Frækorn - 22.04.1909, Blaðsíða 1

Frækorn - 22.04.1909, Blaðsíða 1
HiilMÍLISBLAE) MEÐ MYNÐUM RITSTJORI: DAVID ÖSTLUND 10. arððttður. Keyklauík 22. apríl 1900. $. röiubiaö. r Aframl Áfrani! lirindurn allri blekking! Áfram! móti sól. Andann sannri auðgum þekking, ánauð hrnpi’ af stól. Brjótum niður vanans virki, vilt sem hefir þjóð. Bróðureining alla styrki, andans kyndi glóð, bróðureining alla styrki, andans kyndi frelsis-glóð. Áfram! áfram! ei má hika, afturför er sök. — Út með sjónhring eygist blika, opin stendur vök. Marga herða hrygðar-spennur. hjálp þeim ber að Ijá. Tímans hjól með hraða rennur, hika því ei má, tímans hjól með hraða rennur, hika því ei lengur má Áfram! þó að alla vega að oss hreyti smán, áþján leið með tár og trega tál og friðarrán. Áfram! meðan merki veifar myrkra dísin blind, heimskan forn, og knapi kneifar kalda eiturlind, heimskan t'orn og knapi kneifar kalda dauðans eiturlind. (Charles Mickay. - J. J.) „Furðuleg guðfræði.“ *Breiðablik« flytja í febrúar- hefti þ. árs ritgjörð eftir ritstjór- ann, séra Friðrik J. Bergmann, þar sem hann deilir við séra Björn B Jónsson, um innblást- ur ritningarinnar. Séra Friðrik j. Bergmann segir meðal annars þessi orð í ritgjörðinni í »Breiða- blikum«: »En hvernig stendur á því, að skiiningur þeirra, seni trúa bók- staflegum innblæstri ritningarinnar, er svo margvíslgur? Út af þeim margvíslega skilningi á orðum biblí- unnar er kristnin klofin sundur í ótal sértrúarflokka. Af þeim er lútherska kirkjan einn. Á hverju veit séra Björu, að skilningur henn- ar er einn réttur? Hver segir hon- um þar til? Stendur nokkuð um það í biblíunni? Ekki svo eg viti tii. »Hvað gjörir hann þá, þegar hann segist vera lútherskur maður, fremur en kaþólskur eða aðventisti? Hanu gjörir nákvæmlega það, sem eg var að segja, að væri sjálfsögð regla í guðfræðinni. Hann lætur Krist segja sér til. Sú Kristsmynd, sem hann ber í brjósti, leiðbeinir honum. Skilningur hans á Kristi og kenningu hans segir honum, að hann vilji freniur vera lútherskur maður en rómversk-kaþólskur eða aðventisti. Lútherska kristindóms- tegundin muni sannari mynd krist- indómsins, en kaþólskrar kirkju eða aðventistanna. »Hér hjálpar bókstafur ritningar- innar honurn enga lifandi vitund. Allar þessar kirkjudeildir byggja jafut á honum. Bæði kaþólsk kirkja og aðventistar trúa innblæstri henn- ar á injög svipaðan hátt og séra Björn. í biblíunni er ekkert orð um kaþólska kirkju, aðventista né Lúthers-trú. Hvað segir honum til ?« Svo langt séra F. J. Bergmann. Vér álítum, að hinn mikils- virti höfundur hafi sagt mjög svo rangt frá ýmsu í þessum áður tilfærðu orðum. Orð hans um lútherska trú, aðventista og kaþólska kirkju eru hreinustu öfugmæli. Bað nær sem sé engri átt að halda því fram, að »allar þessar kirkjudeildir« »byggi jafnt« á biblíunni. Vér skulum stuttlega færa þessum andmæl- um vorum stað. Kaþólska kirkjan kennir aljs

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.