Alþýðublaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 15
Japp sneri sér nú að hættu minna efni. „Ég hef beðið Charles Laver- ton-West að líta inn til mín í Scotland Yard eftir hálftíma. Ég bjóst við, að þér vilduð gjarnan vera viðstaddur". „Það vildi ég fyrir hvern mun“. „Og yður þykir sjálfsagt vænt um að heyra, að við höfum spurt uppi Hapor Eustace. Hann hefur sallafína íbúð við Crom- ■\vellgötu“. „Afbragð". „Og við höfum komizt að ýmsu um hann. Ekki að öllu leyti geðugur maður, Major Eustaec. Þegar við h(jfum rætt við Laverton-West, getum við skroppið í heimsókn til hans. Hentar það yður?“ „Fullkomlega". „Gott og vel, þá komum við“. Klukkan hálftólf var Charl- es Laverton-West vísað inn í herbergi Japps lgregluforingja. Japp reis á fætur og heilsaði honum með handabandi. Þingmaðurinn var meðalmað ur á hæð, mjög einbeittur í framkomu. Hann var nauðrak- aður, munnsvipurinn fjörlegur eins og á leikara og augun lít- ið eitt útstæð eins og oft er einkenni góðrar ræðumennsku. Hann var ásjálegur maður, prúður og kurteis. Enda þótt hann væri fölur og lítið eitt dapurlegur, var hann fullkomlega stilltur og form- fastur í framkomu. Hann tók sér sæti, lagði hatt sinn og hanzka á borðið og leit því næst á Japp. „Ég vil byrja á að taka fram, hr. Laverton-West, að mér er fyllilega ljóst, hve þetta hlýtur að vera dapurlegt fyrir ' yður“. Laverton-West bandaði frá sér með liendinni. „Við skulum ekki ræða um tilfinningar mínar. Segið mér, yfirforingi, liafið þér nokkra hugmynd um, hvað olli því að unnusta — frú Allen svipti sig lífinu“. „Getið þér sjálfur ekki veitt okkur neina aðstoð í því efni?“ „Nei, vissulega ekki“. „Það var ekki um neinar deilur að ræða? Ekkert missætti á milli ykkar?" „Ekki hið allra minsta. Þetta kom mér algerlega á óvart“. „Vera má að þér skiljið það betur, ef ég segi yður að það var ekki sjálfsmorð — heldur morð“ „Morð?“ I’að var eins og aug un ætluðu út úr höfðinu á Laverton-West. „Þér segið morð!“ „Alveg rétt. Og-nú, hr. Lav- erton-West. hafið þér nokkra hugmynd um, hverjum væri trú andi til að hafa gert útaf við frú Allen?" Laverton-West svaraði af 'mikilli geðshræringu. „Nei — nei, svo sannarlega — ekki allra minnstu hug- mynd! Það væri — blátt áfram óhugsandi!" „Hún minntist aldrei á neina óvini? Engan sem bæri kala til hennar?“ „Nei, aldrei“. „Vissuð þér að hún átti skammbyssu?“ „Mér var ekki kunnugt um það“. Þetta virtist hafa snert hann illa. „Ungfrú Plenderleith segir, frú Allen. Fremur amasamur kunningi að því er mér virtist. Ég lét það í ljós við unn. — frú Allen. Ég myndi ekki hafa ýtt undir hann að heimsækja okk- urreftir að við hefðum gift okk ur“. „Ög hvað sagði frú Allen við Þv&l „Ó, hún var alveg á sama máli. Hún treysti dómgreind minni skilyrðislaust. Karlmað- ur'á Tíægara með að dæma aðra AGATA CRISTIE- að frú Allen hafi liaft með sér skammbyssu, er hún kom heim frá útlöndum fyrir nokkrum árum". „Einmitt það“. „Auðvitað höfum við aðeins orð ungfrú Plenderleith fyrir því. Það er vel hugsanlegt að frú Allen hafi talið sig í hættu úr einhverri átt og haft skamm byssuna handbæra af vissum á- stæðum, sem henni einni voru kunnar". Carles Laverton-West hristi höfuðið efablandinn. Hann virt ist alveg ringlaður og utan við sig. „Hvað virðist yður um ung frú Plenderleith, hr. Laverton- West. Ég á við hvort yður virð ist hún sannorð og áreiðan- leg?“ Laverton-West hugsaði sig um litla stund. „Ég held það — já, ég veit ekki annað". ..Vður geðjast ekki að henni?“ spurði Japp sem hafði veitt honum nánar gætúr. „Ekki vil ég segja það. En hún er ekki í hópi þeirra ungra stúlkna, sem ég hef mætur á. Sú tegund kvenna, kaldhæðin og sjálfstæð, er ekki aðlaðandi í minum augum, en ég mundi teija hana fulllcomlega sann- orða“. „Hm“, sagði Japp. „Þekkið þér Mapor Eustace?" „Eustace? Eustace? Ó, já, nú man ég eftir nafninu. Ég hitti hann einu sinni hjá Barböru — menn hel(jur en kvenmaður. Hún skýrði fyrir mér, að hún ætti ekki hægt með að vera ó- hæversk við menn, sem hún hefði ekki séð um nokkurn tíma — Ég held að hún hafi haft sér staká óbeit á uppskafnings hætti! Vitanlega hefði henni orðið það ijóst, sem eiginkonu minni, að ýmsir af fyrri kunn ingjum hennar væru, ja — ekki við hennar