Alþýðublaðið - 18.05.1963, Síða 2

Alþýðublaðið - 18.05.1963, Síða 2
j imatJOrsr: Giáll J. Astþórssor (áb* o» benedlkt Gröndal.—AöstoOanitstJóri J ajörgviu GuCmuucisson - Fréttastjóri; Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: ; M 809 - 14 302 — 14 903. Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið i _ Fren-smiCja A'.þýOublaesins, Hverfisgötu 8-10 - Askrlftargjald kr. 65.00 i g mánuö_ 1 laLsaiiilu kr. 4 00 elnt. Otgefandi: AlþýSuflokkurinn Þegar kommúnisfar voru i ríkissfjórn | KOIVlMÚNISTAR hafa nú aukið áróður sinn ; gegn divöl vaxnarliðsins í landinu en það gera þeir fyrir hverjar kosningar. En auk þess endurtekur , Þjóðviljinn dag eftir dag“ upphrópanir sínar um ár- ás rfkisstj órnarinnar á lífskjör almennings og bæt- j ir því við, að kommúnistar séu eini flokkurinn sem | raunverulega beri hag alþýðunnar fyrir brjósti! Umhyggja Þjóðviljans fyrir alþýðunni hljómar ; fagurlega. En skrif Þjóðviljans um kjör launþega • eru lítt sannfærandi, er menn minnast frammistöðu ! kommúnista í vinstri stjórninni. Það stóð vissulega j ekki á kommúnistum er þeir höfðu fengið ráðherra- stóla að ráðast á alþýðuna. Fyrsta verk Hannibals Váldimarssonar isem félagsmálaráðherra var að gefa út bráðabirgðalög um bann við kauphækkun um. Það var árið 1956. Ári síðar samdi Hannibal önnur bráðabirgðalög, þ. e. um bann við verkfalli f armanna. Áður en Hannibál gæti gefið þau lög út hafði deilan um kjör farmanna verið leyst með i frjálsum samningum. En það stóð ekki á Hannibal eða kommúnistum yfirleitt að banna kauphækkan ir og verkföll. Það stóð heldur ekki á kommúnistum í vinstri stjórninni að standa að álögum á almenning og gengislækkunum. Vorið 1958 lagði vinstri stjórn- in almennt yfirfærslugjald á allan keyptan og seld an gjaldeyri en isú ráðstöfun jafngilti gengislækk- un. Ráðherrar kommúnista samþykktu þessa ráð- stöfun með glöðu geði. Lúðvík Jósepsson ráðherra kommúnista í vinstri stjóminni gekk meirá að segja svo langt sumarið 1958, er Dagsbrún átti í kjaradeilu, að hann hét atvinnurekendum því; að þeir fengju að hækka verð á framleiðsluvörum sín- um sem svaraði kauphækkunum þeim, er Dags- brún var að semja um. Lúðvík lofaði sem sagt at- vinnurekendum því, að þeir fengju að taka fcaup- hækkunina aftur. Þannig reyndust þeir Hannibal og Lúðvík verkalýðnum, er þeir sátu í ríkisstjórn. Þó má segja, að kommúnistar hafi gengið lengst, er þeir samþykktu í flokksstjórn isinni haustið 1958. að þeir skyldu ekki láta brottför hersins ráða úr- slitum um aðild þeirra að ríkisstjórn. Að vísu lögðu kommúnistar enga áherzlu á þetta ,,baráttumál“ sitt meðan þeir sátu í vinstri stjóminni. En með umræddri samþykkt í miðstjóm sinni vörpuðu þeir þessu máli sínu algerlega fyrir borð og á- kváðu að meta ráðherrastóla meira en baráttu fyr- ir brottför varnarliðsins. Hins vegar hafa kommúnistar nú á ný tekið upp öll sín gömlu baráttumál. Þeir em nú á ný á móti hernum og eru aftur orðnir skeleggir baráttu menn kauphækkana og verkfalla! Þeir eru líka ut- an ríkisstjórnar. HANNESÁHO m HAFNAR ERU MIKLAR fram- kvæmdir í blágrrýtisbyrginu mikla við Búsíaðavegr, skammt frá Golf- skálanuni. Þar á að reisa nýjan vatnsgeymi. miklu stærri og vild- ugri en bann sem við höfum nolast við til þessa, og öruggt er, að ekki er undirstaðan slæm. Ég staðnæmd ist þarna einn daginn og horfði á VILDU VERK- FALLSBANN Framhald af 1. síðu. kommúnista að halda kyrru fyrir. Lúðvík Jósefsson reyndist ekki neinn eftirbátur Hannibals í því að gera ráðstafanir, er hlutu að bitna á launþegum. í september 1958 var deila um kjör Dagsbrún- ar. Hafði Lúðvík sem ráðherra miklar áhyggjur af því, að atvinnu rekstur mundi stöðvast vegna deil unnar og mætti hann á mörgum fundum með deiluaðilum. At- vinnurekendur neituðu að fallast á kauphækkanir nema þeir fengju tryggingu fyrir því, að fullt tillit yrði tekið til þeirra við verðlags- ákvarðanir. Vildu atvinnurekend- ur fá yfirlýsingu frá Lúðvík sem viðskiptamálaráðherra að þeir fengju að velta kauphækkuninni yfir í vöruverðið. Á fundi deiiuaðila með sátta- semjara 21. september 1958 gaf Lúðvík Jósepsson slíka yfirlýsingu. Hann lofaði atvinnurekendum því að þeir fengju að hækka verðlag vegna kauphækkananna og eftir að þeir