Frækorn - 22.04.1909, Blaðsíða 4
" 60
FRÆKORN
járnbrautum fylkisins tii næsta
fylkis. Pess vegna mátti Maine
eigi banna innflutninginn, eða
réttara sagt flutning yfir fylkið;
þó Iítur svo út, sem síðar hafi
orðið undantekningar frá þessu
því árið 1887 ritar Jón bóksali
og alþm. Olafsson: »Samt eru
þar (í Bandaríkjunum) ríki, sem
hafa bannað járnbrautunum að
flytja áfenga drykki yfir lönd
sín, þótt þeir séu ætlaðir öðrum
ríkjum.« Nú virðist minnisleysi
baga hr. Jón Olafssyni, því við
aðra umræðu aðflutningsbanns-
ins á alþingi mundi hann sýni-
lega hvorki eftir þessu eða öðru,
er hann hefir ritað um bannlög-
in í Bandaríkjunum.
Áður en bannlögin voru lög-
leidd í Maine, var þar mesta
volæði af völdum áfengra drykkja
en meðan bannið stóð (1851 —55)
breyttist ástand manna mjög til
batnaðar. En jafnskjóttsem bann-
ið var aftur úr lögum numið,
sótti aftur í gamla horfið, og
voru þá aftur lögleidd (1857) bann-
lög, sniðin eftit grundvallarlögum
Bandaríkjanna, og þau lög hald-
astenn. Árið 1884voruþau með
almennri atkvæðagreiðslu tekin
upp í grundvallarlög fylkisins.
Með því greiddu atkvæði 70,783
en móti 23,811.
Afleiðingin af þessari ákvörð-
un í grundvallarlögum Banda-
ríkjanna varð sú, að fylki þau, er
næst á eftir samþyktu bannlög,
samþyktu flestvínsölubann.Norð-
ur-Dakota, Kansas, Vermont o.
fl., en sum fylkin munu hafa haft
lögin nokkuð harðari, eins og
Jón Ólafsson segir í grein sinni
1887 og bannað allan aðflutning.
[}Árið 1890 breyttist þetta mikið,
því hinn 22. Júlí (1890) samþykti
alsherjarþing Bandaríkjanna í
Washington lög, er lögðu það
á vald hlutaðeigandi ríkja og
sveitarfélaga, hvert heimilt skuli
vera innflutningur áfengisdrykkja.
Síðan alsherjarþing Bandaríkj-
anna veitti þessa heimild, hafa
fylki þau, er bannlög hafa sam-
þykt, notfært sér hana og bannað
vínið algerlega, innflutning, til-
búning, sölu o. s. frv., og á
síðustu tveimur árum, svo eigi
sé farið lengra aftur í tímann,
hafa sex fylki Bandaríkjanna sam-
þykt slík bannlög, nefnilega fylk-
in Oeorgia, Oklahama, Alabama,
Missisippi Norður Carolína og
Tennesee.
Bannlagafylgið fer því stöðugt
vaxandi.
Þó Jón í Múla viti þetta ekki,
og sé digurmæltur mjög í fá-
fræði sinni, þá er mörgum ut-
anreglumanni hér á landi þetta
vel kunnugt. Bæði hefirTempl-
ar skýrt frá því og eins blaðið
Ingólfur, er flutti snemma á árinu
1908 grein um bannlögin í Banda-
ríkjunum, er byrjaði svo: »Um
nýárið (1908) komst á aðflutn-
ingsbann í Georgia, Oklahama
og Alabamaríkjum í Bandaríkj-
unum.«
í Oklohama, sem er yngsta
ríkið í Bandaríkjunum, voru bann-
lögin tekin upp í grundvallarlög
ríkisins, og sambandsþingið í
Washington samþykti þau. Svo
var og gert í Alabama, og voru
þau samþykt í senatinu með 33
atkv. gegn 2.
Eitt er eftirtektarvert við lögin
í Alabama, og það er, að þar
er sett á fót embætti með 5000
dollara árslaunum, og á sá em-
bættismaður eingöngu að sjá um
að lögunum sé hlýtt. Slíkt á-
kvæði úr lögunum þar var tek-
ið upp í bannlögin hér, en eins
og þau nú liggja fyrir eru laun-
in of lág, 600 kr., því eigi má
búast við því, að sá er starfa
þennan heíir, geti að fleiru starf-
að.
í öllum þessum 5 ríkjum var
öllu áfengi helt niður, er lögin
öðluðust gildi, og er þeim degi,
er áfengisniðurhellingin fór fram
í Georgíu, allvel lýst í fyrnefndri
Ingólfs-grein, og vil eg vísa til
hennar. En það hefir aldrei heyrst,
að áfengisbyrgðum væri helt nið-
ur samkvæmt lagafyrirmælum,
þótt vínsölubann væri samþykt
einhversstaðar.
Að endingu vil eg ráðleggja
þeim, er hæðst hafa um það,
að aðflutningsbannslög séu
hvergi til í Bandaríkjunum, að
mæla seni fæstum orðum um
það, fyr en þeir hafa kynt sér
það vendilega, og er eg þess
viss, að þeir að aflokinni rann-
sókn viðurkenna að aðflutnings-
bannlög séu þar allvíða, svo vi,ð
íslendingar getum því miður eigi
orðið fyrsta þjóðin, er lögleiðir
hjá sér aðt'lutningsbann ááfengi.
Leitt er það, því sæmd væri
það fyrir þjóðina.
Templar.
Aðflutningsbannið.
Lög um bann gegn aðflutn-
ingi og sölu áfengra drykkja
voru afgreidd frá neðri deild
alþingis 15. þ. m. með 15 at-
kvæðum gegn 7.
Aðalefni laganna, eins og neðri
deild hefir gengið frá þeim, er í
stuttu máli:
Aðflutningsbannið gengur í