Frækorn - 22.04.1909, Blaðsíða 3
FRÆKORN
59
Biskuparnir þr'r-
Ran lög voru afgreidd frá al-
þingi 15. þ. m., að biskupar
tveir verði skipaðir í viðbót við
þann, sem nú situr í embætti.
Nefnast þeir vígslu-biskupar og
eiga ekkert annað biskupsverk
að virina en að vígja hinn reglu-
lega biskup íslands, ef nýr slík-
ur verður skipaður án þess að
formaður hans hafi getað vígt
hann; þ. e. ef oss skyldi bera
undir, að biskup landsins deyji
svo skyndilega, að hann geti
ekki áður v'gt eftirmann sinn.
Slíkt »óhapp« getur ef til vill
átt sér stað einu sinni á öld, og
ef til vill ekki.
En alþing er nú orðið svo |
óumræðilega forsjólt, einmitt á
þessum tíma, þegar aðskilnaði
ríkis og kirkju vex fylgi dag frá
degi, að nú á svo sem að sjá
fyrir því, að einhver íslenzkur I
biskup geti vígt aðalbiskup lands-
ins. — — Það væri líkaóbæri-
leg hneisa, ef til þess skyldi
koma, að einhver trúbróðir í
öðru landi en þó í sömu lúth-
ersku kirkju skyldi þurfa að biðja
blessun drottins yfir íslenzkan
biskup. — Slík óhæfa á nú eftir
þessu aldrei að þurfa að eiga
sér stað. Pessá óumræðilegu
forsjá, að útvega landinu ekki
einasta einn heldur tvo vígslu-
biskupa, eiga menn nú að þakka
þessu alþingi, enda göngum vér
út frá því, að svo verði gjört.
Hefðu nú þessir biskupar j
fengið eitthvað að vígja annað
en þennan væntanlega biskup,
sem þó ef til vill ekki verður
vígður af þeim, þá hefði eitthvert
vit verið í þessu; t. d. hefði
það verið hægt að skifta land-
inu í tvö biskupsdæmi, og láta
hvorn vígslubiskupinn vígja þá
presta, sem kæmu til að þjóna
í hans biskupsumdæmi.
Hefðu svo þessir biskupar
ekki getað komið sér saman um
það, hvor ætti að vera »öðrum
meiri, þá hefði þriðji biskupinn
orðið yfirbiskup eða »erkibisk-
up«.
Pað hefði orðið há-kirkjulegt
og sjálfsagt há-sjálfstætt um leið.
þessir nú lögákveðnu vígslu-
biskupar eiga sem beturfereng-
in laun að hafa, en 500 kr. er
áætlaður kosnaður við vígslu
þeirra, einhver skrúði eða »stáss« |
á víst að veitast þeim til að i
»dubba« þá upp með.
Aðalbiskupsstarf þeirra hlýtur ,
að verða að »sýna sig« — og
svo að taka við orðum og titl-
um, sem sjálfsagt er að lendi á
slíkum mönnum.
Bannlögin í bandaríkjunum.
Mótstöðumenn aðflutnings-
bannslaganna hafa hafið einkenni-
lega mikinn úlfaþyt út af því, hvert
aðflutningsbann væri í sumum
fylkjunum í Bandaríkjunum eða
ekki. Pað er eins og það væri
svo gríðar þ/ðingarmikið, og vér
íslendingar mættum alls eigi fá
aðflutningsbannlög fyrir það, að
þau væru ekki annarsstaðar. Eink-
um hefir Jón Jónsson í Múla mik-
ið um það skrafað, og að eigin
dómi af þekkingu mikilli.
Pótt þetta sé eigi mjög þýð-
ingarmikið atriði fyrir oss, þar
sem bannlögin eru í sjálfu sér
jafn góð og holl fyrir þjóðfélagið,
þótt þau væru annarstaðar hvergi
til, ogaltafverða einhverjirað byrja
fyrst á hverju sem er, þá virð-
ist mér samt rétt að skýra mál
þetta, svo sérhver geti gert sér
það Ijóst til fullnustu, og séð
hvílík hálrnstrá það eru, sem and-
banningar grípa til.
Eins og oft hefir verið tekið
fram, þá öðluðust bannlögin í
Maine gildi árið 1851, og eru
það elstu vínbannslög, er eg veit
um á seinní tímum. Sá er mest
og bezt starfaði að því, hétNeal
Dow, borgarstjóri í Portland
Maine (fæddur 20. mars 1804,
dáinn 21. okt. 1869) og er hann
kallaður faðir bannlaganna þar.
Hann starfaði ákaflega mikið að
því, og það leið langur tími frá
byrjun bannlagahreyfingarinnar
þar til lögin komust á. Til gam-
ans skal geta þess, að árið 1839
var fyrst gengið til atkvæða um
vínbann í Portland og voru 564
með banni en 599 móti því.
En eins og annarsstaðar í heim-
inum, þá óx þar fylgi bannvina,
en hinum fækkaði.
Pegar bannlögin öðluðust gildi
í Maine voru þau algerð bannlög
gegn innflutningi, tilbúningi og
sölu áfengis.
Petta þótti vínsölum hart, og
kærðu fyrir sambandsþinginu í
Washington, og varð það til þess,
að lögin urðu numin úr gildi
1855.
Orsökin til þess, að bannlög-
in voru numin úr gildi var sú,
að í grundvallarlögum Banda-
ríkjanna er ákvæði, er bannar að
hefta verzlun við fylkin innbyrðis
eða erlendar þjóðir. Ef því vín-
fati var skipað á land við ein
hverja höfn í Maine, og fatið átti
að fara til lllinois eða annara
fylkja, þá var Maine skyldugt
til þess, að leyfa að skipa fat-
jnu í land, og flytja það með