Alþýðublaðið - 21.08.1963, Síða 10
Rítstjóri: ÖRN EIÐSSON
KR hlaut lang-
flesta meistara
KR sigraði Fram með 5:2 - og
S igurmöguleikar Fram
þarmeð úr sögunni
DRENGJAMEISTARAMÓT
íslands í frjálsum íþróttum fór
fram í Vestmannaeyjum um síð-
ustu helgi. Þátttaka í mótinu var
ekki mikil, aðeins 17 keppendur
mættu til leiks og flestir þeirra
voru ú.r Reykjavikurfélðgunum
þremur, Ármanni, ÍR og KR. —
Síðastnefnda félagið átti flesta
þátttakendur og einnig þá beztu,
því að KR-ingar hlutu 8 drengja-
meistarana, en íþróttabandalag
Akureyrar 2 og ÍR 1.
Náðist allgóður árangur þrátt
fyrir fremur slæmt veður, sér-
staklega síðari daginn.
Fjölhæfasti þátttakandi mótsins
var Ólafur Guðmundsson, sem
sigraði í tveim einstaklingsgrein-
um og var með í boðhlaupssveit
KR, sem sigraði í 4x100 m. boð-
lhaupi. Alls hlaut Ólafur verð-
laun í átta greinum, sem er frá-
bært. Einar Gíslason, Halldór
Guðbjö<rnsson og Guðmundur
Guðmundsson sigruðu einnig í 2
greinum og voru í boðhlaups-
t sveit KR. Stærsta tromp ÍR-inga,
Skafti Þorgr msson gat aðeins
tökið þátt í einni grein, 100 m.
hlaupinu, en tognaði í þeirrl
grein og gat ekki verið með í
fleiri.
Hér eru helztu úrslit:
100 m. hlaup. Keppendur 5.
Einar Gíslason, KR 11,2
Skafti Þorgrímsson, ÍR 11,4
Ólafur Guðm. KR 11,4
Hástökk. Keppendur 7.
Reynir Hjartarson, ÍBA 1,70
Ólafur Guðm., KR 1,66
/jb róttablaðið
er komið út
Ágústhefti íþróttablaðsins er
nýkomið út. í blaðinu er fjöldi
greina, greinar um utanferðir
Vals og KR til Norðurlanda, þær
rita Ægir Ferdinandsson um Vals
ferðina og Sigurgeir Guðmanns-
son um KR.-ferðina. Örn Eiðsson
skrifar um keppnina gegn Vestur-
Noregi og Meistaramót Norður-
landa í frjálsum íþróttum, Hallur
Símonarson skrifar grein um
Stoke City og Matthews, auk
þess ritar Þorsteinn Einarsson
um norrænu sundkeppnina, mjög
skemmtilegt viðtal er við Magnús
J. Guðmundsson golfmeistara frá
Akureyri, frá ÍSÍ, íþróttaannáll o.
fl. Forsiðumynd er af Magnúsi
J. Guðmundssyni.
Hreiðar Júlíusson, ÍR
Kúluvarp. Keppendur 5.
Guðm. Guðm. KR
Erl. Vald., ÍR
Ingi Árnason, ÍBA
Langstökk. Keppendur 6.
Ólafur Guðm., KR
Einar Gíslason, KR
Ingi Árnason, ÍBA
Spjótkast. Keppendur 7.
Ingi Árnason, ÍBA
Sig. Jónsson, HSH
Ólafur Guðm. KR
800 m. hlaup. Keppendur 2.
Halldór Guðbjörnsson, KR2,04,2
Þórður Guðm. Breiðablik 2,16,7
300 m. hlaup. Keppendur 3.
1,63
14,96
14,45
12,77
6,62
6,38
5,90
56,53
53,36
45,30
Einar Gíslason, KR 38,9
Ólafur Guðm. KR 39,2
Guðm. Sigursteinsson, UB 39,5
Þrístökk. Keppendur 4.
Ól. Guðm. KR 12,59
Hreiðar Júlíusson, ÍR 12,12
Ingi Árnason, ÍBA 11,98
Kringlukast. Keppendur 6.
Guðm. Guðm. KR 42,86
Erl. Vald. ÍR 41,95
Ól. Guðm. KR 39,89
1500 m. hlaup. Keppendur 2.
Halldór Guðbj. KR 4:43,0
Þórður Guðm. Breiðabl. 5:24,6
Stangarstök. Keppendur 2.
Hreiðar Júlíusson, ÍR 3,20
Valgarður Stefánsson, ÍBA 3,00
4x100 m. boðhlaup:
1 sveit frá KR 49,2
LEIKUR KR og Fram í fyrra-
kvöld var einn hinn allri bezti
leikur íslenzkra liða í lengri tíma.
KR sigraði verðskuldað með fimm
mörkum gegn 2. Að vísu er sá
markamunur í það mesta, en allt
um það var sigur KR í alla staði
sanngjam. Lið KR er nú mun
heilsteyptara en í byrjun mótsins,
einkum er það þó framlínan, sem
hefur nú á sér allt annan svip,
hún er mun hreyfanlegri og hættu
legri og nær nú oft á tíðum ágæt-
um samleik. Allir leikmenn í fram
línu KR voru vel með í leiknum,
en burðarásarnir þessum árang-
ursríka sóknarleik eru þó Ellert
og Gunnar Guðmannsson, sem nú
er upp á sitt allra bezta. Fram-
| verðirnir Garðar og Sveinn standa
! líka vel fyrir sínu, Sveinn er mjög
duglegur leikmaður og Garðar er
ávallt hinn snjalli uppbyggjari,
þótt hraðinn sé með minna móti.
