Frækorn


Frækorn - 11.10.1907, Page 10

Frækorn - 11.10.1907, Page 10
318 FRÆKORN indalega er farið með þau, er næsta ótrú- legt. Stofnun þessa eiga S. d. adventistar. Forstöðumaður er iiinn frægi dr.J. H. Kellogg. Biblíurannsókn. /. lexia. — Réttlátur guð og frelsari: 1. Hverju hefir guð mesta þóknun á?Es. 65’ 18. 19. Sálm 149, 4. Es. 62, 4. 5. Hvers vegna kallast hann „vandlátur guð?“ 2. Hvernig elskar gnð mennina? Jer. 31, 3. Á hvern hátt hefir hann opinberað kærleika sinn? Jóh. 3, 16. 3. Hvað eiga allir menn að gjöra? Sálm. 102, 19; Efes. 2, 10. 4. 'Hversvegna eiga menn að lofa og veg- sama guð? Sálm. 102, 20. 21. Ilver vildi ekki leysa þá sem ætlaðir voru til dauða? Es. 14,12. 16. 17. 5. Hvernig hvetur sálmaskáldið mennina til að Iæra að þekkja guð? Sálm. 34, 9. 6. Hvernig annaðist guð þjóð sína í fyrri daga? 5 Mós, 32, 9. 10. 7. Hvernig hugsar guð ennþá um börnsín? Sálm. 18, 1, 4 —8. 8. Hvernig reynist guð mönnunum ? 5 Mós. 33, 27. Hvernig er hann vort athvarf? 9. I hverjum hafa þeir endurleystu gleði sína? Es. 61, 10. Hvenærog yfir hverju gleðj- ast þeir? 10. Hvaða hjartalag sýnir guð með því aftur og aftur að bjóða mönnum frelsun? 2 Pét. 3, 15. 11. Hvað er það, sem hlýtur að komafram, þrátt fyrir langlundargeð guðs? 2 Pét. 3, 9. 10. Opinb. 22, 11. 12. 12. Hvað er þess vegna skylda allra manna? Es. 55, 6. 7. 13. Hvaða ábyrgð hvílir á oss fyrst guð hef- ir búið oss eilífa frelsun? Hebr. 2, 3. Á sama hátt og Jesús. Nokkrir menn höfðu sótt um upptöku í meþódistasöfnuð einn í Bandaríkjunum, og það var farið að tala við þá um ýmislegt upptökunni viðvíkjandi. Upp á spurninguna: „Hvernig óskið þér að vera skírðir?" svöruðu sumir: „Eins og vant er við skíra ungbarna;" en aðrir: „Með yfirausing." (í meþódistakirkjunni eru báðar aðferðirnar viðhðfðar: að stökkva vatni yfir höfuð þess, sem skírist, eða að ausa vatni yfir allan líkamann.) — Kona ein var hin síðasta, sem var spurð, og svar hennar var þetta: „Á sama hátt og Jesús." En þetía svar virtist ekki koma prestinum vel; því hann sagði: „þú skilur mig vist ekki; égspurði: „Hvernigósk- ar þú að skíratt?" Hún svaraði aftur: „Á sama hátt og Jesús." „Þú skilur mig ekki," sagði presturinn að nýju; „á hvaða hátt óskar þú að skírast?" I þriðja sinn varsvarið. „Á sama hátt og Jesús." — „Bræður," sagði presturinn, við verðum að taka hana niður til fljótsins." (Zions Vægter.) Á hœöunum. Dr. Campbell Morgan, einn af helstu ræðuskörungum Englands, segir í ræðu: »Fyrir nokkrum árum hitti egá Suður- Englandi kæran vin; tók eg eftir því mér til mikillar hrygðar, að hann var að verða veikur af mjög hættulegum sjúkdómi, Löngu seinna, þegar eg var í Colorado, hitti eg hann aftur og gat varla þekt hann. Fjallaloftið í þessu landi hafði gefið honum kraftana aftur, og bugað sjúkdóminn. Hann sagðist kjósa fram- vegis að vera á háfjöllum, til þess að vera viss Um að fá ekki veikina aftur, — Látum oss halda oss á hæðum trúar og vonar, í loftslagi guðs anda, á sjónar- hæðunum. f*á munum vér hafa löngun til þess að seðjast á brauði himinsins. þá munum vér og vaxa upp til aldurs- hæðar Krists fyllingar.« Leiðrétting. Misprentast hefir í síðasta tbl. í fréttunum um fjárveitingar til mentamála: „Kennaraskólinn í Reykjavík 5,000 á að vera: Kvennas kólinn í Reykjavík 5000.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.