Breiðablik - 01.03.1911, Side 10

Breiðablik - 01.03.1911, Side 10
J54 BREIÐABLIK Panem et circenses—braub og sjónleika!' Eftir SELMA LAGERLÖF. Á Sikiley. í Diamante eru ferðamönnum sýndar tvær haliir, sem eru í þann veginn aö veröa að rústum, án þess nokkuru sinni að hafa veriö fullgeröar. Á þeim eru stór gluggagöt, en engar gluggakistur í, háir múrveggir, en þaklausir, stór hlið, lokuð með borðum og hálmi. Þessar tvær hallir liggja hver gegnt annarri, sín hvoru megin strætisins, báðar jafn-ófull- gerðar og af sér gengnar. Engir smíða- pallar eru kring um þær, og enginn fær komist inn. Helzt lítur út fyrir, að þær sé reistar handa dúfunum einum. Spyrji ferðamenn, hvernig á þeim standi, segir leiðsagi þeim sögu þessa: Hvað er konan, ó signore? Fótur henn- ar er svo lítill, að hún fer um heiminn, án þess að skilja nokkurt spor eftir. Karlmanninum er hún eins og skugginn hans. Hún hefir fylgt honum alla æfi, án þess hann hafi orðið hennar var. Af konu verður eigi til mikils ætlast, hún verður líka að sitja innan dyra lið- langan daginn eins og fangi. Hún get- ur ekki einu sinni komist upp á að staf- setja ástarbréf þolanlega. Hún fram- leiðir ekki neitt, sem varanlegt getur orð- ið. Á legstein hennar er ekki neitt að sstja, er hún deyr. Allar konur eru jafn- háar. En eitt sinn kom kona til Diamante, er stóð öðrum eins mikið ofar og hundr- að ára pálmaviður grasflöt. Peninga átti hún þúsundum saman og gat ausið þeim út eða haldið í þá eftir geðþótta. Hún gekk eigi úr leið fyrir nokkurutn. Hún var ekki hrædd við að verða fyrir fyrir hatri. Hún var stæsta býsn, sem menn höfðu komið auga á. Vitaskuld var hún eigi Sikileyjar-kona, heldur frá Englandi. Og hið fyrsta, sem hún gerði, er hún kom, var að leigja alt fyrsta loft í gistihöllinni handa sér einni. Hvað munað' hana um það? Oll Dia mante hefði eigi verið henni nóg. Nei, öll Diamante var henni eigi nóg. En um leið og hún kom, tók hún að drotna yfir bænum eins og drotning. Sindakó-inn varð að hlýða henni. Var það eigi hún, sem neyddi hann til að setja steinbekkinn á torgið? Var það eigi samkvæmt fyrirskipunum hennar, að stræti bæjarins voru sópuð hvern dag? Er hún vaknaði á morgnana, stóðu allir ungir menn í Diamante úti fyrir d)'r- um hennar og biðu þess að fá að fylgja henni í eina eða aðra skemtiför. Þeir höfðu yfirgefið skóara-stól og steingref, til að gerast leiðsagar hennar. Þeir hötðu selt silkikjóla mæðra sinna til að kaupa kvensöðul á asnarin sinn, svo hún gæti rið- ið til kastalans, eða Tre C'as/agni. Þeir höfðu lagt hús og heimili í sölur, til að kaupa hest og vagn og fá að aka henni til Randazzo og Nicolosi. Við vorum allir þrælar hennar, ó sign- ore. Börnin fóru að biðja ölmusu á ensku, og gömlu, blindu kerlingarnar við gisti- hallarhliðið, Donna Pepa og Donna Tura, hengdu á sig mjallahvítt lín, henni til á- nægju. Alt snerist um hana, handverk og alls- konar sýsla reis upp kring um hana. Þeir, er eigi fengu annað aðhafst, grófu í jörð eftir gömlum peningum, og leirkerum, til að bjóða henni. Kurjelasalar og skel- bökumangarar spruttu upp úr jörðu kring uin hana. Klerkarnir í San Agnese létu i) Brauð og- sjónleika! hrópaði rómverskur al- múgi í fyrndinni og heimtaði þetta hvort_ tveggja af höfðingjvnum.

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.