Frækorn - 30.06.1903, Side 3
FRÆKORN.
83
Perlur.
—'0—
»Ei vitkast sá, sem vergur aldrei hryggur,
hvert vizkubarn á sorgarbrjóstum liggurc.
Stgr. Th.
Maður! hver sem þú ert, hvort sem
þú trúir því, að guð sé til eða ekki, þá
blýturðu að sjá, að heiminum er vel
fyrir komið, þar sem annars mennirnir
ekki hafa komist að og umhvert allri eðli-
legri niðurröðun. Nei, heiminum er
hteint ekki illa fyrirkomið. En þú, sem
ekki trúir því, að guð sé til, faðir heims-
íns og alls skipulags í heiminum, — þú
skilur lítið í niðurröðun skapaðra hluta,
eða því, sem við ber í heiminum, og þú
segir í fávizku þinni, að það sé ómögu-
legt, að sá heimur sé guðs verk, sem
svona sé fullur af þjáningum og sorgum,
grimmd og dauða. En það segi eg þér
satt, væri engin þjáning til, engar sorg-
ir, tár, sjúkdómar eða dauði, þá veit eg
það víst, að þessi heimur væri sannur
kvalastaður, og það gæti litiö svo út,
að enginn guð væri til. Því það, sem
ef bezt og bjartast í heimi, það, sem
fegurst Ijómar af guðdómlegri birtu og
eilífri von — hvað er það í rauninni
annað en þetta, sem við erum vanir að
kalla »skuggahliðar mannlegs Iífs«.
Geturðu borið á móti því?
»Ei vitkast sá, sem verður aldrei hrygg-
ur«, —■ hefur skáldið ekki réttaðmæla?
Er ekki til æfintýri af konungi og
drottningu eitthvað á þessa leið: Þau
eignuðust son einan barna. Þaú settust
hjá vöggu hans og báðu allar heilladísir
að veita barninu sínu hamingju, að láta
aldrei nokkurn skugga bregða á æfileið
sveinsins og Ieiða hann alla æfi. í sama
bili kom forkunnarfögur vættur svífandi
til þeirra og staðnæmdist frammi fyrir
þeim. Hún spurði, hvers þau beiddust
handa sveininum, en þau báru upp fyrir
henni sömu óskirnar. Þá varð hin góði
vættur þung á svipinn og mælti:
> Vitið þér þá virkilega, hvers þér beið-
ist? Aldrei hefur drottinn himins og
jarðar látið aðra eins bölvun koma yfir
nokkurn mann, eins og það, sem þér
beiðist sveininum til handa, því eí ósk
yðar rætist, þá mundi það útiloka svein-
inn frá öllu samfélagi við guð um alla
eilífð«.
En konungur og drottning skildu ekki
þessi ummæli vætturinnar og létu, sem
þau heyrðu þau ekki. Og þegar vætt-
urin gat ekki snúið þeim frá þessu ráði,
eftir margítrekaðar tilraunir, þá varð
henni loks að orði:
»Eg er send til að veita yður hvað
helzt sem þér kynnuð að biðja um handa
syninum. Og þó mig taki það sárt að
gera það, þá hlýt eg að veita það sem
þér beiðist. Þessi sonur yðar skal alla
æfi ganga í sólskini lukkunnar, allt skal
honum heppnast, sem hann áformar, al-
drei skal hann þekkja neina sorg, engin
vonbrigði skal hann reyna, aldrei skal
hann vita, hvað tár eru, aldrei skal hann
þjást af nokkrum sjúkdómi. Dauðinn
skal koma að honum alveg óvörum, svo
hann sjái hann ekki og finni ekki hvað
bioddur dauðans er sár. Ogæfusami
konungssonur!«
Og vætturin hvarf, en þau voru ánægð,
konungur og drottning.
Það er nú hægðarleikur að geta sér
til hvernig endirinn hafi orðið á þessu
æfintýri. Þessi ógæfusami konungsson-
ur fann aldrei til beiskju sorgarinnar, og
því þekkti hann aldrei hinn góða anda
vorkunnseminnar, líknarinnar, kærleikans.
Allur skáldskapur var fyrir honum sem
bók, lokuð með 7 innsiglum. Hanií
skildi ekkert af því, sem í henni stóð.
Tilfinningarnar hjartnæmu og djúpu,
sem lýstu sér í ljóðum skáldanna, skildi
hann ekki, því að þær tilfinningar höfðu
aldrei vaknað í brjósti hans sjálfs. Og
eyru hans voru lokuð fyrir röddu nátt-
úrunnar. Náttúran var ekki annað en
dauð og máluð mynd í augum hans. Húi^
átti enga huggun, engan fögnuð handá
honum, því hann þurfti engrar huggunar
og engrar lækningar við. — Hamingjan,
sem aldrei brást, gerði hann miskunnar-
lausan og sérgóðan. Hann skildi ekkert
í sorgum annara og varð grimmur og
harðráður. Alltaf hitti hann á óskastund-
ina, hvers sem hann óskaði sér, en ósk-
ir hans urðu hvarvetna til tjóns í grend
við hann, því hann leit aldrei nema á
sinn hag og sinn vilja, og hvað mikið