Alþýðublaðið - 27.07.1963, Síða 12

Alþýðublaðið - 27.07.1963, Síða 12
I Persónuleg vandamál Framh. úr opnu. binda, er tiigerðarlaus og ein- læg nærgætni. Ég er sannfærður um, að við, sem oít erum til þess kvaddir að flytja dánarfregnir, syndgum oftar en við höfum hugmynd um, gegn því einfalda boðorði að setja okkur nægilega vel í spor þeirra, sem hlut eiga að máli. Þetta er ef til vill eðlilegt. Hafi ég nokkuð lært um mannfólkið á liðinni starfsævi, þá er það einmitt þetta, hve óskaplega erf- itt við eigum með að setja okk- ur í annarra spor. Gömul vm- kona mín, sem dáin er fyrir nokkrum árum, sagði mér frá því, að hún hefði eitt sinn orðið fyrir þeirri sorg að missa lítið barn. Við jarðarförina mætti hún konu einni úr svcitinni í bæjar- göngunum. Aðkomukonan sagði ekki orð víð hina syrgjandi móð- ur, en þær námu sem snöggvast staðar og tókust 1 hendur. ,Það handtak veitti mér meiri hugg- un en allt annað,“ sagði vinkena mín áratugum síðar. „En þessi kona hafði sjálf reynt það sa-na og ég.“ Ég held, að fyrsta skilyrð- ið til þess, að við getum orðið ná- unganum að liði, só það að koma til dyranna, eins og maður cr klæddur, án allrar tilgerðar. Spyrjandinn óskar svars Við því, hvað hægt sé að gera til að hugga sorgbitið fólk, þegar dauð- inn hefur hrifið með sér náínn ástvin. Ef með þessu er átt 'úð það, hvað eigi að segja við það um dauðann og annað líf, hlýtur slíkt að fara eftir þeim hugmynd um og þeirri trú, sem fyrir er hjá syrgjendunum. Viðræður um þessi efni þurfa að sjálf- sögðu ekki alltaf að vera sam- ferða tilkynningu um mannslát, en þær geta samt orðið óhjá- Jkvæmilegar. Sá, sem flytur dán- ’’arfregn, er ekki fyrst og fremst sendur til að predika um ódauð- leika, upprisu eða eilíft líf. Hins vegar hefi ég haft marg- falda ástæðu til að komast að raun um það, að örugg sann- færing um líf eftir dauðarm, trúa á gæzku guðs, hvað sem í skerst og iðkun bænarinnar, — alit þetta veitir styrk í sorginni. Hvernig menn komast inn á brautir trúar og bænar, og ívaða hugmyndir tengdar eru við ó- dauðleikann, getur verið með ýmsu móti á svo reikulum timum sem okkar öld virðist vera. Jakob Jónssoa » horninu. Framh. af 2. síð'u ið skyldu sína, að reyna að aftra því að „klauftroðnar kúabeitir séu kristinna manna reit.ir“. Ég geri enn fromur að tillögu minni, að rík isstjórnin leggi Þingvallapresti til vinnumann, sem falið sé að halda þjóðargrafreitnum mannsæmandi. Það má jafnvel vera unglingur, bara að hann orki að draga garð- sláttuvél yfir reitinn einu sinni í viku og valdi skóflu og garðhrífu. UMRÆDDUR GRAFREITUR var býsna umdeildur á sínum tíma. En hvað sem því líður þá er hann helgaður tveimur þjóðskáldum vor Um og ber þeirra nöfn. Við meg- um ekki gleyma því í allri Skál- holtsvímunni að sýna slíkum stöð um einhvern sóma.“ SBUOUSL' THE FPOMT POOfí 0F STEVE'í HOTEL BACií (N THE CAPITAL OPEN5. ANP... rgr------- col.stbvehsonY the B. CANyoN, I IS NOT IN, -rrj Pi-EASE J CORONITA/ A-UH-1 MEAN As STEVE, COhlSUELO AND UÉIIT. AAÚPCIA AKE LEAVINó THE IðUNP...' ■AgAMBH / Vi/eNJe/ BARNASAGA: THE FLASHINó LEÖ5 MOVE LPANP DOWN THE LOBBV MOPE AND AAOPE IMPATIENTLY— ANP THE POOR PESg CLEEK MAKE5 ERKOKð HE HA5 NOT COMAMTTEP 5INCE HI5 HR5T PAY A5 AN APPRENTICE... , — Þegar Stebbi, Consueolo og Murcia undirforingi eru að yfirgefa eyjuna . . . — Þá eru dyrnar á hóteli Stebba í hftf- uðborginni opnaðar og . . . — Býr ekki Stál ofursti hér? — Frftkenin er ekki inni herra ofursti, ég meina .... — Stúlkan gengur fram og aftur I for- sal hótelsins. Vesalings afgreiðslumaður- inn gerir alLskyns vitleysur, sem hann hef- nr ekki gert síðan fyrsta daginn í starf- inu. BRÆÐURNIR Með fyrsta höfðinu spurði Írlands-Rauður þessarar spurningar: „Hvaða hlutur er enda- laus?“ „Auövitað hringur, eða kúla“, sagði pilturinn án þess r.ð láta sér bregða hið minnsta. „Hvr.ð er’ því hættulegra, sem það er mjórra?“. spurði nú höfuð númer tvö. „Brú“, svaraði pilturinn.. Að lokum sagði þriðja höfuðið: „Hvað er það sem fvrst ^engur á fjórum fótum, síðan á tveim og síðast ó brem?“ „Maö dnn‘‘, sváraði pilturinn. „Barnið skríð ur á f jórum fótum, er það stækkar gengur það upp rétt á tveim fótum. í ellinni styður maður sig við staf“. Svo hrópaði pilturinn: „Nú er komið nóg af gátum“. Og svo laust hann Írlands-Rauð með töfrasnrotanum, og þá breyttist hann samstundis í steintröll. Gamla konan hafði meðan þetta átti sér stað, setið skjálfandi á beinunum af hræðslu skammt frá og fylgz með því sem fram fór. Nú kom hún og bað piltinn að leggjast til hvíldar, næsta morg- un yrði bróðir hans kominn til hans og þá mundi allt leika í lyndi. í dögun næsta morgun, fór hún með hann úr einu herberginu í annað í þessum risastóra kast- ala, og í læstum herbergjum fundu þau margar gullfallegar ungar stúlkur, sem Írlands-Rauður hafði læst þar inni, og að sjálfsögðu var dóttir Malcolms konungs þeirra á meðal. Að síðustu vísaði konan honum veginn niður þröngan stiga, sem lá n:ður í leynidýflissu, djúpt í iðrum jarðar. í henni miðri var steinstólpi. Kon- an sagði honum að snerta stólpan-n með töfrasprot anum, og jafnskjótt og hann hafði gert það, breytt ist stólpinn í mann. Þetta var enginn annar, en hann bróðir hans, heill á húfi og glaður yfir að vera laus úr álögunum. Að kvöldi þessa dags héldu þau mikinn fagn- að og glöddust yfh’ því að losna nú úr þessari prísund. Næsta dag lögðu þau öll af stað til hirð- ar Skotakonungs. Pilturinn okkar kvæntist kon- ungsdóttirinni fögru, sem var fegurst allra kvenn anna, sem hann hafði bjargað úr prísundinni. Bróðir hans kvæntist stúlku, sem var dóttir hátt- setts aðalsmanns við hirð konungs. Um allt land- ið ríkti nú mikill fögnuður vegna þess að dagar Írlands-Rauðs voru taldir, og pilturinn okkar varð þjóðhetja og síðan konungur. ENDIR. 12 27. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.