Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 5

Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 5
FRÆKORft. »Páfarnir eiga sérstöðu . í heiminum,. Þeir drottna yfir ríki, sem tekur yfir all- ar þjóðir og tungur, þeir hafa áhrif á einstaklinga og þjóðir, sem eru langtum meiri en starf eða vald nokkurs verald- legs drottnara. Allir páfar -- þeir hafa verið 2Ö3,þegar hinn nýlátni er talinn með — hafa þó eigi haft' jafnmikla þýðingu í heiminum. Hvað snertir Leo XIII, þá munu sagna- ritarar framtímans að líkindum setja hann framarlega .j flokki hinna merkari páfa; bæði hans- mörgu góðu eiginlegleikar og eins tíminn, seinhaii var uppi á, munu hafa gert hann að þeirri þýðingarmiklu persónu fyrir heimssöguna, sem hann varð. Samkvæmt skoðun allra rétt-trúaðra kaþólskra rnanna og kröfu páfanna sjálfra er hann »staðgöngumáður guðssonar,« ög á hinni þreföldu kórónu páfans standa þessi orð á. latínu: »Vicarius Felii Dei.» En þegar vér mótmælendur Jesum þessi orð, verðum vér margir hverjir að minn- ast hins postullega spádóms í 2. Tess. 2, 4, þar sem talað er um >glötunarinnar son«,sem sezt í guðs musteri og lætur, sem hann væri guð.« A hinum almenna kirkjufundi í Florens árið 1439 var samþykkt svolátandi yfir- lýsing: »Vér lýsum því yfir, að páfinn er eftir- maður hins, heilaga Péturs, höfðingi post- ulanna og • hinn sanni staðgörigumaður Krists, höfuð allrar kirkjunnar, faðir og kennari allra kristinna manna; og vér lýsum því yfir,. að .honum var gefið, fyrir hinn heilaga Pétur, umboð frelsara vors Jesú Krists til þess að fæða kirkjuna, leiða hana o.g stjórna.« — Vore fædres tro eftir kardinál Gibbon, bls. 153. I fullkominni samhljóðun við þetta lét vatikanski .kirkjufundurinn árið 1890 op- inberlega auglýsa sem trúaratriði óskeik- ulleika páfans; og þótt þetta kynni að þykia sumum nýmæli og kýmilegt, að það skuli fyrst hafa verið samþykkt áig.öl.d- inni, þá ber þess að gæta, að í raun- inni var þetta ekki nýtt þá, heldur al- mennt ríkjandi skoðun í hinum kaþólská heimi mörgum öldum áður. Þessi óskeik- ulleiki, sem eiginlega ætti að eigna páfan- iif um,er hann ynni að embættisverkumsínum, t. d. þegar hann sem »staðgöngumaður Krists* skæri úr þrætu um eitthvert trú- mál eða þvl., hefur samt af sumum góð- trúuðum páfasinnum verið látinn ná tíl allra athafna páfans. Þá hefur 1 ka kaþólska kirkjan kall'að sig »hina einu’sáluhjálþlegu kirkju«. Á hinum síðasta almenna kirkjufundi á und- an siðbótinni, undirskrifuðu allir helztu menn kirkjunnar þá kirkjugjörð, sem nefnist »Unam Sanctum,* þar sem meðal annars er sagt, að »eins og kirkjan að- eins er einn líkami, þá hefur hún aðeins eitt höfuð, staðgöngumann Krists, páfann«, og að það er hverjum manni nauðsynlegt til eilífrar sáluhjálpar að vera undirgefinn rómverska páfanum.« Þessi kirkjufund- argerð hefur aldrei verið afturkölluð. Einn rithöfundur segir: »Hver þekkir ei hina almennu lotníngu og trú á réttlæti hinna svívirðilegu krafa sem öll krisnin gegn um hina löngu mið- aldatíð sýndi páfanum, cigi aðeins í til- liti til veraldlegra hluta, heldur líka, þeg- ar talað var um miklu æðri og mikilvæg- ari málefni? Lítið aðeins á hinn ótelj- andi mannfjölda, sem fara í langferð til Rómaborgar til þess að fullvissa sig um það hjálpræði sem hann hafði lofaðþeim! Sjáið, hvernig þeir taka við kreddum hans eins og þær væru orð frá himni komin! • Sjáið, - hvernig þeir kaupa syndalausn hans, oft með dýrt innunnum peningum, í þeirri trú, að þeir á þennan hátt gætu losað bæði sínar eigin sálir og sálir ætt- ingja sinna frá pínu hreinsunareldsins og helvítis.« — Elliot, III. bindi. D’aubigne segir: »Ó, þú vanvirða Róms!« Claudíus af Espersa, rómverskur guðfræðingur, og vér bætum við: »Ó, þú vanvirða mann- anna«!því að ekki er hægt að ávíta Róm fyrir neitt, án þess að það falli til baka á manninn sjálfann. Róm er ekkert annað en nokkrar af hinum óæðri tilhneigingum mannanna, á hinu hæsta stígi s nu. Vér segjum þetta vegna sannleikans, en einnig vcgna réttlætisins. . . Að setja á stofn prektastétt til þess að miðla á milli guðs Og manna, að selja hjálpræði guðs, sem hann ókeypis býður mönnum, að selja

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.