Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 4
FRÆKOR N.
116
Hún tók í hana, höndin var ísköld.
Drengurinn var ekki sofandi, eins og
hún hugsaði, heldur var hann dauður.
Þegar hann hafði farið að sofa, hafði
hann rétt höndina uppundan sænginni,
og studdi undir olnbogann með lófanum
á hinni hendinni. Þannig hafði hann sofn-
að, og Jcsús háfði tekið eftir honum,
munað eftir bænum háns og tekið hann
með sér þangað, sem öll tár þorna,
Þú, sem þetta lest! Þig langar ef til
vill ekki til að deyja eins og litla dreng-
inn, en vilt lila mörg ár enn. En ef þú
ert trúaður kristinn maður, er það þó
innilegasta löngun þín, hjartans ósk þín
og bæn, að fá á síðan að koma þangað
sem Jesús er, og fá að vera hjá honum
eilíflega, þar sem engin synd og ekkert
stríð er til, engin sorg né tár ekki
harrhur né vein né mæða. Sál og sinni
getur þó orðið svo þreytt af allskonar
stríði og mæðu, að menn-af hjarta langi
til að leysast héðan og hvílast í faðmi
frelsarans.
Látum oss þágera eins og litli dreng-
urinn. Látum oss í öllu stríði og bar-
áttu lífsins, í synd og sorg rétta hönd-
ina — b:ðjandi hönd — upp til himins
til þess að Jesús geti séð hana og vitað,
að oss langar að fá að koma til hans,
burt frá þessari jörð, burt frá stríði og
baráttu, synd og sorg, og fá að vera
hjá honum, eins og hann, lausir við synd
og sorg, í heilagleika, friði og gleði.
Það er sagt frá því í 2. bók Mósesar
(17. kapi,) er Israelslýður átti í bardaga
við Amalekíta, að Móses gekk upp á
fjall og rétti upp hönd sína í bæn til
guðs. »Þá gerðist það, að alla þá stund
er Móses hélt upp hendi sinni, þá höfðu
Israelsmenn betur, en þegar er.hann lét
síga höndina, þá veitti Amaleki'tum betur.«
(11. v.)
Kæri lesari! I hverju stríði sem þú
kannt að eiga, þá gleymdu ekki að rétta
höndina upp undan sænginni, þegar þú
fer að sofa, til þess að minna Jesúm á
þig. Því þú ert svo litill, eins og veiki
drengurinn. (Sam.)
:i
Páfadæmið
Athygli alls heimsins hefur þessa daga
snúist til Róm og páfans. Við dauða
hans hefur lengi verið búist; hann er
dáinn, og kornið er að því, að nýr páfi
hefur tekið við »lyklum himnaríkis«.
Slíkir viðburðir eru eigi hversdagslegir,
hafa meira að segja en margir aðrir;
því að páfavaldið er svo mikið stórveldi,
að jörðin á ekkert, sem við.það getur
jafnast.
Vér viljum því í fáeinum greinum gera
páfadæmið að umtalsefni í blaði voru, og
líta á þá sögu, sem það hefur myndað,
Hvað er páfadæmið?
Hvenær og hvernig hefur það myndast ?
Hvað hefur það gert í heiminum?
Hvaða þýðing hefur það nú sem stendur ?
í hvaða afstöðu stendur það til mót-
mælendanna?
Standa mótmælendur vorra tíma í sömu
afstöðu til páfakirkjunnar og kenninga
hennar, sem þeir gjörðu á fyrsta tíma-
bili mótmælahreifingarinnar ? Ef eigi, hví
eigi?
Höfum vér nokkuð að óttast með
tilliti til framtíðaráhrifa páfadæmisins ?
Hvað getum vér lært af sögunni og
biblíunni um páfadæmið ?
Slíkar spurningar viljum vér gera að
umtalsefni í blaði voru og vonum, að
lesendurnir muni fylgja oss með athygli.
Efnið hefur sína praktisku þýði'ngu. Trú-
boð páfadæmisins hérá landi hefur starfað
mcira en nokkurt annað trúboð í seinni
tíð, og unnið þó nokkra áhangendur, og
víst er um það, að þeim mönnum, sem
fyrir því standa, er alvara og bæði munu
þeir leggja til fé og menn til þess að
halda þessari starfsemi við,
1. Hvað er páfadæmiö ?
»Giaochimo Pecci deyr, en páfinn er
óskeikull og óforgengilegur.« Þessi orð
mælti I.eo XIII um daginn, er læknar
hans sögðu honum, að ef hann fylgdi
þeirra ráðleggingum, væri von um, að
hann gæti lifað lengur.
Biskup Bitter skrifaði nýlega :