirkju Vesturlanda. Fnrnkirkja G/ðinga áleit g imla testamentið ónóg, nema það hefði hinar mnnnlegu erfikenningar við að styðjast. Gyðingakirkja nýrri tíma styðst við gamla testamentið í sambandi við hina munnlegu erfikenningu (Tóra sebeal), sem nú hefir verið færð í letur og nefnist T a 1 m u d. Ýmsar bækur garnla og nýja testamentisins eru enn álitnarvafa- samar af fróðustu mönnum kirk- junnar. Grísk-kaþólska kirkjan byggir eigi á hebreska textanum, heldur á grískri þýðingu. Rómversk-þaþólsk kirkja bygg- ir alt á latneskri þýðingu— Vul- gata, eftir Hieronymus og telur apokrýfisku ba'kurnar jafngildar. Flestar mótmælenda kirkjurnar byggja á hebreska og gríska frum- textanum, en hafna apokrýfisku bókunum. Eigi kemur kirkjudeildunum heldur saman nm neina algilda biblíuskýring. í rómversk-kaþólskri kirkju verður öll biblíuskýring að vera í samræmi við kirkjufeðurna yfir- leitt. Hún vitnar í sameiginleg- an vitnisburð feðranna (unanimis consensus patrum), sem er ekki til, og óritaðar erfikenningar, sem ' margar eru prestadiktur. Mótmælenda kirkjurnar áskilja sér, að dómgreind einstakling- anna fái að ráða,án þess að beygja sig fyrir nokkuru ytra valdi. Grísk-kaþólska kirkjan fylgir fram þeirri fremur óákveðnu reglu, að öll biblíuskýring verði að lúta valdboði hennar. Werenfels ritaði orð, er aldrei gleymast, þegar óskeikulleiki bibl-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.