Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 15

Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 15
FRÆ KORN. 127 í ljósi sorg sína yfir því, að það tókst eigi. Nýi páfinn. 4. ágúst fór páfakosningin fram. Kar- dínálarnir kusu, eins og vandi ber til, mann úr sínum hóp. Sá, sem kosníngu hlaut, heitir Giuseppe Sarto; en sem páfa kallar hann sig Píus X. Hann er 68 ára gamall. Kardínáli varð hann árið 1893, — Er vel líklegt, að páfaskiftin geti haft ýmislegar afleiðingar í för með sér; um það getur enginn sagt; en víst er um það: páfas'aðan er ákaflega mikil- væg : það, að yfir 200 milljónir manna fylgja skipunum hans eins og boði frá guði, þyðir meira en margur ætlar. Norðmenn og hvalamáiið. Fiskimenn í Norður-Noregi eru mjög æstir gegn hvalaveiðum. Stórþingið hefur hin síðustu ár hvað eftir annað haft til meðferðar lagafiumvörp, ei banna hvaladráp, en þau frumvörp hafa einlægt fallið; einnig í ár. — Svo taka fiski- mennirnir málið í sínar hendur, ráðast á hvalastöðvarnar og brjóta þær niður og jafna þær með jörðunni. Þeir vita vel, að fangelsisvist verður aflciðingin, en halda samt, að aðferð þessi verði þeirra málstað að gagni. — Mjög merkir vís- indamenn eru mótfallnir hvalabanni. Norðmenn og Svíar virðast nú fara að líta með blíðari aug- um hvor til annars en fyr. Nýlega hefur félag verið stofnað með félagsmenn í báðum löndunum. Það hefur fyrir mark- mið að stuðla að góðu samkomulagi milli þjóðanna og heitir; »VeIferð bræðra- þjóðanna«. Qull er sagt að hafi fundist í Færeyjum. ýlfsökunar er beðið á því, að »Frækorn« í þetta sinn vegna anríkis í prentsmiðjunni koma út seinna en vera ætti: Ti! þess að bæta úr þessu er blaðið nú tvöfalt. Til lesenda ..Frækorna. Sökum þess, að svo margir hafa gjörst kaupendur að blaðinu á þessu ári og borgað fyrirfram, er upplagið af »Týnda föðurnum« nú þrotið, og getum vér því ekki með bezta vilja vorum sent þá bók nú þegar til fleiri. En hún verður endurprentuð svo fljótt sem hægt er. Þá skal öllum verða sýna full skil. 3 árgangur Frækorna, 1902. Fáeinir árg. í kápu til sölu. Send inn 1 kr. 50 au. og bókin verður send um hæl. Það matgborgar sig að greiða and- virði Frækorna fyrirfram. Enginn, sem hefur gjött það mun be'a á móti þessu. Auk þess að bjóða nýjum lyrirframborg- andi kaupendum sérstök hlunnindi, svo sem »Týnda löðurinn« gefins, — og fleiri hundruð manns hafa sxtt því boði — viljum vér bjóða sem Gjöf til eldri kaupenda svo lengi hin nýju upplóg hrökkva til: Týnda föðurinn eða aðra jafnstóra ájæta sögu alveg gratis. Kaupendur! Yður mtmar lítið sem ekkert um að borga blaðið, en útgefanda munar mik ð um það I Sendið því sem allra fyrst borgun fyrir blaðið ! Vanskit. Sumir kvarta_ um, að btaðið komi ekki með skilum. Ur sltku verður bætt undireins og útgefandi fær að vita um það Upp/ag Frœkorna er svo að segja þrotið hjá útg. Óseld eint. af Fræk. óskast endursend hið bráðasta- Upplagið er mjög svo tæpt,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.