Frækorn - 30.06.1903, Qupperneq 14

Frækorn - 30.06.1903, Qupperneq 14
F-RÆKORN. 95 heyra, að frú Lester væri úti á lands- bygðinni*. »Hún og Sidney komu hingað í dag, en eg vildi ekki segja yður það», sagði Eunice blíðlega. »Þetta er þá sonur minn; eg verð að sjá hann«. Og hann horfði aftur þang- að, sem Sidney stóð á grasfletinum og vafði öðrum handleggnum um um háls móður sinnar, en með hinni hendinni var hann að toga í móberjablöðin, sem næst honum voru. ísabella leit stillilega út; það var ekki hin glæsilega og stoltlega lsabella, eins og áður hafði verið, heldur róleg, hugs- andi og döpur, og það var auðséð, að móðurástin gat ekki alveg drifið á burtu hina blíðu angurværð af andliti hennar, og það var langt frá, að hún vissi nokk- uð hvaða augu horfðu á hana í þessu augnabliki. »Eg verð að finna Sidney minn«, sagði Francie svo í breyttum og skjálfandi málróm. — »Viljið þér koma honum til mín ?« »Þau koma nú«, svaraði Eunice. »Þá vil eg fara í eitthvert annað her- bergi; eg get ekki — eg vil ekki sjá hana«. Og með hinu gamla kaldlyndi sínu flýttí Francis sér inn í annað her- bergi, áður en hún kom inn. »Sidney, komdu með mér inn í bóka- stofuna«, sagði Eunice og beygði sig yfir barnið til að dylja geðshræringu sína, »Það er maður, sem vill fá að sjá þig«. »Hver er það?« spurði frú Lester. »GamalI kunningi — nei, eg ætlaði að segja ókunnugur«, svaraði frú Wolf- erston, svo óvön við alla uppgerð, að frænka hennar gat sér strax til, hvað um mundi að vera. Hún skalf ákaflega og settist niður, en þegar Eunice tók í hönd Sidney til þess að fara með hann inn í bókastofuna, stóð hún á fætur. »Nei, Eunice, þú mátt ekki svíkja mig«, sagði hún fastlega. »Eg sé, hvernig í öllu liggur, enginn annar en eg skal fara með Sidney til föður hans. Hún tók drenginn í fang sér, lét Eunice opna dyrnar, gekk svo inn og lokaði dyrun- um eftir sér. Liðugan hálfan tíma, sem Eunice fannst eins og heill dagur, sat hún framanvið herbergisdyrnar og beið eftir því, hvaða endalok yrðu á þessum fundi þeirra, sem öll þeirra æfi hlaut að vera undir kom- in, A endanum heyrði hún að barnið kallaði hátt og hræðslulega inni í her- berginu : »Frænka! frænka! komdu!« Eunice gekk hálfhrædd inn. ísabella var í öngviti, en hún lá í faðmi manns síns, andlit hennar hvíldi á öxl hans, en stór tár runnu úr hinum svörtu augum Francis niður á hinar bleiku kinnar hennar. Þau voru orðin sátt hvort við annað, kærleikurinn hafði unnið s'gur á drambi, fáþykkju og ófyrirlátsemi, og hjónin voru nú aftur sameinuð með þeirri ást, sem var enn þá sterkari en þegar þau voru nýgift. Á heimili því, sem Francis fór nú til með hina sannelskuðu konu sína, bjó ekkert kaldlyndi framar eða leiðindi. Það hefur líka máske verið hamingja fyrir þau, að móðir Francis hvíldi nú undir marmaraminnisvarða, sem var eins óeftir- gefanlegur, skrautlegur og kaldur, eins og hún hafði verið á meðan hún lifði. Fullkomin sæla finnst ekki í heimi þess- um, en sé paradís til á jarðríki, þá er það hamingjusamt heimili, þar sem ást- in er það ljós, sem skín á hvern hlut í kringum menn. Og þá viljum vér skilja við heimili þessi. Sólskin hamingju, elsku og frið- ar skín að lokum yfir þeim báðum. rT Leiðrétting. Undir kvæðinu »Trúartraust« í 7. tbl. stend- ur ranglega: J. S. J. á að vera: P. J. Það er munur á bví- »Stelir þú nokkrum fiskum, ])á er þú þjóf- ur. Stelir þú úr banka, þá ert þú svikari. Eyð leggir þú keppinaut þinn, þá ert þú »góð- ur forretningsmaður.« Rænir þú landið, þá ert þú ágætismaður. Gefir þú fátækum ógn- lítið brot af því, sem þú hefur rænt, þá ert þú — mannvinur,* >HerQld.<

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.