höfðu fengið slíkt loforð samþykktu þeir kauphækkun. Með öðrum orðum: Lúðvík gaf at- vinnurekendum loforð um, að þeir mættu taka kauphækkunina aftur af verkamönnum. ÞANNIG VAR HUGUR LÚÐVÍKS TIL VERKA- MANNA ÞEGAR HANN VAR RÁOHERRA: Þeir Lúðvík og Hannibal sýndu það vel í vinstri stjórninni, að þeir mátu ráðherrastólana meira en „baráttumálin”. Þeir voru til- búnir til þess að binda kaupið, banna verkföll, taka kauphækkan- ir af verkamönnum og samþykktu gengislækkanir. Allt þetta voni þeir tilbúnir að gera fyrir að fá að sitja í ríkisstjórn. Haustið 1958, er vinstri stjórnin var að fara frá hélt Sósíalistaflokk urinn fiokksstjórnarfund. Höfðu kommúnistar þá mikinn áhuga á því að vera áfram í ríkisstjóm, annað hvort í vinstri stjóm á- fram eða þá í stjórn með Sjálf- stæðisflokknum sem einnig kom til greina. Til þess að greiða fyrir aðild sinni að ríkisstjóm gerði flokksstjórnarfundurinn ályktun með öllum greiddum atkvæðum gegn 4 um það að ekki skyldi gera brottför liersins að skilyrði fyrir þátttöku í stjóm. ÞAR MEÐ HÖFÐU KOMMÚNISTAR EINN- IG FÓRNÁÐ HERMÁLINU FYR- IR VON í RÁÐHERRASTÓLUM. Nýtt vatnsból fyrir Reykvíkinga. 'Á’ Sprengingar og risavélar. Gömlu mennirnir, sem hófu staríið'. t ii>iiiifimiimmMm"""""""""""",""","l>"",","""""l",lllli(II"""",,»"""""IIIII(>-<l,ll,,l,,l>lllllll,,>« loftpressu og pilt við bor, grafa í blágrýtið til að undirbúa spreng- ingar og ég fylgdist með því hvern ig risavélar ýttu björgunum burt. Mér er sagt, að þær gætu ýtt á undan sér allt að átján smálestum. ÞETTA BLÁGRÝTISSTÁL hefur staðið opið árum saman. Ég man gömlu mennina, sem sátu parna ár eftir ár, vetur, sumar, vor og haust, og hjuggu. Þeir réðust á bergið, sprengdu kláppirnar, hjuggu til grjótið í götur og bygg- ingar. Þarna sat Bensi foamli á Reyn, þarna sat Jóhann B. Snæ- feld og kvað við raust eigin vísur og stökk skellihlæjandi upp af grjóthrúgunni ef hann sá til manns. ÞEIR IIÉLDU um steininn með annarri hendinni en hjuggu með hamri sínum ótt og títt. Þeir komu snemma á morgnana, höfðu oftast með sér bitann sinr. og nenntu ekki heim í mat. Þeir njuggu upp á akkorð, og Jóhann sagði við mig: I „Ég geri það gott, lagsi, bara gott“. Þá var liann á áttræðisaldri. Bensi gamli var einhvers konar Bláskegg ur, hann var miklu rólyndari en Jóhann, en enginn skyldi gletlast við hann eða hafa uppi kerskni. Hann gat bitið frá sér í orði, svo að undan blæddi. ÞEIR HJUGGU árum saman og þeir voru fleiri. Þeir fengu strengi í handleggina, ríg í bakið, óþæg- indi fyrir brjóstið, en hjuggu samt og hjuggu — og það flögraði ekki að þeim að gefast upp. Einn þeirra tók andvarp og sló um leið. Steinn inn valt úr greip hans, en höndin var enn kreppt um sleggjuskaftið, þegar læknirinn kom og sjúkra- bíllinn. JÁ, SVONA VORU ÞEIR. Svo röltu þeir heim til sín á kvöidin, hoknir í hnjáliðum, en ótrúlega hraðfara, reru sjálfa sig áfram með öxlunum. Þeir voru titilharð ir, höfðu aidrei legið í kelerii við sjálfa sig, aldrei diegið af sér, aldrei gefizt upp, snýtt út úr sér kvefi, jafnvel taki, veðurbarðir, grátt -ryk í skeggi, augnabrúnum og hári á sumrum í þurrki, en krímóttir á rigningartímum. Þeir svikust ekki um. Þeir voru ekki augnaþjónar. Þeir unnu. OG NÚ GRAFAST stáltennur í blágrýtið. Nú ryðja risavélar grjótinu burt. — Nú skal byggja vatnsgeymi, mikið mannvirki, vatnsból allra Reykvíkinga, vatns ból fyrir framtíðina. Heill þeim, sem hófu starfið. Heill Bensa á Reyn. Heill Jóhanni Snæfeld. Hannes á hornina. Viðbúnaður... Frh. af 16. síðu. ar, og Kenýa African Democratic Union, KADU, sem Ronald Ngala stjórnar og Afríska alþýðuflokks- ins, sem Paul Ngei stjórnar. Búizt er við, að KANU muni sigra. Kosningaúrslit verða ekki kunn fyrr en 28. maí. Mæðradagsblómin Stórkostlegt úrval pottablóma. — Alltaf opið. Gerið svo vel að líta irm í Gróóurhús Paul V. Michelsen Hveragerði. Hópferðir skólabarna Athugið, að hópferðum skólabama er velkomið að skoða gróðurhús mitt með leiðsögu kennara sinna og sjá blómin og dýrin, apakötinn „Jobba“ og alla fuglana. - Gróðurhús Paul V. Michelsen ■ ■ : -y Hveragerði. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 Sími 24204 & co. P.O. BOX 1566 - REYK3AVIK 2 18; maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.