Frækorn - 11.10.1907, Page 8
316
FRÆKORN
Ómótmælanlegt.
Það er ómótmælaniegt, að drekki
eg aldrei áfenga drykki, verð eg aldrei
drykkjumaður.
Rað er ómótmælanlegt, að ef eg
drekk áfenga drykki, getur svo farið,
að mér fari að þykja þeir góðir, og
að lokum get eg þá orðið drykkju-
maður.
Rað er ómótmælanlegt, að hóf-
drykkjan er uppspretta ofdrykkjunnar,
skólinn, sem allir drykkjumenn hafa
lært í.
Það er ómótmælanlegt, að allir of- i
drykkjumenn hafa einhverntíma ver-
ið hófdrykkjumenn, og að þeir hafa |
að eins smátt og smátt orðið að of-
drykkjumönnum.
Rað er ómótmælanlegt, að ef ekki
væri til nein hófdrykkja, þá væri ekki
heldur til nein ofdrykkja.
Það er ómótmælanlegt, að ef of-
drykkjumaðurinn á að bæta ráð sitt,
þá verður hann að forðast það, sem
hefir gert hann að cfdrykkjumanni
og heldur honum enn föstum við
þann löst.
Það er ómótmælanlegt, að ef of-
drykkjumaðurinn heldur áfram að
forðast þetta, þá verður honum bjargað.
Það er ómótmælanlegt, að ef eg
ætla að verða honum til góðrar fyrir-
myndar í því skyni að fá hann til að
bæta ráð sitt, þá verð eg sjálfur að
vera bindindismaður.
Það er ómótmælanlegt, að ef allir
menn væru bindindismenn, þá væn
enginn ofdrykkjumaður til og ekki
heidur nein ofdrykkja.
Það er ómótmælanlegt, að haldi
menn áfram að drekka eins og þeir
nú gera, þá eykst tala ofdrykkjumann-
anna og ofdrykkjan heldur áfram.
Hvað getur þá verið ómötmælan-
legra en þetta, að það er skylda mín
að vera bindindismaður?
Og er það svo ekki ómótmæian-
legt, að eg á að leitast við að fá alla
félaga mína, vini og kunningja til að
vera bindindismenn, til þess að þeir
skuli aldrei leiðast út í ofdrykkju, enda
þótt þeir séu hófdrykkjumenn sem
stendur?
(Hmbl. II., eftir Mskv.)
Nokkur vanheilsu-ráð.
1. Að borða of mikið og of ótt.
2. Að gleypa í sig matinn og tyggia
hann ekki almennilega.
3. Að drekka áfenga drykki.
4. Að vaka fram á nótt og fara seint
á fætur.
5. Að hafa fötin þröng, svo að blóð-
rásin heftist.
6. Að hreyfa sig ofh'tið.
7. Að vanrækja að þvo iíkamann nóg
til þess, að svitaholurnar haldist
opnar,
8. Að fara í skjóllaus spariföt úr hlýj-
um hversdagsfötum.
9. Að svelta sig til þess að geta
keypt sér stássleg föt.
10. Að mæða sig á óþörfum áhyggj-
um og skapraunum.
11. Að taka inn meðul hvað lítið sem
að manni gengur, og þó ekki sé
nema ímynduð veiki.
12. Að hafa enga reglu á máltíðum.
Eftir norsku blaði.
Ef menn kjósa heldur heilsuráð, þá
eru þau fólgin í því að forðast það,
sem hér er ráðlagt.