Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 14

Frækorn - 25.08.1903, Blaðsíða 14
126 FRÆKO RN. ___________A/UVw Fréttabálkur. Stórtíðin'ii frá Rússlandi mega það heita, að Rússakeisari hafi nú nýlega gefið út skipun um að bæta að mikium mun kjör ríkisþegna sinna. Þannig hafa allir rússneskir menn fengið fullt trúarbragðafrelsi, þ. e. a. s. öllum utanþjóðkirkjumönnum er veitt frelsi til að framfylgja sinni trúarsannfæringu eins vel og þeir væru grísk-kaþólskir. Þetta er afarstór réttarbót og mjög svo þörf, þar sem ofsóknir gegn ýmsum trú- arflokkum hafa verið daglegir viðburðir á Rússlandi um mörg ár undanfarin. — Þessutan gefur hin nýja skipun mönnum ýms réttind'í borgaralegu tilliti,— gerir ráð fyiir meiri sjálfsstjó' n, cn Rússar hafa vanist. Búsetulög landbænda eiga að breytast þeim í hag. Þessar umbætur eiga að gerast samkvæmt ráði og sam- vinnu við menn úr þjóðinni, sem kunnugt er um að fó'kið beri traust til. Loksins skipar keisari svo fyrir, að nauðungar- vinnan, sem hefur verið einhver hin versta byrði á rússneskum þegnum, skuli af- numin. — Rússar fagna eins og von er til, þessum umbótum mjög, skoða þær eins og fyrirneit um nýja og betri öld í hinu stóra ríki einvaldsherrans. — En undarlegt cr það, að á sama tíma, sem Rússakeisari virðist bera virðing fyrir rétt- lætiskröfum Rússa, traðkar hann svívirði- lega rétti Finna, brýtur þann eið, sem hann sór, er hann var hilltur sem keis- ari þ irra, sem sé, að hann skyldi halda grundvallarlög þeirra (Finnanna) í heiðri og stjórna samkvæmt þeim. Það er á sinn hdtt líkt því, sem k isarinn gerð', rétt ef.ir að hann hafði tekið við stjórn: hann gaf út hið fræga bréf td I.eimsins um frið milli þjóðanna, — en fór sam- tímis 1 jálfur alveg öfugt að ráði. — Von- andi er þó, að þær umbætur á innan- ríkisstjórn Rússa, sem keisarinn nú er að skip i fyrir, verða meiri en orðin tóin, og það því fremur, sem framtíðarheill Rússlands mun vera undir því komin, að mörgu og miklu verði þar bieytt til bóta. I Páfl Leo XIII. er dauður. Dó 20. júlí, rúmlega 93V2 árs gamall. Privat nafn hans var Gioachims Pecci. Hann var fæddur í Carpineto á Suður-Italíu 2. mars 1810 af aðalsætt. Mikið bar á skarpleika og dugnaði hans í skMunum. Prestur varð hann 1837. Kardináli varð hann 1853. Páfi varð hann kosinn 1878. Hann hefur vafalaust skoðað páfakosinguna sem Guðs köllun. Þannig segir biskup Bitter frá kosn- ingunni á Leo XIII: »Þegar hann við rannsókn kjörseðla stöðugt heyrir nafn sitt nefnt, þegar hann heyrir, að hinir tveir þriðjuhlutar atkvæða sameina sig um hann, þá verður andlit hans náfölt, og með skjálfaudi röddu og grátfylltum aug- um segir hann, að kraftar sínir séu ónógi r til þessa starfs. Loksins beygir hann sig .... Þegar kardináll sá, sem hefur umsjón um kosninguna, spyr hann, hvort hinn vi'ji ta'ca við kosningunni, svarar hann: I köllun yðar, í köllun kirkjunnar verð eg að kannast við guðs raust.« Páfi Leo XIII hefur mildað mjög virðingu páfastólsins Ogsýnt sig í öllu sen hinn djúpskyggnasti diplómat. Hann hef.ir sýnt það betur en sumir páfar á undan hon- um, að hjálp páfastólsins væri ekki lít- ilsverð. Það hefur verið segt, að Píus IX, se u var p ífi á undan Leo, hafi ávítað hin pólitisku veldi fyrir að þau kæmu ekki páfastólnum til hjálpar, ei um Leo pára að hann ávítaði þau fyrir það, að þau leituðu ekki til páfastólsins um hjálp. Þau orð sýna vel stefnu Leo páfa XIII. Hún hefur verið að Ieitast við á allar lundir að mikh álit páfastólsins og kom 1 sem f estum af hinun p ilitísku þráðum í hendur sfnar. Þó hefur hann tekið til máls í flestöllum þeim stórmálum sem staðið hafa á dag-ká heimsins á seinni áratugunum. Takmark ð, sem hann keppt- ist eftir, var að sjá páfastóllinn aftur gæddan pólitísku valdi sínu. Það lifði hann þó eigi, og skal hann hafa látið

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.