Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 11

Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 11
FRÆKORN. 123 ment út eins og þessi Kvarnarhúsheiðar-Páll, er ekki tekið fram. Pessi kenning er strang- kristileg, en mjög varúðarverð, ef. ekki alger- lega röng, sökum þess að hún leiðir til al- gerðrar fátæktar (pauperisme) og kemur í bága við alla siðmenning vorra daga. Að kristindómurinn hefur getað þrifist samfara siðmenningunni liggur einkum í því, að hann helur sífellt svikið þessa kenningu sína og þjónað með ánatgju guði og M'jmrroni, hvað svo sem sagt hefur verið á prédikunarstólnum. Eg er ekki að lá hinum kristnu þessa breytni, því hiin var efalaust óhjákvæmileg, en I mínum augum eru þau boðorð röng, sem að eins eru til þess að brjóta þau. Höfundur bókarinnar hefur og glöggt séð, hve fáir mundu fylgja slíkum kenningum: »Að eins þeir, sem erfiða, og eru mæddir, og vanþrífast í heiminum*. Þetta er að vísu nokkuð Iítið, en þó er sá hópur stærri en flestir halda, og eflaust skilur hann bók þessa betur en þeir, sem glaðir eru og ánægðir. Hve fjandsamlegur hugsunarhátturinn er allri siðmenningu, sézt bezt á ummælunum um |>á, sem ekki vanþrífast í heiminum, menn- ina, sem stjórna Iöndum og Jýðum, .og leysa af hendi öll hin margháttuðu störf lífsins og menningarinnar. Um þá er þetta sagt: fí’eim er jörðin hulduheimur. í’eir lifa hér á músum og froskum, verða feitir, og safna sorpi og smásteinum, og halda, að það sé gull. Hér binda þe'ir sér blómsveiga úr visnu laufi, og skera sér staíi úr fúnum við,' glamra á garnastrengi og dansa og syngja: ♦ Höndlað er stærsta hnoss, heimurinn lýtur oss.« Þetta er djúpkristilegt og djúpfjandsam- legt allri vestrænni siðmenningu. Kók jressi á eigi að síður útbreiðslu skilið, og útgefandinn þ=kkir fyrir hana. Hún er viða ágætlega skrífuð og efnisríkari en heill árgangur af kirkjulegu tímariti. Í>ýíingin er mjög snotur.« Vér viljum fyrst taka það fram, að I þótt vér höfum kostað útgáfu þessarar bókar, þá erum vér þó alls eigi alger- lega samrýmdir skoðunum þeim, sem í henni koma fram. En oss hefur þótt bókin svo stórtneikiieg ug sem heild skoðuð svo góð handa hugsandi og era- blöndnum mönnum, að það, semvérekki með öllu gátum fallist á, er tiltölulega lítilvægt í sarranbutði við kosti hennar. »011 áherzla er lögð á breytnina.« — Það er rétt að því leyti, að guð lítur á oss eins og vér erum; hvað vé.' játum og trúum hefur ekkert gildi nema að svo miklu leyti, sem það kemur heim við líf vort. I'egar sagt er í Týnda föðurn- um: »Hin rétta trú fæðir af sér hatur og morð, hið rétta líf eflir guðsríki«, þá virðist þetta vera ofsagt, en er það þó eigi. Kirkjusagan sýnir það og sannar hverjum, sem lesa vill, að »rétta trúin« (d: sú trú, sem pn star og páfar hafa kallað »þá réttu«) hafi fætt af sér hat- ur og morð. — En ekki er þetta Jesú trú. Orð hans eru þessi: »0g þó ein- hver heyri mín orð og trúi eigi, þá dæmi ég hann samt ekki.« Jóh 12, 47. »Það, að trúa á guð, er ekki cinu sinni talið nauðsyr.Iegt«, segir G. H. — Auðvitað er trúin á guð nauðsynleg. En samt: Hvaða gagn gerir þú ærlegum vantrúarmanni með því að segja honum: »Án þcss að þú trúir þessum og þess- um kenningum mínum um guð, getur þú ekki komist hjá glötuninni? — Veg- urinn frá myrkri til ljóss liggur ekki fyrir alla alveg eins, og víst er urnþað: gcgnum hræsni og látalæti liggur hann ekki. Finnurðu vantiúarmann, er það áríðandi fyrir þig að leitast við að koma ljósinu til hans á þann hátt sem bezt á við hann. Ef til vill geturðu leitt hann til trúar á guð með því að láta hann finna til guðs lífs — lífs kærleikans. »Sá, sem verður í kærleikanum verður í guði og guð í honutr.» Jóh. 4., 16. Þegar ritdómarinn fer að athuga »að- alinntak kenningarinnar« í bókinni (0: »elskaðu náunga þinn, en umfram allt, þá breyttu vel við hann«), þá finnst oss hann fara út í þær öfgar, að vér getum ekki stillt oss um að mæla móti. »Það sézt enn enginn voltur fyrir því, að það (kærleiksboðorðið) verði framkvæmt«, seg- ir höf. Það er óttalegt bölsyni að sjá ekki, að menn hér og hvar elski ná- ungann, þótt þeir : éu ekki eins margir, og þeir ættu að veia. En það er eng- in ástæða á móti því góða, að ekki all- ur heimur gcrir það. G. H. er ekki móti lækmsft æðinni, þótt ekki allir séu á einu máli um hana. — — G. H. ef- ast um, að nokkur hafi elskað náungann eftir boði Krists um lengri hluta æfi sinnar. Kærleikurinn er fullt eins ágæt dyggð fyrir því, þótt hann ekki ráði í öllu Iífi manna. Og engin ástæða er það fyrir því að prédika ekki kærleika

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.