Aftasta vörnin er slappasti hluti
liðsins, þó er Heimir í mikilli
framför og hefur ekki 1 annan
tíma varið betur í sumar en í
þessum leik.
Lið Fram átti dágóðan leik, ef
frá er talinn leikur öftustu varn-
arinnar, sem var með fádæm-
um lélegur og vanhugsaður, enda
kostaði hann líka liðið 3 mörk.
Hvað eftir annað léku KR-ingar
í gegnum miðjuna til Gunnars
Felixsonar, sem oftast var óvald-
aður sökum sérkennilegrar stað-
setningar miðvarðar Fram, Hall-
dórs. Framverðir liðsins, Björn og
Hrannar voru beztu menn Fram í
leik þessum, einkum var Björn
eljusamur, þó á stundum hann
væri full ákafur og hætti sér of
framarlega. Framlínan var nú
nokkuð breytt frá fyrri leikjum.
Grétar lék nú miðframherja í stað
Baldvins. Yfirleitt var leikur
framlínunnar nokkuð tilviljana-
kenndur framan af, en batnaði þó
er á leið.
1:0.
í byrjun átti Fram heldur meir
í leiknum og fengu þeir Baldur
Scheving og Hallgrímur þá dágóð ,
; tækifæri, einkum þó Baldur, en
mistókst báðum. Smám saman ná
KR-ingar sér á strik og á 14. mín.
á Garðar þrumuskot í þverslá af
!um 30 m. færi. Gunnar Felixson
| skorar svo fyrsta markið á 20
| mínútu, er hann fær sendingu upp
miðjuna frá Ellert og er einn og
óáreittur með markmanninn ein-
an eftir. Gunnar skoraði með
góðu skoti, sem Geir kom að vísu
hendi á, en án þess þó að dyggði
til bjargar. Þetta mark má skrifa
á sérkennilega staðsetningu vam-
ar Fram.
2:0.
Á 29. mín. fær Baldur Scheving
enn eitt tækifærið, Bjöm sendir
1 1VI ivnuvo. UUJlUBi Æ Ul. ........ ö .» ..*—. *. .... í> “.. * ...... . ... ....... * .... ... . ..J. Jl... ... . .
knöttinn inn á vítateig KR. Grét-
ar leggur knöttinn fyrir fætur
Baldurs skammt fyrir utan mark-
teig, en Baldur sér lítið fyrir og
afgreiddi þessa ágætu sendingu
með himinháu skoti yfir. Þetta var
mjög afdrifaríkt fyrir Fram, þarna
var þó tækifæri til að jafna og
hefði jafntefli á þessari stund vafa
lítið breytt miklu. En í stað þess
auka KR-ingar enn við forskot sitt
og skora á næstu mínutu 2. mark
sitt. Var þar að verki Gunnar
Felixson, er fékk sendingu frá
nafna sínum Guðmannssyni, en
sá hafði fengið knöttinn nokkuð
óvænt inn á vítateig Fram eftir
mistök Framvarnarinnar. Fleiri
urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik.
2:1.
í byrjun seinni hálfleiks sækja
Framarar af mun meiri hörku en
áður og liggur þá talsvert á KR.
Skall oft hurð nærri hælum og
bjargaði Heimir m. a. ágætu skoti
frá Birni úr aukaspyrnu rétt utan
vítateigs. Grétar skorar fyrir
Fram á 15. mín. með skalla af
stuttu færi úr fyrirgjöf Hallgríms.
3:1.
Ekki stóð þó á því, að Vestur-
bæingarnir svöruðu fyrir sig, því
aðeins liðu 2 mínútur þar til að
knötturinn lá í neti Fram. Var þar
enn einu sinni að verki miðfram-
herjinn marksæli, Gunnar Felix-
son, sem var einn og óáreittur
með markvörð Fram. Fékk Gunn-
ar sendingu frá Sigurþóri, en var
þá vafalítið rangstæður, þó dóm-
ari og línuvörður væru á annarri
skóðun.
4:1.
Eftir því sem líður á hálfleik-
inn verða sóknarlotur KR æ tíð-
ari, þannig kemst Gunnar Felix-
son enn einu sinni inn fyrir, en
Hrannari tekst að bjarga á síð-
ustu stundu horn. Þetta var þó
aðeins gálgafrestur, því aðeins
mínútu síðar skallar Sigurþór í
netið af stuttu færi.
* i
4:2 og g önguferff.
Á 34. mínútu liáifleiksins skor-
ar Grétar úr sendingu frá Birni
Helgasyni.' Sendi Björn knöttinn
inn fyrir vörn KR. en þar var þá
kominn Grétar miðframherji Fram
einn og óvaldaður (og vafalítið
rangstæður), sem skoraði af
stuttu færi. KR-ingar mótmæltu
úrskurði dómarans, er taldi mark-
ið réttilega skorað. Hörðust voru
þó mótmæli markvarðarins Heim-
is, sem hirti knöttinn úr netinu
og spyrnti honum út af vellinum.
Þótti dómaranum að vonum fram
koma þessi vítaverð, kallaði hann
markvörðinn til sín og var það
um 30-40 m. gönguferð að ræða,
og krafðist þess, að hann bæði
línuvörðinn, Einar Hjartarson, af
sökunar. Gerði hann það ekki yrði
honum vikið af leikvangi. Var
Heimir nokkuð tregur til að leggja
upp í aðra píslargöngu, nú út að
hliðarlínu, en lét þó tilleiðast
fyrir eindregin tilmæli og góða
hjálp félaga sinna. Fremur er það
leiðinlegt, þegar menn hafa ekki
Framhald á 12. síðu.
10 21. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