Frækorn - 22.04.1909, Blaðsíða 6
FRÆKORN
62
12. Talaðu ekki illaumprest-
inn! Hefir þú eitthvað við hann
að athuga, þá er bezt að gjöra
það við hann persónulega.
Siðferðisástandið á vorum
dögum
er rotnara, en margan grunar.
í ýmsum löndum eru hreint og
beint »glæpamannafélög«, og sum
þeirra standa í sambandi hvor
við önnur bæði í löndum þeim.
þar sem þau eiga heima, og eins
landa á milli.
Eitt þessara félaga nefnir sig
»Svarta höndin«. A síðustu ár-
um hafa þúsundir glæpa verið
drýgðir í nafni þess félags.
Félagið »Svarta höndin« heimt-
ar árlega »skatt« af miklum Fjölda
manna; enginn, sem vill vera
óhultur um líf sitt, þorir að
neita að láta úti féð, sem »hönd-
in« heimtar. Um 30,000 manns
lit'a af því fé, sem þannig er
ógnað út af mönnum.
Aðeins í New York er ætlast
til, samkvæmt skýrslum Iögregl-
aCCocxXó ia,
lia-
Tvcm.
unnar þar, að »tekjur« félagsins
nemi árlega meir en 20,000,000 -
tuttugu mill. — krónum.
Vér sýnum hér eina mynd af
bréfi, sem einn auðmaðurinn í
New York nýlega fékk. — Rað
er ritað á ítölsku, og hljóðar
þannig á íslenzku:
»Háttvirti vinur! Félagið hefir
ekki gleymt yður. Færið (oss)
peningana, ella eruð þér dauð-
ans. Vér hlífum engum,oglög-
reglan getur ekki verndað yður.«
preparate pcr ui
TUA MOKTE
Til þess að sýna, að bréfið er
frá »Svörtu höndinni«, er eitt af
merkjum þess sett undir bréfið.
Af öðrum merkjum setjum vér
hér þrjú: Merkið til vinstri tákn-
ar brú dauðans, merkið efra til
hægri »svörtu höndina« sjálfa,
en merkið neðra til hægri þýð
ir: »Þér skuluð deyja«.
Sigraðu hið illa!
Sasra-
Hann var einhver sá mesti
drykkjumaóur, sem sögur fóru
af, hann Jón gamli Grímsson.
Hann var einn af þeim sorglega
mörgu mönnum, sem ekki hugsa
um neitt, ekki lifa fyrir neitt,
nema eiturbikarinn — brenni-
vínsflöskuna; hann var með öðr-
um orðum á þeim vegi, sem
liggur þráðbeint að barmi grafar
og dauða. Jón gamli var reglu-
maður framan af ævi sinni, en
maður, að nafni Daði, er síðar
verður nefndur, kom honum til
að drekka, og mun Jón þá hafa
verið um þrítugt.
Eftir að Jón fór að drekka,
bjó hann jafnan vió sorg, eymd
og mæðu. Hann hafði aldrei
gifst, en átti samt einn son, er
nú var 18 ára að aldri og hét
Skúli, Hann var ákafur drykkju-
maður, en sá, sem gaf honum
fyrsta staupið, var faðir hans.
Hann var í rauninni drengur
hinn bezti, er hann naut sín, er
sjaldan var; hann var vondur
við vín.
Þeir feðgar áttu heima í koti
einu, rétt við sjó. Kotiðvargam-
alt sjávarnaust, er róðramenn
höfðu legið við f og geymt í
pjönkur sínar.
Kot þeirra feðga var rétt nið-
ur dottið og lífshætta í því að
vera. Rar var sóðalegt um að
litast úti fyrir, en hálíu verra er
inn kom. Óþrifnaðurinn var
fram úr hófi. Þar mátti vaða aur
og leðju upp í hné, rakinn draup
niður af veggjunum, og alt var
eftir því. Brennivínslyktina lagði
fyrir vitin langar leiðir frá kof-
anum. Þar voru einu húsgögn-
in grautfúinn borðgarmur og
bekkur hálfu verri. Koffort eitt
gamalt og ógeðslegt var alt þeirra
matarbúr.
Eitt kvöld kom Jón gamli heim
dauðadrukkinn að vanda. Hann
þrammaði inn í kofann, sletti sér
niður á bekkgarminn; þar sat
hann og rorraði i myrkrinu um
hálfa klukkustund, þar til Skúli
kom heim, og var hann mjög
drukkinn.