Alþýðublaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 9
an. Það hefur haldlð mér uppi. Mér líður prýðilega vel. Hérna fyrir utan ásinn er mitt hálfa himnaríki. Þar steig maður varla sínum fæti án þess að stíga á blóm. Hérna í Breiðabólstað bjó langalangafi minn, en í Þor- lákshöfn bjó langafi minn, en á Hrauni afi. Hann lét byggja Hjallakirkju eldri. Mér finnst það svo skrítið sjálfri. Þeir bjuggu allir á þessum kjálka. En ég fer ekki út á ásinn. Þar er enginn að fara með ketilinn út í smiðju. Það er enginn þar lengur. Pabbi minn sat alltaf í smiðjunni eða skemm- unni. Hann var frægur smiður bæði á tré og járn og smíðaði all- ar líkkistur í sveitinni, já, bæði hér og víðar. Litla-Land er svo heilagur staður, að mér finnst ekki að ég geta farið þangað út eftir. En þó að hann sé merki- legur, finnst mér vænna um, að hann skuli vera í eyði. Eg er svo heppin að vera komin af þessu dugnaðarfólki, sem kenndi mér að vinna og vera sjálf- stæð. Eg hugsa bara um að hvíla mig, en ég er ekkert þreytt heima. Eg er aldrei þreytt, því að ég hef mjög sterkan vilja. Já, það er hérna viljinn, sem heldur manni uppi. Þetta er allt satt, sem ég segi, ég elska sannleikann. Halla L. Loftsdóttir er herberg- isnautur Margrétar. Hún er talin vel skáldmælt. i — Hefur þú ort mikið um æv- ina? — Eg gat komið svolítið saman vísum einu sinni, en það er allt buið að vera. Eg hafði svo mörg- |um öðrum skyldum að gegna og gat ekki sinnt því, sem hugurinn þráði.” j Önnur skáldkona dvelur einnig í Hlíðardalsskóla á Mæðravik- j unni. Hún skrifar undir nafninu Hugrún, en heitir Filippía Kristj- ánsdóttir. Hún hefur verið nokkuð heilsulaus undanfarið og er þetta því hresSingardvöl. — Hvernig líkar þér dvölin hérna? — Mér finnst mjög hressandi að vera hérna. Einingin er mjög góð. Eg finn svo fljótt, hvað and- ar að og finn, að málefni þetta er stærra en maður gerir sér grein fyrir. Manni finnst maður hvíla sig svo vel hérna við brjóst jarð- ar, og gróðurandi ríkir yfir staðn- um. — Næsta verk þitt verður ef til vill um dvölina hérna? — Það gæti vel hugsazt. Eg er að ljúka við verk og maður viðar að sér efni, þar sem maður kem- ur. Eg þarf að athuga iandslagið hérna og fara í gönguferðir. Að lokum vonum við að dvölin verði ánægjuleg og ljúkum þessu spjalli mcð vísu frá fyrstu orlofs ferðinni eftir Þórunni Elfu. Og ástárþökk og ástarþökk frá inni hjartans sendum orlofsnefnd og öllum þeim, sem okkur leiddu í betri heim. Og ástarþökk og ástarþökk frá inni hjartans sendum. Efri myndin er af Ásgerði, sem er að prjóna leista á barnabörnin, óg af Jósefínu, er kynnir sér efni Vikunn- ar, og les ef til vill upphátt eina grein fyrir prjónakonuna. Húsmæðumar eru í vistlegu setustofu heimavist- arinnar. — Á neðri myndinni hafa húsmæðurnar, sem tóku þátt í Orlofsferðinni, safnast saman á tröppum Hlíðardalsskólans, glaðar og ánægðar eftir kaffitímann. Fremst á miðri mynd situr frú Herdís Ásgeirsdótt- ir, formaður félagsins. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. júní .1963 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.