Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 9
FRÆ.KÓRN.
arar. Þeim þykir það engin vanvirða.
Og það er það sannariega ekki heldur.
Rétt álítið er ekkert starf mikilvægara,
*
Myndirnar á þessari blaðsíðu eru af
tveim svartfellskum prestum. H. Angell
herforingi, sem hefur ferðast mikið um í
landi þeirra, ber prestunum mjög gott
orð. Hann segir :
»Meðal piestanna fann eg flesta og
bezta vini. Þeir sýndu mér mikla alúð
og vináttu, þar að auki voru þeir há-
menntaðir menn, höfðu lesið mikið og
kunnu oft fleiri tungumál. Aðdáanlega
umburðarlyndir og lausir við alla hleypi-
dóma voru þeir. Hið kristilega um-
burðarlyndi þeirra er svo skilyrðislaust,
segir Lenormand, að sumsstaðar í Brda,
þar sem líka búa Múhameðstrúarmenn,
fá þeir að hafa presta sina og kirkjur í
friði.
Einkum hreif mig hin mikla glaðværð
þeirra, hin óvanalega dirfska og karl-
mennska í oiðum og gerðum. Margar
óglcymanlegar stundir var eg saman við
prest einn frá Niksitcherhéraðinu. Hann
var hreykinn af landinu og þjóð sinni og
sagði fúslega sögu hennar, hina núvcrandi
afstöðu þeirra og framtíðarhorfur. »Vér
höfum verið enn þá fátækari og enn þá
fámennari, en vér erum nú, en með
náðugri aðstoð drottins og hugrekki og
hreysti sona vorra og dætra höfum vér
þó allt af unnið sigur. Afl og atgerfi
þjóðar verður eigi mælt eða vegið eftir
mannfjölda og auðæfum, cn eftir lyndis-
fari þjóðarinnar. Hugarfar hersveitarinnar
er afl hennar. Þjóðarandinn er einnig
þjóðaraflið. A meðan þjóð min heldur
við trú og lög feðra sinna, er siðferðis-
lega hrein, sparsöm og Htilþæg, á meðan
samheldni og samlyndi ríkir og ræðir hjá
oss, mun einnig fosturland vort vera
frjálst og óháð öðrum. Mesta og skæð-
asta hætta vor er sundrung og ósam-
lyndi í sveitum og ættkvíslum, að menn
láti sína eigin velferð og þægindi sitja í
fyrirrúmi fyrir alþýðuvelferðinni, þjóðar-
gagninu. Bratt og langt er dala millj,
langt yfir hæðir og heiðar. Önnur eins
þjóð og mín þarf að eiga í sífelldum
ófriði, hún verður að bindast saman f
blóði; maður verður að bafa hin stóru
og miklu hugmál að vinna fyrir, leggja
allt í sölurnar fyrir; og þau heita trú,
fósturland, ríki.««
Svarfjallabúar elska landið sitt, og eru
sælir í því, þó það sé lítið og fátækt.