hæfi, skulum við ségjá“. „Sem táknar það, að við hjónabandið liefði hún flutzt ofár í mannfélagsstigann??" spurði Japp hispurslaust. Laverton-West bandaði frá sér með vel snyrtri hendi. „Nei, nei, ekki beinlínis það. Sannleikurinn er sá, að móðir frú Allen var fjarlægur ættingi mipn. Hún stóð mér því fylli- léga jafnfætis að ættgjöfgi. En í minni stöðu verð ég auðvitað ■ að vera mjög varkár í vali vina minna — og kona mín einnig í vali sinna. Maður er að vissu leyti -undir smásjá“. „Ó, þannig", sagði Japp þurrlega. „Svo að þér getið enga aðstoð .veitt okkur?” bætti hann við. ,,Nei, svo sannarlega. Ég skiL.hvorki upp né niður í þessu. Barbara! Myrt! Mér finnst það svo ótrúlegt". ,Mæja, lir. Ðaverton-West, viijið þér þá vera svo góður að segja mér hvað þér höfðust að aðfaranótt liins fimmta nóvem ber?“ „Hvað ég hafðist að? Ég hafðist að?“ Hann varð skræk róma af innibyrgðum mótmæl um. „Þetta er aðeins föst venja“, sagði Japp til skýringar. „Okk- ur — já — ber að spyrja alla“. Charles Laverton-West setti upp hávirðulegan svip. ,JÉg leyfi mér að vona að maður í minni stöðu sé undan þeginn". Japp aðeins beið svars. „Ég var — ja, látum okkur sjá. — já, alveg rétt — ég var í þinghúsinu. Fór þaðan klukkan hálfellefu. Fékk mér gönguferð meðfram ánni. Horfði um stund á flugeldana". „Gott til þess að vitað slík samsæri þekkjast ekki á vor- um dögum“, sagði Japp glað- lega. Laverton-West var -eins og freðfiskur á svipinn. „Að því búnu — já — gekk ég heim“. „Og þegar heim kom — heim ilisfang yðar í Lun(júnum er Onslow Square að mig minnir — hvað var klukkan þá?“ „Ég veit það varla með vissu“. „Ellefu? Hálftólf?" „Eitthvað nálægt því.“ „Ef til vill hefur einhver opnað fyrir yður?“ „Nei, ég hef lykil sjálfur". „Mættuð þér nokkrum á göng unni?“ „Nei — eh — satt að segja, yfirforingi, ég er mjög gramur yfir þessum spurningum" „Ég fullvissa yður um, að þetta eru einungis venjuspum ingar. Látið sem þeim sé alls ekki beint til yðar“. Þetta svar virtist sefa hinn móðgaða þingmann. „Ef það er ekki annað . . .“ „Það er ekki annað sem stend ur, hr. Laverton-West“. „Þér lofið mér að fylgjast með . . “ „Vitanlega, herra. Meðal ann arra orða, má ég kynna yður fyrir hr. Hercule Poirot. Þér hafið að líkindum heyrt hans getið. Er. Laverton-West leit for- vitnislega á hinn smávaxna Belga. nafnið. „Herra minn“, sagði Poirot, og framkoma hans var skyndi lega gerbreytt. „Trúið mér, mig tekur mjög sárt til yðar. Hví- líkur missir! Hvílíka kvöl hljót- ið þér að þola. Ó, en það tjáir ekki að segja meira. Það er stórlega aðdáunarvert hvernig Englendingar megna að dylja geðshræringar sínar“. Hann þheif upp vindlingaveski sitt „Leyfið mér — æ, það er tómt. Japp?“ Japp þreifaði á vösum sín- um og hristi höfuðið. Laverton-West dró upp sitt eigið vindlingaveski og muldr aði: „Eh — má bjóða yður eina af mínum, hr. Poirot?“ „Þakkað yður fyrir — þakk yður fyrir". Litli maðurinn tók einn. „Eins og þér segir, hr. Poir- ot“, tók Laverton-West aftur til máls, „við Engiendingar trön- um ekki fram tiifinningum okk ar. Að bera höfuðið hátt — það eru okkar einkunnarorð". Hann hneygði sig fyrir þeim báðum og gekk út. „Hálfgerður steinbítur", sagði Japp fyrirlitlega. „Og einstakur þorskhaus! Það var alveg rétt, sem Plenderleith ungfrúin, sagði um hann. Hann er samt álitlegasti náungi — getur sjálfsagt gengið í augun á kvenfólki, sem ekki hefur auga fyrir því skoplega. Hvern ig er með þennan vindling?" Poirot rétti lionum vindling inn og hristi höfuðið. .Egypskur. Dýr tegund“. „Nei, þetta iízt mér ekki á. Þetta er afleitt, því að ég hef aldrei heyrt aðra eins fjarvistar sönnun! Það var í rauninni alls engin fjarvistarsönnun. „Sjáið þér til, Poirot, það hefði átl að vera alveg öfugt. Ef hún hefði verið að kúga fé af honum — hann væri alveg berskjaldaður fyrir ’fjárkúgun — mundi greiða eins og lamb! Hvað sem væri til þess að forðast hneyksli. „Kæri vinur, það er náttúr- lega ósköp þægilegt að hag- ræða hlutunum eins og þér ©pTS. i CaKHIIASin 752 V - Mamma, ef þú vilt þvo úpp í staðinn fyrir mig, skal ég segja þér nýjustu hneykslissöguna frá Olsensfólkinu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. júní 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.