Breiðablik - 01.03.1911, Síða 11
BREIÐABLIK
155
hennar vegna grafa upp gfamla Dionysoá-
leikhúsiö, sem falið var á bak við kirk-
juna þeirra, og það var eigú nokkur sála,
sem átti fornfálegan sumarbústaö, og fór
eigi að grafa upp úr kjallara-myrkrinu
leifar af steintiglagólfum og bjóða henni
að koma og sjá, með miklum fagurgala.
Ókunnugt fólk hafði veriö í Diamante
áður, en enginn tekið sér önnur eins völd.
Nú var bráðum eigi sá maður til í bænum,
er eigi varp allri áhyggju sinni upp á þessa
ensku signorina. Henni hepnaðist jafn-
vel að koma ofur litlu fjöri í Ugo Favara.
Þér skiljið! Ugo Favara, lögmaðurinn,
sem átti að hafa verið höfðingi; en heim-
urinn átti að hafa verið baldinn, og
hann kom heim, blásnauður maður. Hún
notaði hann í umsýslu-erindum. Hún
þurfti hans við og réð hann til sín.
Aldrei hefir kona verið í Diamante, er
rekið hefir aðra eins umsýslu og hún. Hún
breiddi sig út eins og sóp-jurt á vori. í
dag verður enginti hennar var, og á morg-
un er hún orðin hávaxinn runnur. Brátt
vissu menn eigi, hvar tylla mátti tá í Dia-
mante, án þess að stíga á landareign
hennar. Hún kevpti búgarða úti á lands-
bygð, og hús í bænum. Hún keypti
möndluskóga og hraunbreiður. Utsýni-
blettirnir á Etna heyrðu henni til og fenin
á sléttunum líka. Og í bænum tók hún að
reisa tvær stórar hallir. í þeim ætlaði
hún sér að búa og drotna yfir kongsríki
sínu.
Slíka konu getur aldrei oftar að sjá.
Það var eigi nóg með alt þetta, hún ætl-
aði sér líka að segja örbirgðinni stríð á
hendur, — ó signore, Sikileyjar-örbirgð-
inni sjálfri. Hvað hún jós út á hverjum
degi og hvað hún bruðlaði á hátíðum!
Flutningsvagnar, dregnjraf tveimur sam-
oksuxum, fóru ofan til Cataníu og komu
aftur hlaðnir klæðnaði og gjöfum. Hún
hafði sett sér fyrir að láta alla ganga í
órifnum fötum í þeim bæ, þar sem hún var
drotning.
En nú skuluð þér heyra, h vernig fór fyr-
ir henni, hvernig endalyktin varð á bar-
áttunni gegn örbirgðinni, — og konungs-
ríkinu og hallargerðinni.
Hún bauð öllum fátæklingum í Dia-
mante til gildis ogeftir gildið til sjónleiks
í leikhúsinu gríska. Það var líkast gömlu
keisurunum. En hver hefirnokkuru sinni
heyrt, að kona léti sér annað eins til hug-
ar koma?
Hún bauð öllum fátækum. Tveir blind-
ir komu úr garðshliði gistihallarinnar og
Asunta gamla frá dómkirkju-tröppunum.
Þar var maðurinn frá pósthúsgarðinum,
sem gekk með rauðan klút um hökuna,
af því hann hafði krabbamein í andliti,
og þarna var fábjáninn, sem opnar járn-
hliðið í gríska leikhúsinu. Allir asnrek-
arnir voru þarna og bræðurnir tveir, er
sprengt höfðu tundurkúlu í æsku og mist
hendurnar, og þar var örkumlamaðurinn
með tréfótinn og stólasmiðurinn gamli,
sem orðinn var of örvasa til að geta hafst
nokkuð að.
Það var svipleg sjón að sjá þá skríða fram
úr fvlgsnum sínum, alla fátæklingana í
Diamante. Gamlar konur, er sitja í dimm-
um öngstrætum og spinna á snældu, voru
þar, og líruleikarinn, sem á hljóðfæri engu
minna en organ, og farand-inandólinleik-
arinn frá Neapel, senr fullur var alls kon-
ar fiáræðis. Allir augnveikir og þeir,
er eigi áttu skýli yfir höfuð, þeir, er vanir
voru að tína súrur á skurðabörmum til
miðdegisverðar, steinsmiðurinn, er vann
fyrir einni líru (72 aurum) á dag og átti
sex börn fyrir að sjá, ölium hafði verið
boðið og allir voru komnir til gildis.
Það var örbirgðin, sem fylkti liði gegn
þessarri ensku signorinu. Hver áannan
eins her og örbirgðin? En í þetta eina
skifti fekk þessi enska signorina unnið
bug á honum.
Hún hafði líka ýmislegt til hernaðar og
sigurs. Hún hafði alt torgið, troðfult
dúkuðum borðum. Hún hafði vínámur,
sem lágu ofan eftir allri steinstéttinni, \ ið
hlið dómkirkjunnar. Nunnuklaustrinu