Frækorn - 22.04.1909, Blaðsíða 7
»Því kemur þú ekki heim t'yr
en þetta, strákur?« sagði Jón
gamli við hann.
»Láttu sem þig varði ekkert
um mig, og haltu þér saman«,
svaraði Skúli.
»Ætlarðu að standa uppi í
hárinu á mér, honum föður
þínum, strákur«, sagði Jon gamli,
um leið og hann saup vænan
sopa úr þriggja pela flösku sem
var hálf af brennivíni, og hann
tók úr vasa sínum.
»Oefðu mér að dreypa í«,
sagði Skúli, í óþýðum róm.
»Að eg fari að gefa þér í
staupinu, nei, það skal ekki
verða«, sagði Jón, um ieið og
hann stakk flöskunni á sig.
>Pú skalt, þú skalt«, sagði
Skúli og þaut að föður sínum,
»já, þú skalt, bannaður nirfillinn
þinn! Ætlarðu að gera það?«
»Þú skalt aldrei fá það«,
urraði í Jóni gamla.
Nú var Skúli hamslaus af reiði
af þráa föður síns. Hann sló
hann högg á nasirnar, svo blóð-
ið rann í lækjum úr nösum hans
og munni, þreif af honum flösk-
una og teigaði úr henni.
Jón gamli lét á meðan högg-
in dynja á Skúla, þar til hann
þreif flöskuna og keyrði hana
í höfuð hans, svo hún fór í
þúsund mola. Jón gamli hné í
óvit við höggið, og blóðið og
vínið rann í lækjum eftir gólf-
inu.
Fyrst í stað var Skúli svo
óður, að hann sparkaði og barði
á föður sínum, þar sem hann lá,
og tautaði aftur og aftur: »Þetta
var mátulegt handa þér, já, þó
eg hefði alveg drepið þig, svín-
ið þitt, já, b . . . . svínið þitt.«
Brátt rann honum reiðin, er
FÞÆkORN
hann sá, að Jón gamli hreyfð-
ist ekki, frekar en dauður væri.
Óútmálanleg hræðsla greip
hann, ef að hann hefði nú drep-
ið föður sinn.
Vínið rann af honum, í einu
flughasti. Hann svitnaði af
hræðslu, svo beygði hann sig
niður að föður sínum og hler-
aði. Nei, hann dróekki andann,
hann var dauður. — Og eg er
morðingi, guð minn.«
Hann varð nú eins hamslaus
af örvæntingu, eins og hann var
áður af reiði. Að lokum sletti
hann sér þreyttur og örvinglað-
ur á bekkgarminn; hann sat þar
með raunatölum og ekka, þar
til hann féll í svefn, en Jón
gamli láá gólfinu hreyfingarlaus.
Alt í einu birtist maður í kofa-
dyrunum. Honum hnykti fyrst
við fráganginn, samt gekk hann
inn og tók að leita að lampa
eða einhverju, sem hann gæti
kveikt á, og um síðir fann hann
ofur lítinn bút af vaxkerti, og
kveikti á honum og setti hann
á borðið.
Maðurinn aðkomni var hár
vexti, laglégur og þokkalegur,
rauðhæróur með rautt yfirskegg.
Hann sótti nú vatn og dreypti
því á Jón gamla og lagði hann
í hálmflet er var út í einu kofa-
horninu. Jón gamli fór nú smátt
og smátt að rakna úr rotinu og
fékk ráð og rænu, svo að hann
gat beðið um vatn.
Maðurinn færði honum það,
en þegar Jón sá manninn, æpti
hann:
»Daði! Daði! Ertu ekki Daði,
sem kendir mér að drekka vín,
er steypti mér í ógæfu, sem
gerði ver, en þó þú hefðir myrt
mig. Farðu út, Daði, þú vondi
63
óvinur, sem með slægð og und-
irferli sveikst frá mér stúlkuna,
er eg unni, og sviftir mig með
því allri lífsgleði. Út, eg vil
ekki sjá þig, út, hundurinn þinn,
eg get ekki séð þig.«
Aðkomumaðurinn hlustaði á
þessi orð Jóns með hluttekningu,
en mælti svo:
»Eg er að vísu ekki Daði, ert
eg er sonur hans, og sagður
líkur honum í útliti. Faðir minn
er dáinn; eg er hálfbróðir Skúla
sonar þíns. Móðir mín, eða
okkar Skúla, liggur nú fyrir
dauðanum og er hér í þorpinu.«
»Út, út, enginn af ættfólki
Daða skal koma fyrir augu mín,
ef eg má ráða, heyrirðu það«,
hrópaði Jón gamli hásum róm.
Maðurinn anzaði ekki þessu,
en vatt sér til hliðar út úr kof-
anum og stóð úti skamma stund,
þar til hann heyrði, að Jón gamli
hraut hátt. Hann fór þá aftur inn
og reyndi nú að vekja Skúla.
Þegar Skúli vaknaði og sá
manninn, stamaði hann: »Hv-e-r
ert-u?
»Eg er hálfbróðir þinn, Jón
Daðason«, svaraði maðurinn.
»Nei, Jón, er það virkilega?
Nei, nú trúi eg ekki«, sagði
Skúli án þess að vita eiginlega,
hvað hann var að segja.
»Já, það er Jón, hálfbróðir
þinn, hefurðu heyrt mig nefnd-
an?« sagði Jón þá.
Skúli svaraði ekki, en tók við-
bragð, því nú mundi hann eftir
föður sínum. »Hvar er hann
pabbi?« spurði hann all-áhyggju-
fullur.
»Honum líður vel«, sagði Jón,
»hann sefurvært; én Skúli, móð-
ir okkar er veik, og langar til
að sjá þig, áður en hún deyr,«