Frækorn - 11.10.1907, Síða 13
FRÆKORN
321
vera viss um, María, að geri hún það
af neyð, eru það hennar seinustu úr-
ræði. Ressi aumingja kona, sem nú
vinnur fyrir þig, hefir ekki altaf verið
þvottakona. Hún hefir átt sælli daga.
Reynsian hefir verið hennar íörunaut-
ur. Æfisaga hennar er skráð skýru
sorgarletri á hennar föla og tærða
andliti. Borgaðu henni skilvíslega
það, sem hún setur upp, og láttu hana
ekki fara seint heim á kvöldin.
»Þú ert snemma búin í dag, Krist-
ín«, sagði frú M. þegar þvottakonan
kom inn í snotra herbergið hennar
til að taka móti kaupi sínu.
»Já, guði sé lof. Þungri byrði er
létt af hjarta mínu. Eg hélt eg þyrfti
að vinna til kvölds, þótt eg geti ekki
greiðlega mist mig að heiman«.
»Er nokkur veikur hjá þér heima?«
spurði gamla konan vingjarnlega.
»Snemma í morgun«, svaraði vesl-
ings konan með tárin í augunum, »fór
eg frá barninu mínu dauðveiku, eg
býst eins við, að það lifi ekki til morg-
uns. Enginn er til að líta eftir því,
nema níu ára gamall drengur. Eg
þarf að flýta mér heim«. Hún tók
við kaupi sínu og lagði af stað.
Skömmu seinna heimsóttu þær báð-
ar þvottakonuna — unga frúin, sem
varla vissi, hvað sorg var, og gamla
konan, sem hafði fengið hvítt hár í
baráttu líisins. Þær komu inn til fá-
tæku drykkjumannskonunnar og barna
hennar, þar sem hún bjó í köldu og
hrörlegu hreysi. Hún hafði ekki kom-
ið of seint heim. Veika barnið, sem
andaðist um miðnætti, þekti móður
sína. Vina hendur tóku það frá hinni
syrgjandi móður og veittu þvi nábjarg-
irnar og færðu það í hvítan líkhjúp ;
og meira gerðu þær — þær tóku þátt
í sorg hinnar syrgjandi móður.
»Móðursystir mín«, sagði frú M. !
með tárin í augnnum, »þó eg blessi
þig svo innilega, hversu miklu fremur
mun ekki veslings Kristín gjöra það.
Hún á það þér að þakka, að hún
kom ekki of seint. Þetta er sorgleg-
ur, en um leið nytsamur lærdómur,
sem eg mun aldrei gleyma. En var
þessi viðburður, sem þú sagðir mér
svona í raun og veru, eg meina alveg
sannur?«
»Sá viðburður er svo sannur og
verulegur, að hann gjörði hár mitt
hvítt, áður en eg varð þrítug, ogend-
urminningin um hann hefir verið ein
af mínum þyngstu sorgum. Það er
engin furða, þó eg hafi meðaumkuu
með aumingja þvottakonunni.«
X.
Eftirtektaverð orð.
í síðasta tbl. »Bjarma« er þetta um
»Andatrúna«, tekið eftir hinu góðkunna
sænska íímariti »Facklan«:
Dr. Richet sagði á fundi Sálnarann-
sóknarfélagsins í Lundúuum 1Q05: »Prátt
fyrir alla mögulega viðleitni mikilhæfra
manna, þá væri það mesta fjarstæða, að
trúa því, að þeir hafi komist að nokkurri
skýlausri niðurstöðu. Þrátt fyrir alt það,
sem gert hefir verið, hefir þó ekki tekist
að komast svo langt, að þessi dularfullu
fyiirbrigði verði talin með því, sem vís-
indin hafi sannað. Það væri næsta óhyggi-
legt að trúa því, að nokkuð slíkt ætti sér
stað«.
Blaðið (»Bjarmi») bætir svo við:
Þetta er nú árangurinn af öllum þessum
rannsóknum í 50 ár eða meira. Og þó
trúa margir því, eins og nýju neti, að
dularfullu fyrirbrigðin séu vísindalega sönn-
uð, alveg eins og það, að jörðin gangi
í kringum sólina eða flóð og fjara komi
af áhrifum tunglsins. »Vilfist ekki«.