Breiðablik - 01.01.1910, Qupperneq 7

Breiðablik - 01.01.1910, Qupperneq 7
BREIÐABLIK 119 Ekkert hefir þeirri stjórn, sem nú situr aö völdum, g'eng’iö annaö til rannsóknar og eftirlits í bankamálinu en þetta. Hugsanlegt er, að hún hafi ótiast um skör fram. Hún hefir þá samt sem áöur brotiö ísinn með rannsókn og eftiriit. Áður langir tímar líða skilst líklega, ftestum.aö það hafi verið hið mesta þarfa verk og nauðsynja, er unt var að vinna þjóð vorri að svo stöddu og getur eigi annaö en leitt gott af sér, er frá líður. Að nokkur stjórn geri slíkt að eins í hefndarskyni og að ástaðulausu, viiðist fremur óviturleg sakargift og ætluð að eins grunnúðugum mönnum og fljót- faernum. Enginn með öllum mjalla sýn- ir sjálfum sér banatilræði, einmitt þegar lífslöngunin er sem rnest. En svo mikla hættu getur góður maður séð framund- an, aö vilja heldur vísvitandi stofna lífi sínu í háska, en að lifa lengi og láta hana veröa alþjóðar-hörmung. En það eru aö eins sjaldgæfir afburða- menn að þreki og mannkostum, er þann sjó sigla. Allir góðir íslendingar vona, að alt þetta verði þjóð vorri til hamingju. Að rannsókn og eftirlit verði stjórninni, ertil stofnaði, til sóma, er öllum verður Ijóst, að henni hefir gengið að eins gott eitt til. Að vegur þeirra, er við bankann voru riðnir, fremur vaxi en minki, er það verður augljóst, hve ráðvandlega verkið var unnið, þó í einhverju væri áfátt. Að ný tímamót renni í viðskiftalífi lands- ins og bankans, til þjóðþrifa, velmegun- ar og viðreisnar. Og að þjóð vorri skiljast, aö sá stjórn- ar bezt, sem bezt kann að búa fyrir land- iö. Eftirlitsleysi verður fyrr eða síðar góðum búskap fótakefli. Nákvæmt eftir- lit ávalt undirstaða hans og meginregla. JÓNASAR-BÓK. AÐ er alkunna, að Jónasar-bók er talin með ritum hinna smærri spámanna gamla testamentis- ins. En sú bók er ólík öðrum spámannaritum, þar sem þar er enginn spádómur, heldur frásaga ein. Sú frásaga er með svo furöulegum hætti, að menn hafa undrast meira yfir þessarri stuttu bók, eytt fleiri orðum um hana og látið fleiri efasemdir rísa sér í huga út al henni um gildi ritningarinnar yfirleitt, en flestu öðru. Það er því nauniast um skör fram, að vér leitumst viö að skoða lrana í nýju og sannara Ijósi. í raun réttri er Jónasar-bók eitt allra- fegursta og andríkasta rit gamla sátt- málans. Guðfraðin í heiminum á undan komu frelsarans á þar ef til vill sinn göf- ugasta fjallstind. Kærleikur forsjónar- innarer þar látinn ná til allra manna og kemur sú hugsan hvergi jafn-glögt í ljós í neinu riti fyrir Krists buið. Jahve, guö Gyðinga, er þar guð heiðingjanna líka. Ássyríumenn voru eitt grimm- asta og rángjarnasta stórveldi, setrt sög- ur fara af. En drottinn ber þá einnig fyrir brjósti. Heiðingjaborgina miklu lætur hann sér um hugað um að kalla til iðrunar og afturhvarfs. En um leið er ádeila í bókinni, hötö og átakanleg, til Gyðinga, er vanræki þá helgu skyldu að breiða þekkingu á sönn- um guði út til heiðingjanna. Þröngsýni lýösins er sýnd af meistara-hönd, þegar spámaðurinn fær eigi á heilum sér tekið af harmi út af því, aö guð skuli hafasýnt heiðingjum miskunn og líkn. Ef til vill kemst g. t. hvergi Kristi jafn-nærri og einmitt hér, þar sem manngreinarálit drottins er látið öldttngis hverfa og kær- leikur nær til allra jafnt. Auk þess er margt í riti þessu, ersetur þaö ofarlega á bekk bókmentanna. Mynd af mannlífi og tilfinningum eins og

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.