Frækorn - 22.04.1909, Blaðsíða 14

Frækorn - 22.04.1909, Blaðsíða 14
70 FRÆKÖRN Mér hefir verið sagt af óljúg- fróðum mönnum, að stúdenta- félagið hafi haldið fund fyrir nokkru og reynt að rífa niður það, sem eg og hr. Pétur Zóphóníasson ritstj., hr. Halldór Jónsson og fleiri bindindismenn liafa sagt og ritað um málið, en þeir, sem fyrir þeim umræðu- t’undi gengust, þóttu einhvern- veginn auðveldara að boða ekki þá menn á fund, sem þeirvildu ráðast á. Ekki vtit eg, hvorthr. M E. þykir slík bardaga-aðferð sér og sínum málstað samboð- in, en mörgum góðum drengj- um liefir hún þótt all-einkenni- leg. Fjarri fer því, að eg reiðist dýralækninum út af skrifum hans. Afstaða hans í þessari deilu er altof aum til þess. Pað er ekki hægt annað en að vorkenna m 'iinum, sem leitast við að vinna gegn jafnsjálfsagðri réttar- bót og aðflutningsbannið er, og með jafn ónýtum og bitlausum vopnum og ejört hefir verið. — — Og að brennivín og dylgjur um ódrengskap eigi heima í sama hálsi — það er ekki til að reiðast yfir. Með- aumkun á þar bezt við. — — Petta er orðið oflangt mál. Bið eg lesendur velvirðing- ar á því. En á síðustu stundum ævi Bakkusar hér á landi fylgja menn honum með athygli, nærri því éins og hann væri mikil- menni, *karlskömmin«. Rvík. e/4 1909. D. Östlund. Tollaukalög gengu í gildi 11. f. m. — sama dag og þau voru afgreidd frá alþingi: 1. gr. Pangað til annari skip- an verður komið á skattamál landsins skal greiða aðflutnings- gjald sem hér segir: 1. Af alls konar öll kr. 0,10 af hverjum potti. 2. Af alls konar brennivíni, rommi, kognaki, whisky, arraki og sams konar drykkjarföngum með 8" styrkleika eða minna kr. 1,00 af hverjum potti, yfir 8° og alt ag 16" styrkleika kr. 1,50 af hverjum potti, yfir 12° og alt að 16° styrkleika kr. 2,00. Af 16° vínanda, sem aðfluttur er til elds- neytis eða iðnaðar, og gerður er óhæfur til drykkjar undirumsjón yfirvalds, skal ekkert gjald greiða. 3. Af rauðvíni og samskonar hvítum (eigi freiðandi), svo og af meskuvíni 0,50 af hverjum potti. 4. Af öllum öðrum vínföng- um, þar með töldum bittersam- setniugum, sem ætlaðar eru ó- blandaðar til drykkjar, svo ogaf súrum berjasafa (súrsaft) 1,00 af hverjum potti. 5. Af bittir-vökva (bítteres- sents, elixír og þvl.) 1,50 af hverjum pela, eða minni ílátum. Eftir sama hlutfalli skal greiða toll sé varan aðflutt í stærri ílát- um. Séu vörutegundir þær, sem taldar eru í töluliðinu 2., 3. og 4., fluttar í ílátum, sem rúma minna en pott, skal greiðasama gjald af hverjum 3 pelum, sem af potti í stærri ílátum. 6 Af tóbaki alls konar, reyk- tóbaki, munntóbaki, neftóbaki og óunnu tóbaki kr. 1,50 af hverju pundi. 7. Af tóbaksvindlum og vind- lingum (cigarettum) kr. 2,60 af hverju pundi. Vindlingar tollast að meðtöld- um pappírum og öskjum eða dósum sem þær seljast í. Tóbaksblöð, sem aðflutt eru undir umsjón yfirvalda, og not- uð eru eingöngu til fjárböðunar, eru undanþegin aðflutnin<rsgjaldi. 8. Af óbrendu kafíi og kaffi- bæti alls konar 13 auraafhverju pundi. 9. af alls konar brendu kaffi 18 aura af hverju pundi. 10. Af sykri og sírópi 6x/a eyrir af hverju putidi. 11. Af tegrasi 50 aura af hverju pundi. 12. Af súkkulaði 20 aura af hverju pundi. 13. Af kakaódufti 13 aura af hverju pundi. 14. Af öllum brjóstsykurs- og konfekttegundum40auraaf hverju pundi. 2. gr. Með lögum þessum-er úr gildi feld 1. gr 1 —14 í toll- lögum fyrir ísland fiá 8. nóv. 1901 og 1. gr. í lögum 31. júlí 1907 um framlenging á gildi laga um hækkun á aðflutningsgjaldi frá 29. júlí 1905 og skipun milli- þinganefndar. 3. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. Af þeim ofan- greindum vörum, sem aðflutn- ingsgjald er hækkað á, eða nýtt gjald á lagt og flytjast til lands- ins frá 12. marz 1909 þar til lögin öglast gildi, skal greiða aukagjald, er nemi hækkuninni eða tollgjaldinu.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.