Frækorn - 22.04.1909, Blaðsíða 2
58
ekki, að biblían sé eina reglan
fyrir trú og breytni manna. Og
þótt hún kenni, að biblían sé
innblásin af guði, þá gildir sú
kenning lítið sem ekkert, þar eð
hún kennir margt, sem hún sjálf
segir og hver maður veit, að
stendur ekki í biblíunni.
Hver kaþólsk kenslubók stað-
festir, að svo sé. Vér skulum
hér vitna í eina þeirra:
»Er það þá ekki nægilegt, að
vér höldum oss eingöngu til bibl-
íunnar? Nei, vér verðum líka að
meðtaka hina kaþólsku erfðakenn-
ingu; því að 1) það stendur ekki
ritað í biblíunni, hve margar guð-
dómlegar bækur séu til, né hvað
þær heita, eða 2) hver sé hin rétta
þýðing þeirra; þar að auki eru 3)
ekki allar trúgreinar og boð full-
komlega sett fram í henni, t. d.
um gildi öar/zöskírnarinnar, um
helgihald sunnudagsins í stað sabb-
atsins o. fl.« — P. I. Deharbe:
Fuldstændig Lærebog i den ka-
tholske Religion. Kjöbenhavn 1873.
Bls. 61.
Lútherska kirkjan segist trúa,
að biblían sé »hin eina mæli-
snúra fyrir trú og breytni krist-
inna manna« (samber Agsborgar-
trúarjátninguna og Lisco: Hin
postullega trúarjátning). En lúth-
erska kirkjan leggur svo mikla
áherslu á játningarritin og á það,
að kenningarnar eigi að vera í
samræmi við þau, að biblían er
áreiðanlega ekki heldur í þeirri
kirkju eina reglan fyrir trúnni.
Og sama má segja um fleiri
aðrar kirkjudeildir. F*ær gera á-
kvörðunum kirkjufunda sinna
jafnhátt undir höföi og biblí-
unni, og þá er eðlilegt, að margt
í kenningunni verði andstætt
ritningunni. Að segja, að
allar kirkjudeildir »byggi jafnt«
á biblíunni, það er herfileg villa
og ekkert annað.
FRÆKORN
Loks skulum vér fara nokkr-
um orðum um
Aðventistana. Reir skilja sig
frá flestum öðrum kirkjudeildum
í því, að þeir í raun og sann-
leika viðurkenna ekkert annað
en ritninguna sem trúarreglu.
Af þessu leiðir sú breytni
þeirra að hafna öllu því, sem
hiriar kirkjudeildirnar halda fast
án stuðnings ritningarinnar.
Aðventistar trúa ekki barna-
skírninni og nota hana ekki, af
því að enn hefir enginn getað
fundið eitt orð um hana í ritn-
ingunni, en þeir skíra þá, sem
trúa orði guðs og taka sinna-
skiftum — í samræmi við orð
ritningarinnar.
Reir trúa ekki á ferminguna,
af því að hún er ekki nefnd á
nafn í biblíunni.
Reir halda ekki sunnudaginn
héilagan, af því að í ritningunni
finst enginn stafur um sunnu-
dagahelgihald, en halda þar á
móti hvíldardag drottlns, sam-
kvæmt guðs heilaga orði í ritn-
ingunni.
Fleiri dæmi þessu lík mætti
nefna.
Fullyrðing »Breiðablika« um,
að mismunurinn milli kenninga
kirkjudeildanna sé jafn-mikill og
hann er þrátt jyrir það, að þær
»allar byggi jafnt á« biblíunni,
er ein »furðu!eg« endileysa.
Sannleikurinn er sá, að kenn-
inga-mismunurinn milli kirkju-
deildanna stafar blátt áfram af
því, að flestar kirkjudeildir hafa
burtkastað orði lifandi guðs og
sett »mannakenningar« og »hé-
giljur* í þess stað. F*að er held-
ur ekki undarlegt þá, að kenn-
ingarnar verða svo margvíslegar.
Hver vill fylgja sínu fram, og
hirðir ekki um aðra.
Vegurinn ti! einingar í trúnni
er guðs orð. Gott að ritstjóri
»Breiðablika« og allir aðrir væru
svo víðsýnir, að þeir sæi þenn-
ar. sannleika!
Ef »Kristsmyndin« á að móta
skoðun manna á innblæstri og
gildi ritningarinnar, þá liggur
beinast við, að byggja á orðum
Krists sjálfs í ritningunni; þau
orð eru það, sem allar sannar
»Kristsmyndir« eru dregnar af,
og af þeim orðum eru mörg,
sem hiklaust halda fram inn-
blæstri og gildi ritningarinnar.
Vér höfum oft skírskotað til
þeirra í »Frækornum«, og nefn-
um hér eitt hinna skýrustu þeirra
(Jóh. 10, 35);
„Ritningin getur ekki raskast.“
F*að fór svo illa fyrir einum að
al-andmælanda innblásturskenii-
ingarinnar hérá landi, þegar hann
sá þau orð Jesú Krists fyrir aug-
um sér, að hann fór að kenna,
að Jesús Kristur hefði ekki þá
»vísindalegu þekkingu«, er með
þurfti til þess að geta dæmt rýtt
um ritninguna, og því véfengdi
hann frelsarann sjálfan.
Svo langt má »vaða í villu og
svíma«, þegar »speki þessarar
aldar höfðingja« gagntekur huga
manns, sem annars telst vera
guðhræddur og áhugasamur lúth-
erskur kennimaður.
»Hver, sem hefir eyru til að
heyra með, hann heyri.«
»Orð þitt, drottinn, veg oss
vísi.«
Ekkert annað Ijós getur vísað
oss rétta veginn.
Ekkert annað getur skorið úr
því, hver »kristindómstegundin
sé sannasta mynd kristindóms-
ins«.