Frækorn - 22.04.1909, Blaðsíða 13
FRÆKORM
69
28, standa þessi orð: „Rlkið Maine sam-
þykti bannlög gegn sölu áfengra
drykkja þegar 1851“.
í rikinu Maine hefir þá aldrei verið |
annað.en sölubann, og þetta sölubann
verðtir hjá hr. Dav. Östlund að aðflutn-
ingsbanni, þegar hann þarf á því að
halda.
Eru fullyrðingar templara um „hin
ríkin" jafn áreiðanlegar?
Mundi slfk meðferð á sannleikanum
ekki bera vott utn óráðvendni?
Og mundi ekki þeim, sem slík vopn
nota, vera trúandi til að fara ógætiiega
með gæsalappir?
Eða á þessi aðferð yðar að skrifast á
gáfnafarsreikninginn?
Reykjavík 5/4 ’09.
Magnús Einarsson.
Aumi kattarþvotturinn hjá dýra-
lækninum!
í talsímanum sagði hann nógu
greinilega, að rúmið, sem eg leyfði
honum, væri sér nóg. Nú er
það orðið of lítið! Nú er það
»ókleift« að sanna digurmælin
um gæsarlappirnar. Rúmiðvant-
ar!
Almenningur hefir alment svo
gott »gáfnafar«, að hann skilur
það, að nú vantar hann ekkipláss
handa sönnunum, heldur eru það
sjálfar sannanirnar, sem vantar.
»F*að má sanna« digurmælin
»hvenær sem vill«, segir hr. M.
E. — En gallinn er sá að hr.
M. E. vill ekki gjöra það
nú. — Hann vill heldur láta
þessi stóru orð sín vera »raka-
laus«. — Hann um það!
Ekki öfunda eg dýralækninn
af þeirri gleði, sem hann öðlast
með því að snúa út úr orðum
mínum svo, að hann segir, aðeg
reiðist fyrir það, að »Frækorn«
fengju ekki skammirnar, sem
s’þjóðólfurc var látinn flytja.
Eg hélt, að hann hefði ein-
hverja sönnun um inálið, sönn-
un um eitthvað annað en það,
hvernig - drengur hann er sjálf-
ur.
Nú sé eg, að annað var ekki
til. F*ví segi eg viðhann: »Eg
lofa því, að eg skal ekki eftir-
leiðis meta yður meira en vert
er«.
Ekki vegna hans, heldur vegna
almennings, skal eg samt benda
á suma útúrsnúninga hans við-
víkjandi bannlögunum í Ameríku.
Rótt það standi í þýðingu
minni á grein Guy Haylers, að
bann gegn sölu áfengra drykkja
sé til í Maine, þá er þar með
ekki sagt neitt beint umaðflutn-
ingsbann fyrir það..
Eg hef sagt, að algerð bann-
lög (gegn sölu áfengra drykkja)
sé og hafi um langan aldurver-
ið í Maine. Og það er satt.
Og eg heimsótti sjálfurMaine
í fyrra sumar og sá það, að þau
lög reynast vel þar.
Ef þessi algerðu sölubannlög
í Ameríku hafa reynst vel — og
það er óneitandi — þá hugsa eg,
og með mér mikill meiri hluti
landsmanna, að þau hljóti einnig
að gefast hér vel.
ísland getur lögleitt ekki ein-
asta algert sölubann, heldur líka
algert aðflutningsbann á áfengi
til drykkjar, og það er hverjum
óvitlausum manni ætlandi að sjá,
að aðflutningsbann sé hin full-
komnasta trygging þess,aðsölu-
bannið komist að fullumnotum.
F*að var um eitt skeið all-léleg
löggæzla í Maine viðvíkjandisölu-
bannlögunum. Yfirlögreglustjór-
arnir voru mjög ónýtir í að fylgja
bannlögunum frarn, og frá þeim
tíma stafar ýmislegt af þeim að-
finslum, sem komið hafa gegn
Maine-lögunum. — En síðan
Maine fékk betri og strangari
lögreglustjóra, hafa bannlögin
reynst betri og betri.
Hr. M. E. vill gefa í skyn, að
eg láti sölubannið í Maineverða
aðflutningsbanni, þegar eg þart'
þess með, því að eg hafi í grein
Guy Haylers lagt út enska orð-
ið Prohibition með sölubann.
Hr. M. E er oftast »raka-
laus«!
F’ýðing mínáorðinu Prohibition
með sölubann er rétt. Orðið
þýðir ekki út af fyrir sig að-
flutningsbann, heldur bannlög
alment, og verður sambandið að
sýna, hvort átt sé við aðílutn-
ingsbann, eða sölubann, eða þá
hvortveggja.
Dýralæknirinn vissi sennilega
ekkert af þessu, og er honum
því vorkunn, þegar hann notar
vanþekkingu sína til þess að sýna
með óráðvendni mína. Að slík
»röksemdaleiðsla« verður „raka-
laus“, er ekki nema sjálfsagt.
Og eg tel víst, að ef dýralækn-
irinn les grein þá, sem birtist á
öðium strð íblaðinu um »Bann-
lögin í Bandaríkjunum«, þá öðl-
ast hann æðri og betri þekkingu
á málinu, og þá óskar hann
vafalaust, að hann hefði ekki
skrifað staðleysurnar í »Pistlin-
um«, sem vér höfum gjört hon-
um þann óleik að prenta hér —
samkvæmt ósk lians.
Dýralæknirinn ætlar sér að
finna sönnun gegn inér í orðum
Stórtemplars um Maine-bannlög-
in, en þau orð hafa mér vitan-
lega aldrei birtst á prenti né
annarsstaðar, þar sem eg gat
kynst þeim, enda ber mér alls
ekki að bera ábyrgð á öðrum
orðum en mínum, en það vil
eg fúslega gera.