Breiðablik - 01.11.1913, Síða 2

Breiðablik - 01.11.1913, Síða 2
82 BREIÐABLIK legur nienningar-spillir, góSum siSum til glötunar, — viSskiftalífi og velferS þjóSar eitur og ósómi. Af því eitri og ósóma eigum vér nóg. Viðskiftalíf þjóSar vorrar er sjúkt,--- fársjúkt. Hvernig má á því verSa nokkur bót ? Einungis á þann hátt, aS hafin sé fyrirtæki, þar sem ráSvendnin er aSal- einkenniS, þar sem hagur og blómgan fyrirtækisins er látiS sitja í fyrirrúmi, þar sem starfræksla er látin vera meS sparnaSi eins miklum og hagsýni og beztu einstaklings-fyrirtæki, þar sem gróSagirnd einstaklinganna fær ekki aS gera sér hreiSur, þar sem hver starfsmaður vinnur meS trúmensku fyrir hverjum eyri, sem hann fær í kaup, og öllum viSskiftamönnum gert jafn-hátt undir höfSi, aS svo miklu leyti sem auSiS er. Vestur-lslendingum er aní um, aS hiS fyrirhugaSa Eimskipafélag verSi til fyrirmyndar í þessum skilningi. MeS fagnaSi léti þeir féð af hendi rakna, ef þeir vissi, aS sá væri tilgang- urinn. MeS því ætti nýtt tímabil aS hef jast í sögu viSskiftalífsins meS þjóS vorri. Vestur-íslendingum er ant um, aö þetta alþjóoar-fyrirlœki veröi hafiö og haldiö fram eftir enskum fyrir- myndum en ekki dönskum. AS þvi er fésýslu snertir, er sjálfsagt meira af þeim aS læra en nokkurum þjóðum öSr- um. Englendingar næstu nágrannar íslands, og eftir vorum skilningi alt undir því komiS fyrir þjcS vora, af þeim aS læra í sem allra flestum efn- um, veita f ó3i enskra hugmynda, enskrar menningar, enckra lífsskoðana inn yfir landiS. Vestur-fslendingum er ant um, aS ísland eignist lánstraust á Englandi, hjá einni hinni mestu peningaþjóS heims. Eins og stendur er lánstraust- iS ekkert nema hjá Dönum. Og láns- traust þeirra er bygt á valdafýkninni einni. Þeir vilja vefja þjóS vora skuldafjötrum svo miklum, aS hún fái ekki hreyft legg né liS um aldur og æfi. Þeir vita, að þaS er slungnasta ráSiS til aS koma íslenzku sjálfstæSi fyrir kattarnef, svo þaS eigi aldrei framar viSreisnarvon. Þess vegna er þjóS vorri lífsskilyrSi að losast úr þeim danska glötunar-lœöingi. Lánstraust enskra fésýslumanna get- ur þjóS vor aó eins eignast með því að temja sér ströngustu ráövendni í meö- ferö fjár og allri umsýslu. Og um leiS stranga starfrœkslu-aSferS, þar sem öllum er gert jafn-hátt undir höfSi, þar sem engum er ívilnaö frem- ur öSrum, en sama lögmál látiS ganga yfir alt og alla. Látum þjóS vora fara aS leggja aS minsta kosti eins mikla rækt viS enska tungu og enskar bókmentir, og hún hefir hingaS til lagt viS danska tungu og danskar bækur. Látum hana sigla með eimskipunum nýju inn í enskt við- skiftalíf, enska menningu, enskan hug- sjónaheim. Látum sama menningar- braginn, sömu ágætu reglusemi í hver- jum hlut, sama stranga agann verSa opinberan í öllu, stóru og smáu, á eim- skipunum íslenzku og á eimskipunum ensku. Látum skyldurækni, dugnaS og framkvæmda-fjör vera einkennin, sem merkja þetta velferSar-fyrirtæki þjóSar vorrar. Af þjóðrækni hefir fátækt fólk látiS tiltölulega mikiS fé af hendi rakna til þessa fyrirtækis. Af þjóðræknis-hvöt- um einum og engu öSru. ÞjóSlíf vort

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.