Frækorn - 22.04.1909, Blaðsíða 10

Frækorn - 22.04.1909, Blaðsíða 10
66 FRÆKORN augun voru óvenjulega stór, og | flutu í tárum. Meðan þau enn voru lokuð, barst að eyrum hennar hiðynd- islegasta hljóð, sem konan nokk- urntíma heyrir. Hljóð, sem dreg- ur saman í eitt alla þá gleði, sem sálin getur rúmað — fyrsti grát- ur fyrsta barnsins. Hún opnaði augun, og sá, að Anna tengda- móðir hennar sat á stól við rúm- ið og var að prjóna. »Er þetta barn? spurði hún. »Á! Þú ert þá vöknuð«, sagði Anna. »Já, það er barn. Margrét frænka þín er að baða það«. • Færðu mér það. Segðu Mar- gréti að færa mér það strax«. »Bráðum, góða mín; vertu nú hæg«. »Nei strax. Ef hún kemurekki strax með barnið, þá fer eg til hentiar*. »Uss! f*ú átt að vera kyr og róleg, og ef þú hreyfir þig úr rúminu, áður en vikan er liðin, þá má hamingjan vita, hvernig fer, eftir því sem læknirinn seg- ir.« »Já, eg veit það, eg er slæm og heimtufrek, en eg héfi ekki heldur séð barnið ennþá — ekki einusinni séð það, og ef þú kem- ur með það, þá skal eg vera góð. Eg skal vera róleg — al- veg róleg. Vittu, hvernig fer.« »Jæa, ef þú lofar því — lofar því statt og stöðugt,* sagði Anna. »Bídduvið. Seztuaftur,mamma. Seztu hérna hjá mér. Eg þarf að spyrja þig að dálitlu. Er það — er það líkt nokkurum?* »Líkt nokkurum. O, ekki er nú laust við það. Eg hefi aldrei séð barn eins líkt móðursinni*. »Líkt mér! Ó, færðu mérþað, Færðu mér það. Mér er ómögu- legt að bíða lengur*. Anna fór inn í hliðarherberg- ið og sagði Margréti, að Þóra væri vöknuð, og vildi endilega fá að sjá barnið. »En hún vill líklega taka það«, sagði Margrét. »Við verðum að trúa henni fyrir því«. »En er það óhætt? Er hún fyllilega með sjálfri sér«. »Við verðum að hættaáþað«. Margrét reifaði barnið og stakk upp í það pelanum, tók það á handlegg sér, og bar það inn í herbergi Póru, stanzaði við rúm- stokkinn ogsagði: »Hérna kem- ur það, líttu nú á.« »Fáðu mér það. Fáðu mér það«, hrópaði Þóra og rétti fram hvíta, titrandi handleggina.» Gáðu að þér. Farðu varlega«, sagði Margrét. En það var ekkert að óttast. Þóra vafði barnið að brjósti sér með þessum frjálsu, djörfu, mjúku móðurtökum, sem við þekkjum. • Barnið mitt. Elsku barnið mitt«, sagði hún lágt og föla andlitið Ijómaði afánægju. »Já, hún er lík mér. Eg sé það sjálf, en því opnar hún ekki augun? Er hún sofandi. Nei, það getur ekki verið, hún er að sjúga litla lóa. En hve hún erfalleg. Pað er flónslegt af mér að segja það, en það er samt alveg satt. Góa mín góa! Lilla lóa! Lómana, lómana barn! Fessi sundurlausa, vitlausa, saklausa tæpatunga móðurástar- innar kom tárunum fram í aug- un á Önnu og Margrétu, þótt þær reyndu að aftra því. »Hefir Óskar séð hana?« >Ekki ennþá«, sagði Anna. »En hann er kominn heim. Er það ekki? Varstu ekki að segja, að hann væri kominn?« »Ójú, en hann var uppgefinn og syfjaður, og eg lét hannfara að hátta«. »Magnús kom líka, en eg gat ekki fengið hann til að hátta. Hann er að bera vatn í eldhús- ið.« »Ó hve allir leggja mikið á sig mín vagna«. »Ekki finst okkur það«, sagði Anna. »Eg hefi fært ykkur barn í staðinn*, sagði Fóra, og leit á fésjóðinn, sem lá við brjóst henn- ar, eins og hún hefði þar fært þeim allan auð heimsins. Alt í einu hrópaði hún. »Ó! Ó! Lít- ið á!« Margrét, sem stóð hinumeginn í herberginu hiökk saman og var nærri hnígin í ómegin. »Hvað hefir komið fyrir«, sagði hún, og stóð á öndinni af ótta. »Lóa mín opnaði augun«, sagði Póra. Margrét fleygði sér niður á stól til að ná andanum. ^Þau eru blá, eins og mín. Óskar er mó-eygur og Helga — hún er gráeyg. En máske þau taki iitaskiftum. Taka augu nokkurntíma litaskiftum, Anna?« »Jú það kemurfyrir. Blá augu verða stunduin mórauð«. »Aldrei grá«. »Ekki svo eg viti«. »Ó hve það er gaman, hún skuli vera lík mér, sagði ÍJóra, og horfði á hvítvoðunginn með undrun og aðdáun. •Mamma, heldurðu ekki, að Óskar sé búinn að sofa nóg?« »Læknirinn sagði, að hann þyrfti að sofa þangað til á morg- un«, svaraði Anna.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.