Breiðablik - 01.03.1911, Side 4

Breiðablik - 01.03.1911, Side 4
148 BREIÐABLIK En það fór á annan veg-. Með nýjum dugnaði og eldmóði tók hann nú að rannsaka þekking'ar- grundvöllinn, til þess að fá þar betri fótfestu en áður hafði tekist, með sálarfræðilegum rannsóknum. Árangurinn birti hann í merki- legri, en lítilli bók, er hann nefnir P ragmatism (1907), þar sem byltingin kemur fram í algleym- ingi. Tvær síðustu bækur hans: A Pluralistic Universe (1908) og The Meaning of T r u t h (1909) eru að skoða sem áframhald. Bækur sínar skoðaði hann allar barátturit. Allar bera þær vott um baráttuna í eigin sálu hans í leitinni eftir sannleikanum. Hann hafði lengi kent hjartabilunar og leitaði síðast til heilsulaugar einn- ar á Þýzkalandi (Nauheim), þar sem margir hjartveikir menn leita sér heilsubótar, ,,Núerstorma og stórviðra-tími lífs míns geng- inn um garð”, sagði hann þá við vin sinn, 68 ára gamall. Enn langaði hann til að geta ritað: Forspjall heimspekinnar, og gefa þar ljóst og greinilegt yfirlit yfir feril hugsana sinna. Síðasta ritgerð eftir hann birtist í Hibbertjournal. Þar talar hann um, hve mannsandanum sé öldungis um megn, að grafa fyrir síðustu rök þekkingarinnar. ,,Það eru engin síðustu rök;þettaer síð- asta orð mitt. Verið sælir!” Það urðu líka kveðju-orð til heimsins. Síðar mun leitast við að gera dálitla grein fyrir heimsskoðan þessa afar-merka manns, eins mesta brautryðjanda í heimi hugs- ananna, er uppi hefir verið í seinni tíð. Fráfall hans var ef til vill allra sárasti atburður síðastliðins árs. SKÁLDSPEKINGURINN TOLSTOI. II. Margt geröi Tolstoi, rússnesku þjóö- lífi til viöreisnar. Hann kom bændaskól- um á stofn meö nýju og frumlegu fyrir- komulagi. Hann kom á samtökum meö útgfát'u nýrra og velsamdra alþýöurita. Hann hratt af staö líknarstarfsemi, til aö- stoðar hálf-hungurmorða bændalýö á Mið- Rússlandi. Hann afsalaöi sér rithöfunds- launum og tilkalli til eignarréttar í bókum sínum. Hann afsalaöi sér öllum eignum, landi og lausafé, til konu sinnar og sonar. Á meöan á síðustu bænda- óeirðinni stóð, bauð hann bændunum aö koma og taka alt, laust og fast, á landar- eign hans. En enginn gegndi. Hann liföi þar bændalífi, eins og hann frekast mátti, lét gera sér bóndakofa, lifði við einfalt viöurværi eins og tíðkast með bændum, var klæddur eins og bóndi. í grófii peysu, breitt leöurbelti um mitti, loöhúfu, langt skegg óskorið, víðum bróknm, er gyrðar voru niður í kýrleöur- stível. Búgarðurinn er viðhafnarlaus, íbúðar- húsið langt og tvílyft með breiðum svöl- um að framan og til beggja hliða. Öllum dýrum húsbúnaði hefir verið fargaö, en einungis hinu allra-nauðsynlegasta hald- ið, til þess fjölskyldan hefði vanaleg þæg- indi. Sjálfum sér neitaði hann um nokk- ur þægindi og bjó í berum kofa, og var þar inn að koma eins og í fangelsisklefa; stóð kofinn einn sér. Þar geymdi hann

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.