Alþýðublaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 7
Hitti eiginmanninn leiB til unnustans a 19 ARA gömul slúlka, Barbara Burgess, var á leið frá Ástralíu til Bretlands á skipi. Erindi hennar var að giftast æskuunnusta sín- um, Robert Hathorn, en hann beið henanr í London. En þá kom skyndilegt babb í bátinn. Um borð í skipinu rakst Barbara á ungan Þjóðverja. Werner Schnell hét hann. Barbara hafði aldrei séð eins myndariegan mann. Og á svip stundu gleymdi hún vesalings Ro- bert. Þau Barbara og Robert höfðu á kveðið að halda brúðkaup sitt, strax eftir að Barbara væri kom- inn til Englands frá Ástralíu, og Robert hafði greitt fyrir liana far- gjaldið il London. Barbara hafði kynnzt Robert fyrir átta árum er hún var búsett á Englandi og gekk þar í skóla. Hún fluttist svo til Ástralíu ásamt foreldrum sínum, en hafði í öll þessi átta ár staðið í þréfaskriftum við Robert. Á skipinu, sem hét Castel Fel- ix, varð Barbara yfir sig ástfang- inn af 20 ára gömlum Þjóðverja, Wemer Schnell. Þau fóru úr skip inu í Napólí og eru núna stödd I Hamborg, þar sem Schnell býr á- samt foreldrum sínum. í Hamborg skrifaði Barbara for eldrum sínum og Robert, unnusta sínum, og skýrði frá því, að þessi örlagarika sjóferð hefði alveg breytt framtíðarfyrirætlunum sín- um, og nú hyggðist hún ganga að eiga Schnell í stað Hathorns. — í fyrstu neitaði móðir mín ein dregið að gefa mér Ieyfi til að giftast Werner, segir Barbara. Og Bob (gælunafn Roberts) hótaði að lögsækja mig fyrir tryggðarof. — Svo fóru á milli okkar fleiri bréf, heldur Barbara áfram. Móðir mín hvarf frá neitun sinni og Bob hætti við lögsóknina. Barbara kveðst vera mjög hrygg yfir að hafa valdið Robert von- brigðum, en við því sé ekkert að gera. Hún kveðst elska Werner og engan nema Werner. Robert var afar daufur í dálk- inn, þegar hann var spurður um þetta mál á heimili sínu í London. WWWWWWWWWWM*WiWW SKAÐLEGT AÐ SITJA — ÞAÐ er hættulegt að sitja mikið kyrr við vinnu, segir prófessor Poul Bonne- vie, í grein, sem hann ritar í „Dansk Ttekninsk Tids- skrift“. Þetta er sérstaklega hættulegt fyrir kvenfólk og veldur fyrirtímafæðingum og truflunum í móðurlífi. Með hreyfingunni örvast blóðrásin og helzt í heil- brigðu horfi. Það er mjög mikilvægt, að fólk hafi næga hreyfingu. IHMmWmWMWHWHHIW Hann kvaðst vera afar vonsvikinn. — Ég var búinn að kaupa hring ana, sagði hann. Allt var undirbú- ið af minni hálfu. Já, svona fór um sjóferð þá. Werner hreppti Barböru en Bob sat eftir með sárt ennið. SMÁTELPUR ISKIPUM Hafnargjöldin í Gæfle í Svíþjóö hafa löngum átt viS þaS vandamál að stríða, hvernig hægt er að koma í veg fyrir að unglingstelpur venji komur sínar um borð í erlend skip í höfninni. Fyrir nokkru síðan var (bað tekið til bragðs, að senda skipherrnnum á skipum þessum orðsendingar og biðja þá um að Ijá þessu máli liðsinni sitt og hindra gestakom- ur smáteipnanna. Voru bréfin rituð á sex tungumálum: Sænsku, þýzku, finnsku og spænsku. — Árangurinn af þessu hefur orðið mjög góður, segja lögreglu- yfirvöldin í bænum. Skipherrarnir hafa sýnt máli þessu fullan skiln- ing og látið undirmenn sína vera án blíðu smámeyjanna. Einkalíf Holmes Leikstjórinn Billy Vilder hefur í hyggju að gera kvikmynd með nafninu „Einkalíf Sherlock Holm- es.” Styðzt hann þar auðvitað við hina kunnu persónu úr sögum enska rithöfundarins Sir Athur Con- an Doyle. Vilder hyggst fá leikarana Peter V'Toole til að leika Sherlock holrn- es.” Styðst hann þar auðvitað við hlutverk dr. Vatson. Verður þeim kumpánum vel borgið að allra á- liti, ef þessir kunnu leikarar taka þá að sér. Kvikmyndafélagið, The Mirisch Company, mun standa að töku kvik myndarinnar, ef úr henni verður. Hefur fyrirtækið Sir Nigel Films Ltd. ( London einkarétt á Sherlock Hol- mes og yeitir The Mirish Company leyfi til að hagnýta sér hugmynd- ina. ÞESSAR þrjár ungmeyjar, sem hér sjást á myndinni, eru enskar dans- og söngkonur. Nöfn þeirra eru talin frá vinstri: Diane Couth 17 ára, Linda Lawrenee, 18, og Georgina Allen 19 ára. 8.30 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 9.10 Morguntónleikar: (10.10 Veðurfregnir). 11.00 Messa í hátíðasal Sjómannaskólans (Prestur: Séra JÓn Þor* varðsson. Organleikari: Gunnar Sigurgeirsson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátíðinni í Bergen í vor: a) Greig: Strengjakvartett í g-moll. b) M. Bækkedund syngur lög eftir Grieg. c) Grieg: Píanókonsert í a-moll, op. 16. 15.30 Sunnudagslögin. (16.30) Veðurfregnir). 17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir): Sendibréfum svarað. b) Nýtt framhaldsleikrit eftir Ingibjörgu jónsdóttur c) Sjöunda kynning á verkum Jóns Sveinssonar (Nonna). Haraldur Hannesson talar um Nonna og Steindór Hjörleifssoii les úr bókinni: Á skipalóni. 18.30 Eitt er landið ægi girt, — gömlu login. 18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. 20.00 Svipast um á Suðurslóðum: Séra Sigurður Einarsson flytui* lokaerindi sitt frá ísrael. 20.15 Kórsöngur: Karlakórinn Fóstbræður. Söngstjóri: Ragnaí* Björnsson. Einsöngvarar: Eygló Vikorsdóttir, Erlingur Vig - fússon, Guðmundur H. Jónsson, Haraldur Kristjánsson, Hjaltí Guðmundsson og Runólfur Ragbjartsson. Píanó: Carl Billich- Klaririetta: Gunnar Egilson, flauta: Averill Williams. Lög eftir Sigfús Ilalldórsson, Jónas Tryggvason, Pál ísólfssoi',, Palmgren, KieRand, Bergman og Ragnar Björnsson. 21.00 Úr verkum Theódóru Thorodden. — Flytjendur: Baldviib Halldórsson, Ólöf Nordal, Guðmundur Thoroddsen og Ingí-- björg Stephensen. Ennfremur tónleikar: Lög við texta eftisr Theodóru Thoroddsen. 22.00 Fréttir og veðurfr. 22.10 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ. .20.00 Erindi: Trúin á tæknina (Hannes J. Magnússon). 21.00 Kanadisk þjóðlög. (Tveir kórar syngja. 21.30 Útvarpssagan: „Alberta og Jakob” efir C. Sandel. 22.35 Frá kammertónleikum í Austurbæjarbíói 27. maí. HIN SiOAN ALÞÝÐUBLAQEÐ — 30. júní 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.