Alþýðublaðið - 18.05.1963, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 18.05.1963, Qupperneq 1
Stjórnartíðmdi 1956, A. 11. 248. ! 64 BRÁBABIRGÐA ágórt ■ . om festtngú yérðtegs og ka Forseti Tslands gjörir knnhugtFélagsmálaráðherra hefur tjáfi n íandinu beri naufisyn tif að ikoma í veg fyri L ú G iipgjaids. tér, afi. vegna a r áframhakianó tvinnuöryggis j i hækkun vcrfi* lags ög kaupgjakls á.með.an athrigun fer fra vandamálanna. Fyrir þvi eru hér með sett bráfiabirgðal skrárjnnar, á þessa leið:. ■ m á varaníegri ög, samkvaemt lausn efnahágs- 28. gr.: stjóniftr- K ' - 9. gr. \ Lög þessi öðlást þegar gildi. t Gjört að Bessastöðúm, Z8. ágást 1956, Ásgeir Ásgeirsson. I (L. S.) ' .. •• ! ’v' * , . Hannibal Valdinxarssötí, ORÐSENDING FRÁ BREZKU RÍKISSTJÓRNINNh Sósiðlistaflokkurinn samþykkti að fórna hermálinu 195 FRÉTT sú, er Alþýðublaðið birti í gær um það, að Hannibal Valdimarsson hefði vorið 1957 samið bráða- birgðalög um bann við verkfalli sjómanna, hefur vakið mikla athygli. Þykir formaður Alþýðubandaiagsins hafa sýnt það vel með umræddum bráðabirgðalögum hver hugur hans er til sjómanna. En áður, eða sumarið 1956, hafði Hannibal sýnt það, að hann gat einnig gert ráðstafanir til þess að binda kaupgjald launþega al- mennt. Fyrsta verk Hannibals í vinstri stjóminni var einmitt það að gefa út bráðabirgðalög um bindingu kaupgjalds. GLASGOW í gærkvöldi. BREZKA síjórnin lét í dag í ljós von um, að hinn hörmulegi atburður, er Milwood, Óðinn og Pallis- er áttust við hinn 27. apríl trufli ekki samskipti Breta og íslendinga. Brezka stjórnin er þeirrar skoð- unar, að beztu hagsmunum allra, sem hlut eiga að máli, yrði þjónað 'með því, að John Smith skipstjóri á Milwood kæmi fyrir rétt á ís- landi, þó að brezka^ stjórnin hafi ekki völd til að neyða hann til að gera slíkt. Talið er, að þetta hafi verið sett skýrt fram í orðsendingu, sem Home lávarður afhenti sendiherra íslands í dag. íslenzki sendiherrann dvaldist hálftíma hjá Home lávarði og tals maður brezka utanríkisráðuneytis- ins sagði síðar, að sendiherranum hefði verið afhent orðsending sem svar við orðsendingu rikisstjórnar íslands frá 4. maí (er krafizt var, að Smith yrði framseldur, Alþbl.). „Stjórnin rekur helztu atriði þessa hörmulega máls og lætur í Ijós von um, að það muni ekki trufla samskipti Bretlands og ís- lands“. Talið er, að í orðsending- unni sé farið allnákvæmlega út í atburðarásina og einkum hafi ver- ið dregin athygli að þeirri algjöru samvinnu, sem skipherrann á Pall- iser hafi veitt skiplierranum á Óðni. Það er skoðun brezku stjómar- innar, að skipstjóri, sem sakaður er um ólöglegar veiðar eigi að leyfa töku sína og koma fyrir rétt á íslandi. í orðsendingu þeirri, sem afhent var íslenzka sendiherr anum, er talið, að látin sé í ljós sú skoðun brezku stjómarinnar, að ef Smith kæmi fyrir rétt á íslandi, væri það í allra þágu, sem hlut jeiga að máli. Þar er einnig bent á, að brezka stjórnin geti ekki neytt hann til að snúa aftur. * ★ * Smith skipstjóri hefur enn ekki fengizt til að láta neina skoðun í ljós, og ekki hefur tekizt að ná í Wood, eiganda Milwoods, sem tal- inn er hafa verið á fundum með lögfræðilegum ráðunautum sínum í allan dag. ★ ★ ★ Alþýðublaðið ræddi í gærkvöldi vlð utanríkisráðherra, Guðmund í. Guðmundsson, og staðfesti hann, að íslenzki sendiherrann í London hefði í gær móttekið orðsendirigu frá brezku ríkisstjórninni. Annað vildi hann ekki segja um málið á þessu stigi. Bráðabirgðalögin um bann við kauphækkunum vom gefin út 28. ágúst 1956. Upphaf þeirra var á þessa leið: „Forseti íslands gjörir kunnugt: Félagsmálaráðherra hefur tjáð mér, að vegna atvinnuöryggis í landinu beri nauðsyn til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi hækkun verðlags og kaupgjalds ú meðan athugun fer fram á var- anlegri lausn efnahagsvandamál- anna”. Síðan koma einstök atriði lag- anna. En undir þau rita forseti ís- lands og Hannibal Valdimarsson. Segja má, að með útgáfu þess- ara bráðabirgðalaga hafi komm- únistar sýnt það, að þeir voru ó- feimnir við að binda kaupgjald I launþega þrátt fyrir allan áróður sinn fyrir kauphækkunum. Vorið j 1957 kom það einnig i ljós, að 1 kommúnistar gátu vel hugsað sér að banna verkföll. Sem forseti Alþýðusambands ís- lands lagði Han^i^a1 höfuðáherzlu á það að verkalýðsfélögin héldu að sér höndum í kjaramálum all- an þann tíma, er vinstri stjórnin sat. Og verkalvðsfélög þau, er kommúnistar réðu fóru dyggilega eftir þeim fyrirmælum ráðherra Yfirlýsing Lúhvíks '58 $ . . í D agsbrún ardeilunni haust- ið 1958 gaf Lúðvík Jósi'fsson þá við'skiptamálaráðhei ra lof orð mn það að atvirnurek- endur mættu velta kau ihækk uninni yfir í verðlagið. Á fundi með sáttasemjara 21. sept. 1958 gaf Lúðvík svo- hljóðandi yfirlýsingu og er hún bókuð í gerðabók sátta- semjara: „Sú meginregla skal giída við verðlagsákvæði eftir gild istöku hins nýja Dagsbrúnar samnings, að miðað sé við hið umsamda kaup við á- kvörðun verðlagninga r og nýjar verðreglur ákveðnar sem fyrst hafi kaupbrevtlng- in teljandi áhrif á verðlaga- útreikning”. Þannig tók Lúðvík kaup- hækkanirnar aftur af verka- mönnum um leið og samið var um þær! Framhald á 2. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.