Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 16
i6o
BREIÐABLÍK
Annað sinn fór hann, ásamt öðrum mönnum,
yfir fjörðinn, á bát.
Þegar komið var rétt að landi, hinu megin,
var þar móður fyrir, svo að báturinn staðnæmdist.
Björn stendur þá upp og spyr formanninn:
,,Má eg fara út úr bátnum og stíga hérna á?“
,,Velkomið, Björn minn!“ svaiaði hinn. Hann
lét ekki segja sér það tvisvar,og steig út úr bátn-
um, en'fór hálfur í kaf. Var honum þá kipt inn-
byrðis.
Ekki varð honum þá neitt að orði. En þegar
á land kom, hevrði sá, sem gekk næstur í hum-
áttinni á eftir Birni, að hann var alt af að tauta í
hálfum hljóðum:
,,Velkomið“! — sagði hann — ,,Björn minn!“
Einhver einkennilegasta skrítlan, og sú lang-
ósennilegasta, sem egminnist að hafa heyrt um
Bjöi n Gunnlaugsson, er sú sögn, að þegar hann
var ný-trúlofaður, þá átti hann einu sinni að hafa
gengið lengi um gólf í djúpum þönkum inni hjá
unnustu sinni, unz hann víkur sér alt í einu að
henni og segir: ,,Hvað heitirðu nú aftur, góða
mín?“
En ekki greinir sagan, hvernig konu-efni hans
hafi orðið við spurningu þessa. Líklega hefir
hún þekt „spekinginn með barns hjartað“.
L. Th.
SMÁVEGIS.
Nýtt Islands-kort.
Bókaverzlan Gyldendals í Chicago (Knud
Lassen, Gen. Agt. 2620 W. North Ave) hefir
sent Breiðablikum nytt Islands-kort til umgetn-
ingar. Pað er 30 þuml. breitt og 23 þuml. á
lengd og því miklu stærra og greinilegra en hið
litla íslands-kort eftir Morten Hansen, sem morg-
um er kunnugt. Daniel Bruun, kapteinn, hefir
unnið aðal-verkið, en Guide F. Hansen dregið.
Pað er sérlega vandað og greinilegt, ágætar lit-
breytingar, örneíni skír og glögg og gott að
átta sig á öllu. Teljuin vér það góðan feng, og
þeir, er þar hafa starfað, hafa gert þjóð vorri
mikinn greiða. Þetta nýja kort ætti sem flestir
Vestur-íslendingar að eignast. Það er ómiss-
andi þeim, er stöðugt eru að lesa íslenzkar bæk-
ur og blöð. Og allir foreldrar ætti að hafa unað
af að segja börnum sínum sem mest um Island.
En þó er ekkert á við landabréfið, er sýnir firði
og annes, fljót og vatnsföll, fjöll og jökulbreiður.
Ritsíma og talsíma-línur eru sýndar, svo sjá má
nákvæmlega, hvar þau menningarmerki liggja
um landið. Einnig eru allar ritsíma og talsíma-
stöðvar sýndar. Brýr, er lagðar hafa verið,
sömuleiðis sýndar. Hugmynd geta Vestur-Is-
lendingar líka fengið um hvar þeir skuli setja
niður tjöld sín, er þeir fara að ferðast um landið,
því sérstök merki tákna tjaldstaði meðfram veg-
um. Kortið kostar 85 cts. og er þeim peningum
vel varið.
Svar til kirkjufélagsins.
Að svo miklu leyti, sem kunnugt er, hefir svar-
ið, er samþvkt var á fundinum í Winnipeg í febr.,
upp á inngöngu-áskoran síðasta kirkjuþings,
mælst mjög vel fyrir hjá hlutaðeigandi söfnuðum.
Sumir þeirra, er ekki gátu sent erindreka áfund-
inn, hafa sent álit sitt, er þeir ætluðust til að
kæmi fram á fundinum, en kom of seint. Foam
Lake-söfnuður ritar:
,,Þar eð Foam Lake-söfnuður hefir ekki tæki-
færi til að senda fulltrúa á fundinn, sem halda á
16. þ. m. í Tjaldbúðarkirkju, þá leggur þessi
söfnuður það til, að æskilegast væri að sam-
komulag gæti komist á við kirkjufélagið svo
framarlega að minni hlutinn þurfi ekki að láta af
sanngjörnum kröfum sínum. “
Hve nær sem kirkjufélagið sýnir söfnuðunum
sanngirni og gefur skoðunum þeirra rétt á sér
innan þess vébanda, munu, ef til vill,fléstir þessir
úrgengnu söfnuðir fara að hugsa sig um, en fyrr
ekki. Um inngöngu í kirkjufélagið getur eigi
verið að tala, fyrr en samþykt verður, að mein-
ingu til að minsta kosti, það sem felt var og varð
að skilnaði. Hve nær sem kirkjufélagið gerir
hreint fyrir sínum dyrum og kannast við, að
skoðunum þeim, er orðið hafa að ágreiningi,
megi men’n Ijá fylgi og flutning og vera samt
sem áður góðir og gildir kirkjufélagsmenn — í
fullu trausti þess, að sannleikurinn verði ofan á
að síðustu, muti því hepnast að lækna það sár,
er það sló sjálfu sér, með stífni sinni, tortrygg-
ingum og ofbeldisanda. Fyrr verður það ekki,
og þangað til má við því búast, að andi þeirra,
sem þó annars vilja því vel, verði fremur kaldur
í garð þess. Því menn láta sigekki kúga—allra
sízt í trúarefnum.
BREIDABLIK
Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning.
Fridrik J. Bergmann
ritstjóri.
Heimili: 259 Spence St., Winnipeg, Canada.
Telephone Sherbrooke 1161.
Utgefendur:
Breidablik Pubushing Co. ,
Ólafur S. Thorgeirsson
ráðsmaður.
P. O. Box 2706 - Winnipeg, Canada.
Prentsmiðja Olafs S .Thorgeirssonar
678 Sherbrooke Str., Winnipeg.