Alþýðublaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 10
Ritstjóri: ÖRN EIDSSON Myndir: EFRI myndin: Valbjörn Þor- láksson, KR, og Skafti Þor- grímsson, ÍR, keppa í 200 m. móti Dönum. NEÐRI myndin: Þrír ungir landsliðsmenn, Kristján Mikaelsson og Helgi Hólm úr ÍR og Ilalldór Guðbjörns son, KR. Sá fjórði er Ólafur Guömundsson, KR, hann er varamaður. KR var nær sigra í fyrrad. gegn ÍBA EKKI ER HÆGT að segja, að lán- ið léki við KR-inga í leik þeirra gegn Akureyringum sl. föstudags- kvöld. Þeir fengu að vísu annað stigið, en hefðu tvímælalaust eftir gangi leiksins átt að hreppa þau bæði. KR átti mun meira í leikn- um, einkum þó í seinni hálfleik, _ er segja má, að Norðanmenn hafi horfið gjörsamlega. Akureyringar voru nú mun lakari en í leik sín- um gegn Val fyrir skömmu. Að vísu lék Kári nú ekki með, en Iiann lífgaði mjög framlínu Akur- eyringa í leik þeirra við Val. Með KR lék nú hinn kunni framvörður þeirra, Garðar Árnason. Hann var liðinu mikill styrkur, en þó skortir talsvert á, að hann sé í nægilegri þjálfun. Lið KR átti góða sam- leikskafla og er auðsýnilega í tals • verðri framför. Framverðirnir Garðar og Sveinn áttu mestan þátt í gangi liðsins. Réðu þeir lög- um og lofum á miðju vallarins mestan hluta leiksins og veittu yörninni oft ágæta aðstoð Fram- linan var mjög mistæk upp við markið og var Ellert þeirra b'ezt- jtir, enda virðist hann nú vera að ná sér upp að nýju. Vömin var fremur slappleg og væri ekki van- þörf á að yngja hana dálítið. Fyrsta mark leiksins skoraði Steingrímur miðframherji ÍBA eftir mistök hjá Herði Felixssyni miðframverði KR. Var mark þetta skorað á 15. mín. Ellert jafnar fyrir KR á 23. mín. er hann brýst í gegn vinstra megin og skorar með þrumuskoti alveg óverjandi fyrir Einar mark- vörð. Skúli færir Akureyringum aftur forystuna á 27. mín., er hann skor- ar örugglega úr vítaspyrnu. Seinni hálfleikur var svo sem áður segir algjörlega í höndinn KR-inga. — m 'J** ÞESSI ungi piltur heitir Jón Þorgeirsson og er úr ÍR. ___ Hann varð fjórfaldur sveina meistari á nýafstöðnu Sveina meistaramóti Reykjavíkur. ELLERT SCHRAM átti ágætan leik. Sóttu þeir fast, en fengu ekki skor- að nema einu sinni á 26 mín.. — Skoraði Ellert þá af stuttu færi framhjá illa staðsettum markverði Akureyringa. KR-ingar voru oft nærri því að skora, skutu rétt fram hjá og áttu sköt í stöng. Þetta er fremur hvimleið ónákvæmni fyrir þá, sem fyrir því verða. Dómari var Jörundur Þorsteins- son og hefði hann mátt sýna mun meiri röggsemi í starfi sínu. Ekki er úr vegi að minna enn einu sinni á, að nú á tímum þykir það bæði eðlilegt og sjálfsagt,, áð lið mæti í leiki sína í tölusettum bún- ingum. Þetta gerðu Akureyringar, en KR-ingar ekki. Ekki eru KR- j ingar einir um þetta, því flest fé- lög hérlendis virðast alveg sng=-i ganga þessa reglu, að Iáta menn sína mæta í tölusettum búning- um. Vonandi lagast þetta bráðlega. Með leik þessum hafa Akureyr- ingar lokið úti-leikjum sínuni. — Hafa þeir tapað gegn Fram og gert jafnt