Frækorn - 30.06.1903, Qupperneq 7
FRÆKORN.
87
Trú
Trúin er sambandsliðurinn milli. mannsins
og guðsorðins. Því meira sem maðurinn vex
inn í guðs orð og sameinast því, því sterkari
verður trúin hjá honum. Þar sem orðið verð-
ur í manni og hann trúir því, er trúin
svo öflug, að hún sigrar syndina og heiminn.
Kraftur trúarinnar reynist í freistingunni.
Hinni sigrihrósandi trú fylgir ætíð þolin-
mæði, Mikil trú er öflug, en þótt trúin sé
ekki ætíð eins yfirgripsmikil eins og hún gæti
verið, sýnir það ei, að hún er eigi sterk, því
hún getur sigrað engu að síður fyrir það 1
því efni, sem hún snýst um. Trúin vex og
þroskast og verður að gera það allt lífið. En
þótt hún vaxi, verður hún þó í eðli sinu hin
sama. Endimark trúarinnar er »aldurshæð
Krists fyllingar.« Vegurinn er því: frá grund-
vallaratriðunum í lærdómi Krists til algjörleik-
ans.
Við endurkomutíma Krists virðist trúin hjá
þeim, sem halda sér við drottin, ná meiri
þroskun en áður. Móttaka fagnaðarboðskap-
arins,sem talað er um í Opinb. 14., 10. og7.
kap., hefur slíkar blessaðar afleiðingar í för
með sér.
Til þess að greiða þessum boðskap veg til
hjartna vorra, verðum vér að sjá Jesúm í orð-
inu. Hann er sá, sem bæði byrjar og full-
komnar trúna hjá oss. Hann er akkeri trú-
arinnar. í honum eru fyrirheitin, sem trúin
grípur yfir. Vonin er skilyrðið fyrir trúnni,
en skilyrðið fyrir voninni eru fyrirheitin. I’ví
meir lifandi sem vonin verður hjá manni, því
meir lifandi og kröftug verður einnig trúin.
Og því meiri fyrirheitin verða tyrir hjartað,
því meiri verður einnig vonin.
Tví meir sem maður íhugar fyrirheit guðs,
því meiri og dýrmætari verða þau. Til þess
að trúin eflist hjá oss, verðum vér að íhuga
fyrirheit guðs, sem öll eru já og amen í Jesú
Kristi. Já, hin stærstu og dýrmætustu fyrir-
heit eru gefin oss, til þess að vér fyrir þau
skyldum verða hluttakandi guðlegrar náttúru
og forðast heimsins girnda spillingu. Kapp-
kostum því að auðsýna í trú vorri dyggð, í
dyggðinni þekkingu, í þekkingunni bindindi,
í bindindinu þolinmæði, í þolinmæðinni bróður-
kærleika, í bróðurkærleikanum kærleika til
atlra. _____________ N. A.
<9~eX9&W &&e)
Heimatrúboð. Svar til »Norðurlands« m. m.
frá Ástvaldi Gíslasyni. 16 bls., stærð 8vo
-- Rvík 1903. — 10 au.
»Norðurland« skrifaði í haust er leið all-
langt mál um heimatrúboð og lagði mikið á
móti þeirri stefnu, sem nefnd er því nafni
og guðfræðiskandidat S. Ástvaldur Gíslason
hefur innleitt hér á landi. »Norðurland« er
annars ekki fyrst í röð blaðana, er andmælt
hafa þessari stefnu. En »Norðurland« á skilið
hrós fyrir fyrir að hafa fyrst allra blaða hreift
þetta mál, svo nokkuð gagn hefur verið að,
án vitleysis óóbtaskammarorða. Sum íslensk
blöð hafa því miður alveg gleymt að sýna hóg-
værð og stillingu í þes»u máli, og því hefur
hr. Ástvaldi Gíslasyni ekki þótt vert að leggja
út í neinar deilur við þau. Og er það auðvit-
að alveg rétt gert af honum. — »Norður-
Iand« þar á móti kannast ærlega við, að heima-
trúboðið hefur mjög mikið gott áorkað í
Danmörku og annarstaðar, en engu að síÖur
telur það mikla annmarka á því. HerraAst-
valdur Gíslason er ekki »Norðurlandi« sdm-
þykkur í ýmsu af því, er í nefndu blaði
hefur ftaðið um heimatrúboðið, og skrifar því
rit það, sem netnt er hér að framan. Oss
finnst hann tala þar með gætni og ofsalaust
og kemur óneitanlega með margt, sem hver
og einn, er vill kveða upp dóm um heimatpú-
boðið (gjöra sér sanngjarna meining um það),
getur ekki gengið fram hjá. — Að lokum
skulum vér taka það fram, að viðkunnanlegra
hefði verið, ef ritstjóri »NorðurIands« hefði
ekki neitað að taka upp svar þetta í blaði
sínu, en það kvað hann hafa gert. Tað er
alltaf sjálfsagt að láta menn njóta málfrelsis.
Tað er skylda gagnvart þeim, sem skrifað
er móti, að láta þá verja sig eftir föngum,
ogþað erskylda gagnvart almenningi, að honijm
gefist færi á að sjá meir en eina hlið á hverju
máli sem er.
Gagnrýning: á páskaræðu séra Páls Sigurés-
sonar eða alheimstrúin vegin á skáldm
og Iéttvæg fundin. EftirLárus Jóhannsson.
Rvík. 1903, 48 bls. 8vo.
Rit þetta er að mörgu leyti betur ritað en
flestir þeir munu gera sér í hugarlund, er
Lárus þekkja. Hefði einhver lútherskur prest-
ur ritað nákvæmlega hið sama — og varla er
neitt í bókinni, sem lútherskur, kreddutrúr
prestur hefði ekki getað sagt - , þá hefði
bókin vafalaust vakið mikla eftirtekt; þetta
verður nú líklega samt ekki, því Lárus á
ekkert nafn og ekkert álit, og er hans eigin
framkoma auðvitað orsök í því. En ritið sýnir
ómótmælanlega, að stefna og skoðun sú, sem
fram kemur í hinni nafntoguðu páskaræðu
Páls heit. Sigurðssonar í Gaulverjabæ, er svo
ósamboðin ritningunni sem framast má verða.
Að Lárus, að voru áliti, gengur of langt,
t. a. m. þegar hann talar um hinar endalausu
kvalir í hegningarstaðnum, verður maður að
virða honum til vorkunar, því að misskilning-
ur hans á þessu eina atrðii stafar af því, að
hann fylgir þar gömlu kirkjutrúnni, en hún er
hvað þessu efni viðvíkur ekki úr ritningunni,
heldur þvert á móti kennir guðsorð, að «sú
sál sem syndgar, hún skal deyja.« Esek. 18,
4. — En að því leyti hefur Lárus rétt í
»gagnrýningu« sinni, að hegningin komandi
er afgerandi, það er að segja biblían heldur
hvergi fram frelsun frá »hinni yfirvofandi hegn-
ingu« í öðru Iífi, heldur: í dag er dagur hjálp-
ræðisisins.