Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 3
FRÆKO RN.
drottningarinnar; augu hcnnar tindruðu,
því hún sá, að út af blöðum bókarinnar
blómgaðist inndælasta rósin í heimi, sú
rós, er spratt upp af blóði Jesú Krists,
sem út hellt var á krossinum.
»0 cg sé hana,« sagði drottningin og
hver, sem lítur þessa inndælustu rós á
jarðríki, mun aldrei deyja.«
(2Tö
Endurlausnin - sköpunarverk.
Eins og guð í upphafi skapaði himin
og jörð fyrir sitt orð — því að »hann
talaði og það varð, hann bauð, og það
stóð þar« — þannig er það einnig fyr'r
guðs orð og anda að menn, sem trúa
guðs orði, verða að nýjum skepnum í
Jesú Kristi. Þetta sést greinilega af
mörgum ritningargi einum. í i. Kor. 5,
20. er sagt: »Ef nokkur er í Kristi, þá
er hann ný skepna; iið ganlr er afmáð,
sjá allt er orðið nýtt « En það að vca
í Kristi er að faka á móti orðinu og
vitnisburðinum um hann Góðverk veiða
afleiðing af því að maðurinn verður ný
skepna. Orðið segir: »Vér erum hans
vc'k skapaðir í Jesú Krsti til góðravcka,
sem guð hcfur fyrir fram tilætlað, að
vér skyldum stunda.« Ef. 2, 10. Og
verk þessi framkvæmast fyrir guðs kraft
sem verkar í hinum trúuðu, og drottinn
megnar öllu framar að gjöra framyfir þa^,
sem vér biðjum eða skynjum. (Ef. 3, 20.)
Þannig er nú endurlausnin, helgunin
og réttlætingin sköpunarverk eins vel
og það að skapa himin og jörð í upp
hafi.
Til merkis um skaparavald sitt hefur
guð gefið oss hríldardaginn. Og þareð
hvildardagurinn er merki um sköpun him
ins og jarðar, er hann líka settur til
merkis um endurlausnina, eins og orðið
segir: »Eg gaf þeim og 'mína hvíldar-
daga til merkis um það samband sem
var milli mín og þeirra, svo þar af mætti
augljóst verða, að eg drottinn, er sá, sem
þá heilaga gerir.« Esek. 20. 12.
Hvíldardagurinn er því blessuð gjöf
til mannanna. Látum oss því með þakk-
LL5
læti taka á móti honum með því að halda
hann heilagan.
N. A.
c—©
Hönd til himins rjett.
Þýtt hefir séra Steindór Briem.
Á sjúkrahúsi nokkru hafði lítill drengur
lengi legið mjög veikur af kirtlaveiki;
var hann allur hlaðinn kaunum og sár-
um og tók oft mjög mikið út. En honum
hafði verið sagt, að hann ætti ástríkan
frelsara á himnumjogþað var oft, þegar
hann þoldi ekki við af sársauka, að hann
svo innilega og hjartanlega bað frelsara
sinn að koma til sín og flytja sig með
sér til paradísar; því að hann hafði heyrt,
að þar væri engin veikindi til, engin sorg
né mæða.
Einn morgun, þegar hjúkrunarkonan
kom inn til hans til að þvo honum, gera
við sár hans og hagræða honum, gat hún
um það við hann, að um nóttina hefði
dáið gamall sjúklingur í einu af næstu
herbergjunum, en þessi gamli maður hafði
oft veriðgóður viðdrenginn. Augu drengs-
ins flutu í tárum við fregn þessa, og hann
sagði: »Æ, þá hefurí Jesús komið hingað
f nótt. Af hverju ætli hann hafi ekki tekið
mig með sér? Mig langaði þó svo hjart-
anlega til að fá að fara með honrm. Eg
er hræddur um, að Jesús taki ekki eftir
mér, þó hann gangi hér um húsið, afþvt
eg er svo lítill. Heldurðu að það dygði
ekki ef eg rétti höndina upp undan sæng-
inni, áður en eg fer að sofa á kvöidin?
Þá sér hann hana víst og man þá eftir,
að mig langar svo mikið til að fá að
fara með honum, og lekur mig svo með
sér.«
Hjúkrunarkonan vildi ekki mæla á móti
litla drengnum og sagði því, að þetta
væri víst reynandi. Að öðru leyti gaf
hún þessum orðum hans lítinn gaum.
Þegar hún kom að rúmi drengsins
morguninn eftir, lá þann grafayrr með
augun aftur, en litlu mögru höndina sína
hafði hann rétt upp undan sænginni.