Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 12

Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 12
124 FRÆKORN. fyrir náunganum, því meir er þörfin á því. Það er alveg rétt hjá höf., að Kristur gerir eigi ráð fyrir, að allir breyti eftir boðum hans, því hann býður ein- mitt að elska óvinina, cn annars væri urr enga óvini að tala. — En þetta, að eiska óvinina, finnst honum (G. H ) koma »í bága við hyggilega fcrsjálni og vit fyrir sjálfum sér.» Hann hefur enga trú á því, að þetta muni lánast, telur það »ópraktist«. En nú er það staðreynd, að þetta hefur gefist vel. Margur ein staklingur getur borið vitni um það, að einmitt þetta, að rísa ekki öndverður mótt því vonda, heldur lanna illt með góðu, er eimitt það, sem hefur sigrað yfir því illa og leitt menn á réttan veg. Saga ofsóknanna á fyrstu öldum kristn- innar sýnir það svo bersýnilega, að ein- mitt með því að þola og líða án þess að beita valdi — unnu hinir kristnu sig- ur yfir heiðninni. Þegar svo hinir krisinu fóru að beita valdi móti sínum mótstöðu-1 mönnum, þá fór kristnin sjálf að hnigna. — Nei, boðorð Krists um að elska óvin- ina, hvílir á órjúfanlegu allsherjarlögmáli, sem hver, sem vill, getur komizt að raun um fyrir eigin reynzlu. Kenningin um að miðla hinum hjálp- arþurfandi, sem bókin heldur fram, »er strangkristileg, en mjög varúðarverð, - ef ekki algeHega röng, sökum þess hún leiðir til algerðrar fátæktar (papuerismc) og kemur í bága við alla siðmenning voyra daga«, segir G. H. Af hverju er hú.i vaiúðarverð? Onnur ástæðan er sú, að »hún komi í bága við alla siðmenn- ing vorra daga.« Hvaðan hefur G. H. fengið pað, að »siðmenning vorra daga« sé svo fullkomin, að hvað eina, sem kæmi í bága við hana, væri þessvegna »mjög vaiúðarvert« ? Er það allt gott í augum hans, sem »siðmenning vorra daga« hefur að bjóða? Skyldi þetta ekki vera að oftigna menninguna og \ gleyma mörgu hcnni tilheyrandi, sem er að eins skömm og svívirðing? Kristindómurinn leiðir td algerðrar fá- tæktar, segir hr. G. H. -— Nei, segjum vér. »Leitið fyrst guðs ríkis og hans réttlætis, þá mun og aílt þetta veitast yður«, segir Kristur. Kenning Krists er eftir þessu vegurinn til að komast hjá papuerismen. Kristur hefur hvergi fyrirdæmt eignarréttinn eða lýst það synd að eiga fé. Hvergi hefur hann sagt, að allir eigi að vera eignalausir.i En hann vill jafna milli manna,. vill ’iáta mennina hjálpa hver öðrum. Óg þetta skyldi svo eigi geta samrýmst menningu! Bágt væri það þá. Svo lengi sem neyð er umhverfis oss, svo lengi sem menn deyja úr sulti og kulda, hefúr Krists erindi um kærleikann fullkominn tilverurétt í heiminum. Og honum og kær- leiksboði hans er það að þakka, að »sið- mennir.g vorra daga« er ekki ranglátari en hún er, — að ástandið í heiminum er eins gott og það er. Kristindómurinn, — ekki sá, sem »hefur sífelt svikið þessa kenningu sína«, heldur sá, sem fylgir henni í raun og sannleika, er ekki fyrir það ósamrýman- legur menningu. Hann mun alstaðar þar sem hann kemst að, göfga og hefja hana til meiri fullkomnunar, útrýma sjálfs- elskunni, fá menn til að lfta á stríð sem morð, koma mönnum til að gefa: verka- manninum sanngjarna borgun fyrir verk hans, o. s. frv. — — Þótt vér höfum þannig orðið að mæla móti ýnisu í ritdómi þessum, skal hr. G. H. samt hafa þakkir fyrir hánn.- Hann vekur athygli á bókinni og því, sem hún fjallar um. Og það glcður oss. JíúHin. Þótt núllin í þúsundum þyrptust í eitt,. en þar væri »einn« ekki hjá, þau giltu ekki vitund og gætu ekki neitt, því gildið af »einum« þau fá. Svo mörg eru núllin í heiminum hér, menn halda’, að þau gildi ekki neitt; en sann'ega núllið þó ónýtt ei er, ef eitthvað er framan við skeytt. Menn oftlega núll kalla þann eða þann, og þykir hann vera’ekki neitt;

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.