Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 13

Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 13
FRÆKO RN. 125 en taktu hann með þér, þá tífaldar hann, það talið ei var nema eitt. Af sjálfum oss gildum vér hót ekki hér, en himnanna drottinn er einn; ef hann fyrir framan oss alstaðar er, þá ónýtur verður ei neinn. Og einn ríkti drottinn í upphafii hár, en ótalmörg núll lét hann gerð; og Vegsemd hans margfaldast ár eftir ár við alla þá núllanna mergð. Valdimar Briem. 'ÍQ) ©V---- Móðurgleði. Sbr. Frauen-Liebe und Leben eftir A. von Chamissó. Að hjarta mínu, ljúfa Ijós, þú lífs niíns sól, og munar-rós! Vort líf er elska, elskan líf, vort æðsta hnoss, vor bezta hlíf. Ég þóttist áður eiga gott, en æðri sælu nú hef vott. Sú ein það finnur fullt og Ijóst, er fyrsta sinn á jóð við brjóst. Hvað elska sé, og að eiga gott, veit ein sú snót, sem þess ber vott. Ég aumkahlýt hvern mennskan mann, að móðurgleði’ ei njóta kann. Jað brosir, sko! sem babbi sinn; ó, blíði hjartans engillinn! Að hjarta mínu, Ijúfa Ijós, þú lífs míns sól og munar-rós! Matth Joch. þýddi. -------t§) ©r——— Um hitun kirkna tekur séra Sig' P. Sívertsem til máls í »Norðurlandi« II., 37. tbl. og eru það sannarlega orð í tíma töluð. Höf. held- ur því fram, að hinar auknu kröfur til lífsins almennt gera það að nauðsyn, að kirkjurnar verði hitaðar upp, svo að menn geti sótt þær án þess að verða sjúkir af. Vér erum vissir um, að á mörgum stað mundi það bæta að miklum mun úr hinni lélegu kirkjusókn, sem menn kvarta svo mikið um. — Gætu svo, auk kirknahitunarinnar, prestarnir, sumir hverjir, fengið ræður sínar svolítið heitari, en þær oft eru, — og gæti hinn andlausi, kaldi bókstafs- lærdóínur, upplesturinn af ræðunni, vikið fyrir heitri, lifandi sannfæringarræðu, mundi ástandið verða ólíkt betra. ----------------- Bágar horfur, »Gamall drykkjumaður«, en nývígðor prestur fór á 10 daga »túr« og varð sér þá eðlilega oft til minnkunar ogöðrum til hneykslis. Hann var þegar kærður og 2 báru vitni, — en söfn- uðurínn sat með hann þangað til hann gat komið honum á annan söfnuð, líklega annað- hvort af því að sumir aðrir »kenndu í brjóst um greyið« og drógu fjöður yfir allt saman eða af því hann var ekki í prestakalli sínu í þessu fyiliríi. — — — Nokkrirkennimenn komu saman til að ræða um andleg eíni, Að því [ loknu sátu nokkrir þeirra heila nótt við vín- j glösin, líklega til að bæta upp anJleysið við J andlegu umræðurnar. — »Jeg er nú ekki sérlega trúaður,« sagði læknirinn, „enþó kunni eg ilia við, þegar einn presturinn í sumar kallaði á mig út í kirkju til að drekka þar með sér messuvín. Sumir læknar og læknaefni eru valinkunnir bindindisfrömuðir, sumir aðrir eru alræmdir j drykkjumenn jafnvel svo að varasamt er að mæta þeim á förnum vegi, hvað þá að hætta lífi sínu í hendur þeim. Það getur komið fyrir að þeir sendi mönnum hættulegt eitur j við lungnabólgu, detti út af sofándi, þegar þeir eiga að sinna sjúklingi, og séu með veru- legan brennivinsskjálftj, þegar þeir eiga að fara að beita hnífnum. í sumum sveitum eru alræmdustu drykkju- menn gerðir að barnakennurum.' Velsæmis- tilfinningm og umhyggjan fyrir velferð barn- anna getur ekki verið þar á háu stigi. Það væri réttast að auglýsa nöfn þeirra manna, sem ráða þeirri »kennara« ráðningu. ____________ ■ „Mjölnir."

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.