við KR og Val hér í Reykja- vik, tapað gegn Akranesi og unn- ið Keflavík. Þeir hafa því hloiið ; 4 stig af 10 mögulegum. Þeir eiga nú eftir alla leikina á heimavelli,; 5 alls og er sá fyrsti þeirra í dá gegn Val. V." Hallgrímur vðlinn Á FUNDI stjórnar FRÍ í gær, var tekin sú ákvörðun, að Hallgrímur Jónsson skuli keppa í kringlu- kasti ásamt Jóni Péturssyni í lands keppninni, sem hefst á Laugar- dalsvellinum annaðkvöld. Þorsteinn Löve var kosinn sem varamaður. Tulloh tapa0 ENGLENDINGAR hafa eigpast nýjan snjallan langhlaupara' ös heitir sá Stan Taylor. Hann sigr- aði nýlega Evrópumeistarann Bruce Tulloh í 3ja mílna hlaupi, tímarnir 13:31,6 og 13:31,8 mlu. Þetta er I fyrsta sinn í 2 ár, sem Tulloh tapar í 3 mílum. Akureyri- Valur á Akureyri í dag! VALUR leikur gegn Akur- eyringxnn í 1. deild mótsins í knattspyrnu í dag á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 16. Liðin lékn fyrir skömmu í Reykjavík og skildu jöfn eftir mjög spenn- andi leik. Valsmönnum hef- ur gengið illa gegn Akureyr- ingiun að undanförnu. Yfir- leitt má segja að Akureyring ar séu mjög sterkir á heima- velli og fáir sem sækja gull í greipar þeirra þar. Um úr- slit í lelknum í dag er erfitt að spá, en sigur Akureyr- inga með 1—2 marka mun er ekki ólíklegur. WMWWWWWMWMWW LANDiKhPPNIN ANNAD KVOLD: Áhorfendur geta ráðið úrslitumí Anoað kvöid kL 8,30 mætast íslendingar og Danir í 6. sinn í frjáisum íþróttura, en keppnin fer fram á Laugat úaisveilinu^ á mánudags- og þriðjudagskvoid. Til þessa hafa Isiendingar alitafj borið sigur úr býtum gegn Dönum, en í þetta sinn reikna fíestir, ef^ ekki aiiir með dönskum sigri. Ýmsir eru þó á þeirri skoðun að keppnin verði jafnari en afrek þau, er íþróttamennirnir hafa unnið á sumr- inu, gefa til kynna. Útkoma íslendinga í stökkum og köstum er ekki sem verst og þar munar mjög iitiu á þjóðunum, en í hlaupunum er útlitið frekar slæmt fyrir íslenzku frjálsíþróttamennina, enda er þar um marga unga nýíiða að ræða, sem nú kiæðast landsliðsbúningi í fyrsta sinn. Þess ber þó að gæta, að íslendingar bafa náð sínum tímum við hin óhagstæðustu skiiyrði, oft í vindstrekkingi og kulda, en dönsku hlaupararnir hafa keppt við mjög góð veðurskiiyrði hita og logn. Þetta ber sérstaklega að athuga í sambandi við hlaup frá 2Q0 m. og upp úr. Danir koma því til með að ná verri tímum hér, en þeir hafa náð ytra, en okkar menn bæta sinn tíma áreiðanlega í hinni hörðu keppni. Eitt er það einnig, sem getur haft mikil áhrif, en það eru áhorfendurnir, og hafa góða stemningu þúsundanna með sér, getur haft úrslitaþýðingu. Það er því skorað á Reykví*fin"'* oo ?<fr% að fjölmenna á Laugardaisvöliinn á mánudags og briðM<daaskvö!d og hvetja hina tmgu landsliðsmenn okkar til dáða. EW <”• >-K 3« sifkt dugi tii sigurs í landskeppninni, en það gæti h<4,’,",í L-'oiHinanm til að vinna enn betri afrek og veitir áhorfeiH"m "mmir hetri 10 30. júní 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ e

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.